Vikan


Vikan - 09.07.1981, Page 47

Vikan - 09.07.1981, Page 47
Starfsfólk veitingahússins Arnarhóls. Tveir eigenda staðarins: Skúli Hansen og Guðbjörn Karl Ólafsson. Elisabet Kolbeinsdóttir var fjarstödd. Meðalverð þriggja rétta máltíðar með vini og kaffi var 212 krónur að kvöldi og lítið eitt lægra I hádegi. Fyrirhugaðir ódýrari hraðréttir i hádeginu voru ekki komnir til framkvæmda, þegar þessi grein var skrifuð. Matreiðslan á Arnarhóli fær niu i einkunn eins og i Nausti og er þá ekki nóg svigrúm til að taka tillit til frumleika Arnarhóls. Vinlistinn fær 10 i einkunn eins og á Loftleiðum og er þá ekkert svigrúm til að taka tillit til nákvæmara úrvals Arnarhóls. Þjónustan á Arnarhóli fær niu i einkunn eins og á Sögu og Loftleiðum, einum lægra en i Nausti. Og umhverfið fær loks níu í einkunn eins og i Nausti og Torfunni. Aðskilnaðarstefnan lyftir staðnum, en innra samræmi innréttinga er minna. Vegið meðaltal þessara einkunna gefur 91 stig eða hcildareinkunnina niu. Þar með er Arnarhóll fremstur meðal tveggja jafningja á tindinum. Naust fékk sömu einkunn. en á grundvelli 88 stiga. íslenskri veitingamennsku hefur farið hratt fram' L ^ Jónas Kristjánsson L_i 28. tbl. Vikan 47

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.