Vikan


Vikan - 09.07.1981, Page 31

Vikan - 09.07.1981, Page 31
Opnuplakat ......... Knattspyrnufélag Reykjavíkur L íklega eru engir eindregnari stuðnings- menn eigin íþróttafélags í landinu en KR-ingar. Á hinn veginn er annað félag varla litið eins mikið hornauga og KR. Það er því engin lognmolla kringum félagið og hefur aldrei verið. Liðsmenn þess hafa verið þekktir í gegn- um tíðina fyrir að vera einstaklega harðir í horn að taka og þess vegna þykir engum verra að bera sigurorð af Vestur- bæjarliðinu. KR. hefur löngum státað af miklum knattspyrnuköppum svo sem Bjarna Felixsyni, Þórólfi Beck, Ellert Schram og fjöldamörgum öðrum. Þegar þessir kappar voru upp á sitt besta var KR stórveldi í knattspyrnunni, það veldi er nú ekki sem áður, and- stæðingunum til ánægju, en KR-ingar sjálfir telja það bara tímabilsástand og lofa nýjum afrekum, jafnvel strax í sumar. James B. Ferguson hét skoskur maður sem hingað kom til starfa hjá ísafoldar- prentsmiðju árið 1895. Var hann sagður hinn mesti iþróttamaður og tók þegar að kenna strákguttum i Reykjavík fimleika, hlaup og að sparka bolta. Flann stofnaði síðan úrvalsflokk manna sem tók til við reglulegar knattspyrnuæfingar suður á Melum, þar á óruddu svæði. Undir aldamótin voru svo margir latinuskóla- piltar farnir að æfa knattspyrnu undir stjórn Ólafs Rósinkranz sem hér innleiddi enskar knattspyrnureglur. KR var stofnað í marsmánuði 1899. Þá komu nokkrir menn saman í búð Guðmundar Olsens í Aðalstræti og sameinuðust um að kaupa knött. Lagði hver maður fram 25 aura til kaupanna en þó það dygði ekki fékkst hann rneð afborgunum. Þar með var félagsskapur inn „Fótboltafélag Reykjavikur" stofnaður. Þar sem „fótbolti" þótti verri íslenska en „knattspyrna” var nafni félagsins breytt árið 1915 í „Knattspyrnufélag Reykjavikur" sem i daglegu tali er aðeins kallað KR. Siðan 1912 hafa KR-ingar orðið íslandsmeistarar alls 20 sinnum eða oftar en nokkurt annað félag. Siðasta áratug hefur þeim þó aldrei tekist að hreppa hinn eftirsótta titil og 1977 féll liðið í 2. deild. Viðkoman þar var þó stutt eins og búast mátti við, strax næsta ár varð KR Reykjavikurmeistari og 2. deildin var sömuleiðis gjörunnin. Niu stig skildu KR og næsta lið! KR-ingar hafa nokkrum sinnum tekið þátt i Evrópukeppni i knattspyrnu, síðast 1969 í Evrópukeppni meistaraliða. Liðið keppti þá tvívegis við Feyjenoord og tapaði samanlagt með 16 mörkum gegn 4. Fyrri leikurinn fór 2- 12, honum vilja KR ingar vafalaust gleyma! Raunar verður að segja þá sorgarsögu að öllum þessum Evrópu leikjum hafa KR-ingar tapaðogsumum stórt en þeir' eru ekki einir um það hjá islenskum knattspyrnuliðum. En þrátt fyrir misjafnt gengi hafa KR ingar alltaf ált góðum leikmönnum á að skipa sem boðlegir hafa þótt í íslenskt landslið. Ekki síst á það við gamla stórveldistímann áðurnefnda en liðið sem nú hleypur um völlinn er ungt og frískt, reynslan safnast sarnan og árangurinn batnar. Þá þarf heldur ekki aðefast um aðæfleiri KR ingar klæðasl landsliðspeysunni á næstu árum. KR er nú 82ja ára. í 80 ára afmælis- blaði félagsins ritar formaður þess. Sveinn Jónsson: „Efst i huga allra KR inga er þakklæti og virðing fyrir stofn- endum félagsins, frumherjum og fjölmörgum öðrum félögum. látnum og lifandi, sem með fórnfúsu starfi, brenn- andi áhuga og trú á félaginu hal'a stuðlað að því að skapa svo sterka félags- lega samheldni. að KR-andinn og baráttuhugurinn er öllum íþróttaáhuga mönnum vel kunnur." 28. tbl. Vikan 31

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.