Vikan


Vikan - 09.07.1981, Side 63

Vikan - 09.07.1981, Side 63
Pósturinn komast í klúbbinn skulu skrifa bréf á ensku með upplýsingum um nafn, heimilisfang, aldur, kyn og áhugamál og það kostar ekkert. International Pen-Friends, P.O.Box 1000, Kealakekua, Hawaii, 96750 USA síðustu helgi fórum við D. á ball og þar var E. Hann hefur ekki reynt við aðra stelpu og var alltaf að reyna að láta atburði kvöldsins áður endurtaka sig. Ekkert gekk því ég vil ekki vera með honum. Ég skal ekki láta hann vinna mig eins og allar hinar þó það sé fyrirgefanlegt að skemmta sér með honum eitt kvöld . . . Nei annars, það þýðir ekkert að Ijúga að sjálfum sér. Ég hef skömm á sjálfri mér og er búin að missa alla sjálfsvirðingu. Það ganga kjaftasögur um mig. Ég er Itka búin að vera með einum algjörum aumingja sem grobbar af því að hafa klessukeyrt kaggann hans pabba síns og svo framvegis. Ég skammast mín svo og sjálfsálitið týnt og tröllum gefið. Ég vildi óska að ég vœri ófríðari og ætti ekki jafnauðvelt með að ná í stráka. En fyrirgefðu, Póstur, ég gleymdi alveg að útskýra af hverju ég er með öllum þessum strákum sem ég hef engan áhuga á. Ég er eins konar alkóhólisti á stráka, égget ekki neitað mér um þá! Ég reyni næstum því við hvaða strák sem er. Mér hefur stundum dottið í hug að það sé af minnimáttarkennd vegna þess hve ég var ófríð og illa vaxin, en það hefur lagast á stuttum tíma og mér fmnst alltaf gaman þegar horft er á mig með aðdáun. En aðalvandamálið er í sambandi við A., minn heitt- elskaða. Eftir að ég hafði reynt að gleyma honum í dálítinn tíma gafst ég upp. Ég bjóst við að fara á staðinn þar sem A. var í skóla um hvítasunnuna svo ég notaði fyrsta tækifæri til að hringja í hann og vita við hverju ég gæti búist frá honum. Kannski væri hann búinn að segja stelpunni upp og biði eftir tækifæri til að hitta mig, eða hvort hann væri búinn að gleyma mér. Jú, jú, ég hringdi og það svaraði lítil stelpa sem sagði að A. væri farinn heim til sín, það erfyrir sunnan, og að hún vissi ekkert hvar hann ætti heima eða símanúmerið hans. Ja sko! Hér sit ég með sárt ennið og það eina sem ég veit er að hann heitir A. ogá heima í bæ nokkrum fyrir sunnan . . . VÁ! Elsku Póstur, hvernig í ósköpunum á ég að finna hann? Ég hef aldrei komið í þennan bæ og fer kannski aldrei. Hvernig get ég komist í samband við hann? Ég sé hann kannski aldrei aftur. Aldrei er hræðilegt orð. Hvað get ég gert?? SOS . . . Maydav . . . Hjálp NAG P.S. Þú skalt ekki dirfast að minnast hálfu orði á feiri fiska í sjónum því ég er búin að fá nóg af þessum þorskum. Þú mátt stytta bréfið ef þú vilt. Pósturinn notfærði sér að hluta heimildina til að stytta bréfið með endursögn en treysti sér þó ekki til að sleppa neinu alveg úr. Ástin er eilift vandamál en hér verður að gera eitthvað i málunum. Það fyrsta sem þú verður að gera er að hætta að vera með D. Hér er um að ræða þitt líf og maður er ekki með öðrum bara af tómri góðmennsku. Fyrr eða síðar áttar D. sig á því að þú ert ekki hrifin af honum og þá getur honum sárnað miklu meir þvi honum finnst þá ef til vill að þú hafir verið að spila með hann. Segðu honum upp, ósköp varlega en þó ákveðið. Það verður auðvitað óþægilegt en þú hefur sjálf komið þér í þessa klípu og verður að losa þig úr henni. D. er ungur og jafnar sig áreiðanlega fljótt. En því fyrr því betra ef ekki eiga að verða tóm leiðindi út af öllu saman. Kjaftasögurnar skaltu ekki taka nærri þér. Það eru allir alltaf hreint að gera einhvern skrattann af sér og hver getur kastað steinum? En þar sem þér sjálfri er farið að þykja nóg um eigin framkomu er best að hægja dálítið á sér. Það er ekki nema eðlilegt að þú leitir fyrir þér og sért með mörgum strákum. En farðu varlega, notfærðu þér ekki aðra og láttu aðra ekki notfæra sér þig. Vertu ekki með strákum nema þig langi raunverulega til þess. En ástin mikla, hann A. Þú verður eiginlega að reyna að hafa uppi á honum. Hvernig væri að hringja eða skrifa á bæjarstjórnarskrifstofuna í bænum þar sem hann á lögheimili og vita hvort fólkið þar getur ekki grafið upp heimilisfangið, finna síðan simanúmerið og hringja svo í hann eða skrifa honum? Aldrei að segja aldrei er stundum sagt. Ef hann vill eitthvað með þig hafa þá svarar hann þér. Síðan gætirðu ef til vill skellt þér suður eða hann komið til þín. Annað eins hefur nú gerst. En ef hann hefur ekki áhuga ... þá verður aldrei víst að þýða aldrei. Pósturinn veit að þú ert nógu þroskuð til að sætta þig við mótlætið, þó ekki sé fyrr en í fulla hnefana. Ástarsorgin er ósköp leiðinleg en það er nú einu sinni svo að maður getur ekki alltaf fengið allt og þá er að taka þvi eins og manneskja. En vertu vongóð. 28. tbl. Vikan 63

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.