Vikan


Vikan - 09.07.1981, Qupperneq 41

Vikan - 09.07.1981, Qupperneq 41
Framhaldssaga NÝ SPENNANDI FRAMHALDSSAGA EFTIR JOHN OWEN „Ég fór úr skóla þegar ég varð átján ára og gekk í herinn skömmu síðar. Ég gekk í Sicherheitdienst skömmu seinna. Ég hélt áfram að læra frönsku og rúss- nesku og tókst tungumálanámið vel. Það kom að góðu haldi fyrir mig á stríðs- árunum þvi að ég vann í fangabúðun um, í útrýmingarbúðum gyðinga, og þurfti að tala við fólk af öllum þjóðern- um.” Von Haaz brosti við tilhugsunina. „Seinna,” sagði hann og virtist orðinn málglaður, „fékk ég að aðstoða lækna- yfirvöld búðanna við valið.” „Hvað eigið þér við?” „Gyðingunum var skipt í karla og konur og svo í ýmsar deildir. Sumir voru skotnir eða sendir í gasklefana, aðrir gátu unnið og enn aðrir fóru á sjúkra- húsin til að aðstoða læknana við rann- sóknir. Nokkrar konur fóru í hóruhús.” „Hvað unnuð þér lengi við þetta?” „Nokkur ár!” „Er það rétt að þér hafið einu sinni verið yfirmaður fangabúðanna í Ausch- witz?” „Já.” „Hvað álitið þér að þér berið persónu- lega ábyrgð á mörgum mannslífum?” „Ég hef ekki minnstu hugmynd um það,” sagði von Haaz og yppti öxlum. „Tiu eða tuttugu?” „Enga hótfyndni.” „Tíu eða tuttugu þúsund?” „Það er sennilegri tala,” svaraði von Haaz. „Mér skilst að þér hafið safnað tölu- iverðu fé þennan tíma. Þér rænduðskart- gripum og peningum frá fólki og hétuð því oft frelsi fyrir góð laun, en brugðust alltaf. Mér er sagt að þér hafið kornið töluverðu fé undan frá Þýskalandi." „Já. Þannig tókst mér að tóra.” „Segið mér, hvað kom fyrir eftir stríðslok?” „Nítján hundruð fjörutíu og fimm var ég í Auschwitz, en komst undan. Ég slapp frá Þýskalandi. Ég fór til Suður- Ameríku. Lífið varð æ erfiðara. Ég var orðinn peningalitill. Það var erfitt að fá vinnu. Ég vissi að gyðingarnir, Ísraels- mennirnir, leituðu mín. Þeir vissu allt um mig eins og alla hina og mér fannst það ógnvekjandi. Mánuðirnir urðu að árum og óvissan jókst sifellt. þetta var orðin árátta. Mér fannst fólk horfa á mig og þekkja mig. Ég var ljóshærður og með ör á kinninni. Ég litaði á mér hárið og fékk fegrunarlækni í Rio til að taka örið af. Það kostaði mikið. Ég fann að ég var að missa kjarkinn og stoltið. Ég varð aðfá vinnu. Mig vantaði peninga.” „Hvaða ár var þetta?” „Nítján hundruð fimmtiu og sjö.” „Hvaðgerðist næst?” „Ég var heppinn,” sagði von Haaz með evrópska hreimnum sínum. „Ég var að drekka í bakkrá í Havana þegar maður nokkur kom og settist hjá mér. Hann borgaði fyrir vínið svo að ég hélt áfram að drekka. Ég varð útúrdrukkinn en það varð mér til góðs. Ég sagði honum víst ævisögu mína. Ég man ekki hvenær hann fór en hann lét mig fá pen- inga og bað mig um að hitta sig næsta kvöld.” Von Haaz hikaði. „Ég mætti, hann kom. Þá sagði hann mér frá fíkni- efnasmygli frá Kúbu til Bandarikjanna. Hann spurði hvort ég vildi vinna mér inn peninga. Hann sagði mér hvað ég yrði að gera til þess. Þannig varð ég meglari." Maðurinn hætti að tala en hann bærði ekki á sér. „Áfram. Ég vil vita allt sem þér gerð- uð á Kúbu.” Röddin var skipandi. „Þá voru ýmsar sögur á lofti á Kúbu. Menn voru óánægðir með einræðisríkið, fátæktina og sívaxandi andúð á Banda- ríkjunum. Rússar komu þangað i sívax- andi mæli. Ég heyrði minnst á Fidel Castro. Ég var farinn að vinna mér inn peninga. Ég gat keypt mér föt. Ég kunni rússnesku. Aðalhlutverk mitt var hins vegar að vera milligöngumaður í Kúbu fyrir eiturlyfjasmyglara til New York. Þeir fólu mér fleiri verkefni um leið og þeim skildist að þeir gætu treyst mér. Ég tók á móti sendimönnum frá Frakk- landi, Ítalíu og Mið-Austurlöndum. Stundum kom ég jafnvel fram fyrir hönd samtakanna og sá um sölu og kaup fyrir þau. Ég varð fulltrúi þeirra á Kúbu. Hvað viljið þér vita fleira?” spurði von Haaz ruddalega. Spurningunni var ekki svarað. Maðurinn studdi höndum á mjaðmir sér. Hann var skýrmæltur. „Kæri kviðdómur. Frammi fyrir yður stendur einhver ómerkilegasti maður jarðarinnar. Aðeins eitt er honum til gildis,” sagði hann og lagði áherslu á orð sín með því að lyfta hendinni, „og kannski til ógildis líka, hann er hreinskil- inn. Hann hefur sagt okkur trúlega frá lífi sínu og uppeldi. Hann er nasisti. Hann er morðingi og hefur sjálfur viður- kennt að hafa myrt þúsundir gyðinga. Hann er sadisti og lifir á eiturlyfja- smygli. Þið vitið öll að heróín er slæmt efni. Það er fíkniefni sem menn verða háðir við fyrstu neyslu. Þið vitið það af lesningu i blöðunum að meglararnir eru ekki lengur ómerkilegar hræður sem selja unglingum og jafnvel barnaskóla- börnum fíkniefni. Eitrið sem maðurinn, sem stendur frammi fyrir ykkur, selur er fiknilyf sem vegur að þjóðinni þar sem hún er veikust fyrir. Það eyðileggur lif barna okkar og við sitjum uppi með fjöl- mörg börn sem aldrei geta orðið góðir samfélagsborgarar þvi að þeim er varpað fyrir aldur fram út i fátækt, vændi og geðveiki. Þvi skuluð þið virða þennan mann vel fyrir ykkur,” sagði hann og benti ásakandi á Þjóðverjann. „Hugsið vel allt sem hann sagði við ykkur. Hugs- ið um börnin ykkar.” Hann leit aftur á hávaxna manninn og ræskti sig. „Skiljið þér að þér eruð sakaður um innflutning á heróíni til Bandaríkj- anna?” „Já,” svaraði von Haaz. „Og þér hafið sagt að þér séuð ekki sekur?” „Rétt.” „Þér teljið yður ekki sekan þó að þér hafið verið teknir með umtalsverð fíkni- efni í vörslum yðar?” „Ég hafði leyfi til að koma með slík lyf til Bandaríkjanna. Opinber stofnun stóðfyrir því." „Hvað .. .? Skiljið þér hvað þér eruð að segja?” „Já.” „Við hvaða stofnun eigið þér?" „C.I.A.” „Eigið þér við að C.I.A. hafi veitt yður heimild til að smygla heróíni til landsins?” „Já.” „Hvers vegna?” „Ég er fulltrúi C.I.A.” „Haldið þér að nokkur trúi orðum yðar? Hvernig getið þér sannað að þér séuð starfsmaður C.I.A.? Hvenær urðuð þér einn af fulltrúum þeirra?” Raddblær- inn lýsti vantrú og fyrirlitningu. „1960,”svaraði von Haaz rólega. „Hvernig mátti það verða?” „Ég sagðist hafa búið á Kúbu þá. Ég var einn landleysingjanna. Ég kunni hins vegar rússnesku. Ég þekkti Rússa sem unnu á Kúbu. C.I.A.-menn veittu því athygli. Sennilega hafa þeir eitthvað fylgst með mér.” „Áfram með yður.” „Að kvöldi til á bar í Havana kom til mín Kúbumaður. Hann sagðist vinna fyrir C.I.A. Ég sagðist álíta að ég væri hæfur til þjónustu hjá þeirri stofnun þar sem ég hefði verið í Sicherheitdienst,” sagði von Haaz hæðnislega. „Ég frétti ekkert frá manninum í nokkrar vikur en svo kom til mín Kúbumaður sem sagði mér að Bandaríkjamaður hefði áhuga á að tala við mig. Þá varð ég hræddur og var að hugsa um að fara ekki. Ég fór samt og sagðist ekki geta hugsað mér að vinna fyrir þá." „Hvað sagði þessi C.I.A.-maður?” „Ekkert sérstakt. Ég held að hann hafi farið fljótlega úr landi en hann kom aftur eftir hálfan mánuð. Hann sagði mér að þeir vissu allt um mig núna. Allt. Þeir ætluðu að gefa mér tækifæri. Ég átti að tala meira við Rússana og láta C.l.A. vita allt um athafnir þeirra, herlið þeirra, fjölda Rússanna og allar skipa- ferðir, annars ...” Von Haaz hikaði, „... annars segðu þeir gyðingunum allt um mig” „Hvenær var þetta?” „í ágúst 1960.” „Vitið þér hvað þessi Bandaríkja- maður heitir?" „Hann kallaði sig White þegar hann talaði viðmig.” „Hvernig blandast þetta inn í ólöglegt heróínsmygl?” „Það er auðvelt að skýra það. Ég bað C.I.A. um að greiða mér betur fyrir átján mánuðum. Ég hafði gert allt sem 28. tbl. Vikan 41
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.