Vikan


Vikan - 09.07.1981, Side 40

Vikan - 09.07.1981, Side 40
1. HLUTI „Nafn?” „Karl von Haaz.” Maðurinn sem spurði spurninganna var lágvaxinn með breiðar, kraftalegar axlir; augun voru gáfuleg og hann horfði ákveðinn á manninn sem stóð skammt fráhonum. „Þjóðerni?” „Þýskur.” „Hvar faeddur?” „1 Miinchen.” „Hvenær?” „Sautjánda júní, nítján hundruð og sextán.” „Voru foreldrar þýskir?” „Já.” „Genguð þér í skóla í Munchen?” „Já.” „Gekk yður vel?” Spurningin rann Ijúflega af vörum mannsins en einhvern veginn vottaði fyrir ákveðni málsækj- andans. „Ég var talinn greindari en i meðallagi.” Hávaxni maðurinn stóð kyrr og hendur féllu að siðum. Hann var dökkhærður og siðhærður, hörundið fölt og kinnbeinin áberandi, þunnar varir hans bærðust varla þegar hann talaði og augu hans voru fölblá, óeðlilega ljós. „Þér ólust upp I Múnchen um það leyti þegar Adolf Hitler og Þriðja ríkið voru við völd?” Maðurinn kinkaði kolli. Augnaráðið bar vott um leiða á þessum spurningum en hinn maðurinn lét ekki á sér sjá að hann fyndi fyrir því. „Mér skilst að þér hafið gengið snemma í Hitlersæskuna?” „Já. Ég var fjórtán ára.” „Fannst yður gott að vera í Hitlers- æskunni?” „Vitanlega.” „Hvað gerði faðir yðar?” „Hann var prófessor.” „Hvað kenndi hann?” „Nútimasögu.” „Var móðir yðar á lífi þá?” „Já.” „Áttuð þér systkini?” „Égátti systur.” „Var hún eldri eða yngri en þér?” „Ári yngri.” FALSARINN KOMITET GOSUDARSTVENNONI BEZ- ONAPOSTI, eða K.G.B., er öryggismálastofnun Sovétríkjanna. Hún ber ábyrgð á innra öryggi, njósnurum erlendis og gagnnjósnurum. Net hennar liggur um allan heim. Ein af deildum hennar er Dezinformatsiya — deild falskra upp- lýsinga. Markmið hennar er að grafa undan styrk ogforystu Bandaríkjanna í heimi nútímans. „Það er ekki sú lygi, sem hvarflar að manni um stund, heldur hin, sem sekkur I hugann og festir þar rætur, sem skaðanum veldur. ” J FRANCIS BACON 1561 — 1626. Maðurinn sem spurði spurninganna hikaði andartak. Hann leit umhverfis sig og sló blaðaströngli á lófa vinstri hand- 'ar. Hann breyttist í viðmóti; hann var að skipta um aðferð. Hann talaði dræmar og það var engu líkara en hann vægi og mæti hvert orð. „Herra von Haaz,” sagði hann glott- andi, „mig langar til þess að fá það stað- 'fest í eitt skipti fyrir öll hvers konar maður þér eruð. Mér skilst að þér hafið fljótlega orðið æstur fylgismaður í Hitl- ersæskunni, að þér hafið þegar í æsku sýnt öll merki um þá grimmd sem var undirstaða Þýskalands Hitlers. Eruð þér sammála?” Hávaxni maðurinn yppti öxlum. Augu hans voru hálflukt, það skein aðeins í hvituna. Hann svaraði engu. „Neitið þér því að þér fóruð út sextán ára að aldri með öðrum unglingum, náðuð í aldraðan gyðing á heimleið úr vinnu, lömduð hann og börðuð og skild- uð hann eftir dauðvona? Getið þér neitað því?” „Nei,” svaraði von Haaz og það vott- aði ekki fyrir tilfinningum í rómi hans. „Þér rifust við foreldra yðar þegar þér voruð sautján ára vegna þess að þeir leyfðu sér að gagnrýna foringjann. Getið þér neitað þvi?” „Nei.” „Hvað gerðuð þér eftir rifrildið?” „Mér fannst það skylda mín að láta Sicherheitdienst, deild Himmlers, vita um ótryggð foreldra minna.” „Hvað varð um þau?” „Þau voru tekin þrem dögum seinna.” „En systir yðar?” „Þeir tóku hana líka.” „Hafði þetta áhrif á yður?” „Mér létti. Fólk með þeirra skoðanir átti ekki heima í Þýskalandi.” „Hvernig hefðuð þér brugðist við í dag?" „Eins.” Von Haaz opnaði augun til fulls og leit beint framan í manninn and- spænis sér. „Vitið þér hvað varð um þau?” „Foreldrar mínir voru skotnir. Ég held að systir mín hafi verið send á hóruhús fyrir hermenn.” „Hvaðgerðist svo?” 40 Vlkan 28. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.