Vikan


Vikan - 09.07.1981, Qupperneq 43

Vikan - 09.07.1981, Qupperneq 43
„Ég vissi að Rússar flugu aðallega yfir austurhluta eyjunnar.” „Hvar voru eldflaugarnar?” „Á suðurhlutanum.” „Fengu C.I.A.-menn þá aldrei að vita aðflaugarnar væru komnar?” „Nei, C.I.A. komst aldrei að komu þeirra,” endurtók von Haaz. Hann var sigri hrósandi og hakan skagaði ískyggi- lega mikið fram. Herðabreiði maðurinn laut fram og starði á Þjóðverjann. „Hvernig getið þér verið viss um það, Karl von Haaz?”spurði hann. Það ríkti grafarþögn. „Ég sagði þeim hvar þeir ættu að taka myndirnar,” svaraði von Haaz loksins. Maðurinn virtist ringlaður. „Ég skil yður ekki." „Ég var aðalnjósnari C.I.A. á Kúbu. Upplýsingar mínar höfðu reynst trú- verðugar. Þeir treystu mér. En ég vann fyrir Sovétríkin og sagði C.I.A. að senda vélarnar yfir miðhluta eyjunnar. Sovét- menn ætluðu að senda eldflaugarnar að vestasta hluta Kúbu, og þeir gerðu það, en C.I.A.-menn komust aldrei að neinu.” Von Haaz hikaði ögn en hélt svo áfram máli sínu: „Um leið og eldflaugarnar voru komnar á áfangastað og þeim hafði verið nægilega vel leynt i hellum átti ég að láta C.l.A. vita að nokkrar ME- flaugar væru komnar. Mér var veitt viðurkenning fyrir frammistöðu mína," sagði von Haazglottandi. „Gerðist þetta 1963?” Von Haaz kinkaði kolli. „Þann tutt- ugasta september,” svaraði hann. „Það var fundur hjá leyniþjónusturáði Banda- rikjanna fjórða október en það var ekki fyrr en fjórtánda október sem U-2 flaug- unum tókst að koma með góðar myndir af ME-flaugunum. Þær voru við San Christobel, um það bil hundrað milur í suðvestur frá Havana.” Von Haaz þagn- aði og leit á manninn fyrir framan sig. „Áfram með yður.” „Þér vitið allt annað. Þá stóð Kúbu- deilan sem hæst eins og Rússar höfðu róið öllum árum að. Þá leit víst allt út fyrir ósigur þeirra. Eldflaugarnar voru sendar aftur til Sovétrikjanna en þetta gerðist allt fyrir svo löngu og Rússarnir höfðu náð takmarki sínu. Aðeins ein eld- flaug af fimm var send til síns heima- lands. Áttatíu af hverju hundraði eru enn á Kúbu!” Van Haaz yggldi sig. Allir þögðu um stund. Þá gekk maður með nafninu Boris Zurotov til von Haaz. „Glæsilegt! Glæsilegt!” sagði hann hrifinn og tók i hönd Þjóðverjans. „Glæsilegur leikur en þú verður að muna eftir því að svona áttu aðeins að koma fram við réttarhöldin. Þú mátt segja eitt og annað við blaðamennina. Þeir ættu að verða hrifnir af þér. Vertu stærilátur og þá verða allir hrifnir af þér.” Zurotov ljómaði af hrifningu. „Já, Framhaldssaga von Haaz, já,” tautaði hann fremur við sjálfan sig en aðra, „þetta fer með þá. Þetta fréttist um alla landsbyggðina og hornsteinar lýðveldis þeirra hrynja.” Boris Zurotov sá þetta fyrir sér i hug- anum. „Svo fá þeir aldrei að vita hvort þetta er satt eða logið,” bætti hann brosandi við. Breiðar axlirnar sigu ögn. Hann andvarpaði. „Það hefur víst verið erfitt, von Haaz. Það hefur verið erfitt að fá þig til þessa.” „Alls ekki,” svaraði Karl von Haaz með sinum þýska hreim. „Kannski hefur mér þótt það verra en þér. Það er oft þannig. Þetta tekur meira á kennarann en nemandann.” Zurotov leit í kringum sig. Það var Fyrir réttri öld stofnaði Erlendur Magnússon gullsmióur gullsmíóaverkstæói sitt hér í Reykjavík, sem síöan hefur verió starfrækt óslitió fram til þessa dags, þó nafnaskipti hafi orðió á fyrirtækinu, fyrst Skrautgripaverslun Jóns Dalmannssonar, lengi á Skólavörðustíg, og nú Gullkistan Frakkastíg 10. Enn í dag vinnum viö silfur á íslenska þjóö- nbúninginn eftir mótun Erlendar Magnússonar og notum mörg af verkfærum hans. (gegnum tíöina höfum viö sérhæft okkur á íslensku kvensilfri, haldiö viö því besta og unnió ný mynstur í þjóólegum stíl. ..i.. ............ Tilyalið í gjafir til í slendinga er- lendis, f slendinga- félaga o. fi. Vekjum athygli á póst- þjónustu okkar. Silfursmíði í 100 ár SKRAUTGRIPAVERSLUN JÓNS DALMANNSSONAR Ojultkistan FRAKKASTÍG 10 SÍM113160 28. tbl. Vlkan 43
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.