Vikan


Vikan - 09.07.1981, Page 20

Vikan - 09.07.1981, Page 20
Texti: Jón Ásgeir Liósm.: Ragnar Th. Austan við Akrafjall stendur býlið Galtalækur í Skilmannahreppi. Þangað stefndu tiðindamenn Vikunnar dag einn í maí, en við höfðum fregnað að þar byggi sérstæður persónuleiki, Sæmundur bóndi Helgason. Bærinn er svo sem ekkert augnayndi þessa dagna. Sæmundur, sem tók okkur alúðlega, gat þess að hann væri nýbúinn að „tjalda öreiga- parketi” innan á stofuna. Fyrir utan húsið höfðum við séð stafla af húðuðu Garðastáli sem verður notað til að klæða íbúðarhúsið á næstunni. Húsið þarf að hita með olíukyndingu og Sæmundur sýndi okkur olíureikning upp á rúmlega 2000 nýjar krónur. Hann sagðist telja að þegar Akurnesingar væru „komnir með Deildartungulögtakið” yrði að líkindum ekki leidd tútta niður fyrir fjallið, þannig að hitunar- kostnaður yrði enn um skeið gífurlegur að Galtalæk. Búskapurinn gengur ágætlega á Galtalæk en við höfðum meiri áhuga á öðrum hliðum þessa hressilega og vingjarnlega bónda. — Er það rétt að þú sért prestmennt aður, Sœmundur? — Þetta er nú þjóðsaga sem fylgir mér, þótt ekki sé hún sönn. Ungum strákum dettur ýmislegt í hug og þegar ég var í skóla haföi ég á orði að ég gæti lært hvað sem er. Ég var að gutla við nám i Menntaskólanum á Akureyri og fíflaðist við fólkið, meðal annars hef ég nefnt guðfræðina. —Hvernig atvikaðist að þú áttir belju ífegurðarsamkeppni á Akranesi? — Að nokkru leyti var það tilviljun. Þegar kom til tals hjá rauðsokkum að fara á Akranes barst sú ferð í tal heima hjá Hreini Garðarssyni. Ákveðið hafði verið að fá lánaða kvígu á staðnum og þá rifjaðist upp fyrir Hreini að við höfðum þekkst í skóla fyrir norðan. Hann hringdi og bað um einhvern grip. Ég hef gaman af smáuppákomum og sló til. Þær eru sómakonur þessar rauðsokkur. Þær komu hingað um morguninn og drukku hjá okkur morgunkaffi. Svo sungum við saman það sem okkur datt í hug og var leikið undir á orgel Jóns sonar míns. Kálfurinn sem ég lánaði hét Perla Fáfnisdóttir Blesasonar. Að launum fengum við hjónin svo senda gjöf frá rauðsokkum, það var pakki með alls konar krúsídúllum, en í honum voru viskípeli og bók. Bókin heitir Veizla undir grjótvegg og er eftir Svövu Jakobsdóttur, og fremst í hana er skráð: „September 1972. Guðbjörg Guðmundsdóttir og Sæmundur Helga- son, Galtalæk. Rauðsokkar munu lengi minnast alúðlegrar gestrisni ykkar hjóna og þakka ómetanlegan stuðning við málstaðinn er Perla Fáfnisdóttir var krýnd „Miss Young Iceland” á Akranesi þann 10. september 1972. Með kærri kveðju, Svava Jakobsdóttir, Vilborg Harðar- dóttir, Lilja Ólafsdóttir, Guðrún Friðgeirsdóttir, Helga Sigurjónsdóttir, Guðrún Ágústsdóttir, Gerður G. Óskarsdóttir, Edda Óskarsdóttir, Hlín Torfadóttir, Rannveig Jónsdóttir, Erla E. Ársælsdóttir, Vilborg Sigurðardóttir, Guðrún Hallgrímsdóttir, Anna Jónas- dóttir, Katrín Guðjónsdóttir, Þuriður Pétursdóttir.” Því er við að bæta að bókin er til og verður en pelinn — hann er frá. — Hvaða skoðanir hefur þú á menn- ingarmálum? — Ég tel mikilsvert að við lærum að meta landið okkar af þvi það er gott að vera hér. Við eigum sterka menningu sem við þurfum að varðveita og gæta. Til þess er sérstök ástæða i umróti nýrra tíma, ég minni bara á tölvuvæðingu og ýmiss konar iönvæðingu. Ég hef þá trú að það verki sem sterkur þáttur í vaxandi virðingu manna fyrir menningunni að við höfum svona ágætan forseta. Hún Vigdís Finnboga- dóttir hefur að mínu viti lyft umræðunum á dálítið hærra plan, með fullri virðingu fyrir öðrum þjóðskörungum. Það er eins með menninguna og aðra hluti, það er meira um vert að gæta fengins fjár en að afla. — Þú hefur ákveðnar skoðanir á þjóðmálum? — 1 þeim efnum þykir mér mikils um vert að hafa ætíð í huga að eyða ekki meir en aflað er. Ég hef megnustu vantrú á þvi að fólki sé afhent eitthvað ókeypis. Við metum það einskis sem dreift er ókeypis. Einhvern tíma var dreift ókeypis bæklingum um land- búnaðinn en það leit enginn á þá. Vegna umræðnanna um fjárskort Ríkisútvarpsins vil ég segja að ég mundi vilja setja nefskatt á vegna útvarps og sjónvarps. Gjaldið á að ráðast af fjölda manna á heimilinu, foreldrar borgi fyrir börnin. Annars er verðbólga og annað slíkt skítur á priki miðað við þetta brennivíns- böl. Ég er ekkert að bera blak af mér sjálfum I þeim efnum, mér leiðist ef ég verð til leiðinda. En flest vandræði eiga rætur að rekja til vínneyslu. Brennivínið er þjóðarböl hér á landi hvað sem þeir segja um allar prósentur. í þjóðmálum eru líka margir hlutir sem við þurfum að gera fyrir öryrkja. Þó ekki væri nema skábrautir við helstu samkomustaði í bæjum og sveitum. Ég hef sjaldan orðiðeins snortinn og á samkomu á Hótel Akranesi. Þar er stór og mikill danssalur og þar var glymjandi popptónlist. Á gólfinu var ungur maður að dansa við stúlku i hjólastól, hann keyrði hana um gólfið. Um stjórnmálin almennt, þá hef ég auðvitað ákveðnar skoðanir í pólitik. Sumir kalla inig kommúnista en réttara er að ég stend vinstra megin í pólitík. Það er ekkert launungarmál. Mér hefur alltaf þótt leiðinlegt að draga vafakindur í réttum. — Já, þú hefur auðvitað haft með alvöru réttir að gera? — Við réttum hjá Gröf en þar er nýendurreist timburrétt. Sjálfur er ég réttarstjóri, nýlega endurskipaður af hreppsnefndinni. Þótt Akrafjallið sé eins og sæmilegur hóll miðað við hin fjöllin er það mjög erfitt I smalamennsku. Þar er aldrei neinn ákveðinn sjónarhóll, hann er ekki til. En úr þvi að við tölum um Akrafjallið væri ekki úr vegi að minnast á eggja- tekju I fjallinu. Við bændurnir hér um slóðir ætluðum að hafa stóra þénustu af því að reyta hreiðrin sem svartbakurinn hefur hér. En þegar við vöknuðum á morgnana voru Reykvíkingar búnir að reyta allt. Út af þessum tínslum upphófst stórt stríð sem stóð í nokkur ár. En því er núna lokið. Ég er ekki frá því að sumir hafi gert þetta af sporti til að lenda i hasar við karlana. Sumir lentu i þvi að við helltum úr fullri fötu fyrir þeim. Okkur þótti lágmarkskurteisi að fólk kæmi heim á bæinn og gerði grein fyrir sér. Eggjatökuna seldum við til Reykja- víkur fyrir ágætan pening. Við pössuðum að senda ekki stropuð egg, það var nokkurt vandaverk að lita eftir því. En það voru ekki bara tekjumögu- leikarnir sem við horfðum í þegar fólk sótti I varpið. Lambféð er viðkvæmt á vissum tímum og það styggðist við þessar mannaferðir þegar varp stóð yfir. Þetta var ekki allt saman agnúaskapur. — Hvað viltu segja okkur um skáld- skap? — Mér þykir vænt um góð skáld. Sjálfur hef ég samið — og samið ekki. Sumir segja að ég ætti að gefa út bók. Ég var að þessu sem stráklingur en sinnti því ekki lengi. Á seinni árum hef ég farið að leika mér að þessu aftur. Á hestamannamótinu á Akranesi fór ég með kvæði sem heitir Ég legg á Skjónu, það er sungið við lagið Eyjan hvíta: Ég legg á Skjónu er kvöldsins skuggar kalla og kliðar blær við landsins mjúku strá og stefni okkar för til innstu fjalla er fegurð yfir landsins dali brá. Viðskulum lifa og lífsins æsku njóta lengi gerast fögur ævintýr þegar titrar fákur milli fóta fjör og gleði í huga minum býr. Viðskulum þræða gamlan götuslóða er geymir sögu við hvert gengið spor. Það skal vera máttur minna ljóða að minnast þeirra sérhvert risið vor. 1 morgunsól er silfurlækir streyma með söngvaklið um brún i fjörusand. Það má enginn tslendingur gleyma um alla tima aðblessa þetta land. — Þú hefur átt þátt í leiklist hér i sveitinni? — Já, og það er alveg indælis fólk sem maður kynnist í slíku starfi. Það frískar virkilega upp á skammdegið, jafnvel þótt þetta sé mikil vinna. Maður hefur mikið gaman af þessu. 20 Vlkan 28. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.