Vikan


Vikan - 09.07.1981, Blaðsíða 44

Vikan - 09.07.1981, Blaðsíða 44
kalt úti en eini hitinn kom frá gömlum olíuofni, eina Ijósið frá tveim Ijóskerum á tréborðinu. Hann gekk að hrörlegum stól og sett- ist. Von Haazstóðenn á miðju gólfinu. „Sem betur fer er slikur tímamunur í Genf og Bandarikjunum að fréttirnar komast í fjölmiðla um leið og friðarráð- ■ stefnan hefst,” sagði Zurotov og kveikti sér í sígarettu. „Þá setja Sovétríkin fram úrslitakosti sína. Varanlegur friður með skilmálum Rússa eða gjöreyðilegging.” Hann hikaði en tautaði svo: „Þetta er glæsileg áætlun! En svo er það...” Maðurinn I horninu hóstaði og Zuro- tov þagnaði. Hann leit á Nogronsky og vissi að hann hafði verið of málglaður. Hannstóðupp. „Tvennt verð ég að segja að lokum, von Haaz,” sagði hann og leit á Þjóð- verjann. „Þú mátt ekki bregðast okkur.” Von Haaz hristi höfuðið eins og hann væri að blása reyk út um skorsteininn. „Vonandi skilurðu að hættan er mikil. C.I.A.-mennirnir eru engin fífl. Allt hefur verið gert til þess að þér takist að komast á áfangastað en það eru likur á því að þeim takist að drepa þig áður en svo verður. Skilurðu það?" Von Haaz kinkaði aftur kolli. Hanr var hinn rólegasti. Það leit næstum úi fyrir að honum leiddist. „Ég óska þér góðs gengis,” sagði Zurotov og gekk aftur til sætis. „Langar þig til að segja eitthvað?" spurði Zurotov Nogronsky. Sergei Nogronsky stóð á fætur. Risa- vaxinn líkami hans virtist fylla lítið her- bergið og höfuð hans nam við loftið. Hann gekk hægt í áttina til von Haaz og augnaráð hans var flöktandi. Skyndilega breyttist andrúmsloftið. „Þú mátt ekkert gera fyrr en ég læt til mín heyra en þá áttu að bregðast fljótt við.” „Auðvitað,” svaraði Þjóðverjinn. „Það hefur verið ákveðið að þú farir gangandi. Það verða kannski nokkrir bílar á götunni en þú gengur. Þeir bíða eftir þér Bandaríkjamegin við landa- mærin. Þeir vita að þú ert gangandi.” Sergei Nogronsky varð litið á Zurotov en síðan á von Haaz.„Ég er sammála Zurotov. Ég held að það hafi ekki komist upp um okkur. Láttu mig um C.I.A. ef til þess kemur. Þú mátt ekki reyna að verja þig því að þeir myndu aðeins myrða þig. Farðu bara yfir brúna og láttu mig svo um hitt. Skilið?” spurði Nogronsky hörkulega. „Ég get ekki séð hvernig ég ætti að verja mig óvopnaður,” svaraði von Haaz. „Gott,” tautaði Nogronsky. „Þá er þaðekki fleira.” „Það var nú eitt eftir,” greip von Haaz fram í fyrir Nogronsky og sá svíns- leg augu hans herpast saman. Hann sá að hann studdi hlemmslegum höndun- um á mjaðmirnar um leið og hann laut fram. „Var það eitthvað annað?” spurði Nogronsky. „Hvað um stúlkuna?” Nogronsky leit hörkulega á von Haaz. „Hvað um hana?” „Hún hélt að við gætum gifst þegar þessu væri lokið. Hún heldur að ég sé að stinga af til Amerikananna.” Von Haaz var þreyttur á framkomu Nogronskys. Það var hann sem átti að hefjast handa, ekki Nogronsky. Honum fannst hann eiga rétt á að vita allt um stúlkuna. „Hún kemst aldrei til Bandaríkj- anna,” svaraði Nogronsky kuldalega. „Nú!” hvíslaði von Haaz. „Einhver mótmæli?” spurði Nogronsky og virti hann vandlega fyrir sér. „Nei!” svaraði von Haaz ákveðinn. Honum létti á sinn hátt. Hann henti síg- arettunni á gólfið og steig á hana. Klukkan var sex þegar Karl von Haaz fór út. Klukkan sex á nýársmorgni og það var haglél. Stúlkan opnaði útidyrnar og gekk eftir stignum. Hana sveið í andlitið af gustin- um og henni var ískalt. Heimskauta- vindurinn blés að leggjum hennar eins og hann vildi sjúga fötin að líkama hennar. Hún krosslagði hendurnar um brjóst sér en það var til einskis. Það fór hrollur um hana. Hún leit niður veginn I dimmu desemberkvöldsins. Svo fór hún aftur inn í húsið. Gleraugun döggvuðust um leið og hún kom inn í forstofuna. Hún tók vasa- klút úr erminni á olífugrænu peysunni sinni og þerraði af þeim. Hún leit í spegil. i — Hún var hörundsfríð. Karl hafði sagt það. Hún minntist þess þegar hann sá hana I fyrsta skipti nakta. Þá stóð hann við rúmið hennar í París og starði á hana — bara starði og augu hans virtust drekka nektina I sig. Hún leit á hann og bjóst við einhverjum viðbrögðum. Þessi Veggsamstæður í miklu úrvali KM húsgögn Langholtsvegi 111, Reykjavík, símar 37010 — 37144. 44 Vllum M. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.