Vikan - 17.06.1982, Side 6
Landakynning: texti Hrafnhildur
Hefnd Moctezuma
Hvernig land er það sem tekur á móti gestum sinum með ráðleggingum
um hvernig bregðast skuli við „nefnd Moctezuma", hvenær hægt sé að
taka þátt í rauðvínskappdrykkju og hbernig beri að varast að vera hlunn-
farinn í kaupum á silfri?
Flestir eru sammála um að þetta sýni aðeins hluta af reynslu ferða-
mannsins i Mexíkó. Menn kynnast fljótt hinni hliðinni á þessu landi, sem á
engan sinn lika á sviðum fornminja, mannfræði og lista.
Myndrödin hér til hœgri sýnir höfði sem kallast ,,La Quebrada”.
skemmtiatriöi sem ferðamönnum í Þar steypa innfœddir sér niður í
Mexíkó er bodið að verða vitni að. þrönga vík og þó þetta sýnist sak-
Fyrir vestan Acapulco er 40 m hár leysislegt svona á mynd er þetta í
Mexíkó hefur alltaf verið sjálf-
sagður áningarstaður þeirra sem
heillast af dýrö og undrun hinna
fornu indíána sem byggðu þessar
slóðir. En nú hafa baðstrendurnar
einnig lokkaö til sín mikinn fjölda
ferðamanna svo Mexíkanar hafa
byggt upp aukna ferðamanna-
þjónustu nú síðustu ár.
Acapulco hefur verið einn vin-
sælasti áningarstaöur ferða-
manna um langt árabil. Þar er
ferðamannaiðnaöurinn rótgróinn
og alltaf mikið um að vera. Fyrir
utan að eyöa deginum í aö sleikja
sólskiniö og svamla í sjó eða sund-
laug gefst færi á öllum hinum
heföbundnu skemmtunum sólar-
stranda, hvort sem freistar feröa-
mannsins meira að láta hraðbát
draga sig á sjóskíöum út um allan
sjó eða svífa um í fallhlíf sem
dregin er af sams konar bát.
Einnig er hægt að fara í
skoðunarferðir í bát með gler-
botni. Þá er sjávarlífið skoöað og
annað það sem leynist í undirdjúp-
unum. Eitt af því sem allir ferða-
menn sjá er skríniö fræga.
Sjómenn og kafarar signdu sig
ætíð er þeir sigldu fram hjá
skríninu sem er helgaö „Meynni
frá Guadalupe”. Hún er verndar-
dýrlingur landsins og reyndar
einnig tilbeðin í allri Rómönsku
Ameríku.
Fyrir utan hótelin er stöðug
dagskrá. Konur kenna ferða-
löngum að mála leirmuni. Hattar
eru fléttaðir úr sefgrasi og skjald-
bökukapphlaup er í fullum gangi.
Veðmálin ganga á víxl. Einnig er
hægt að læra að búa til pappírs-
blóm eða fara í kapp við innfædda
um hver sé fyrstur til að klára úr
einum rauðvínskút. Eða tveimur!
Við Kaliforníuflóann og Yuca-
tán-skaga rísa nú heilu borgirnar
með öllum þeim þægindum sem
ferðamaðurinn óskar sér. Á Yuca-
tán eru merkar fornminjar sem
sjálfsagt er að skoða á milli þess
sem hægt er að njóta sólarinnar og
baöstrandalífsins. Þar ríktu may-
arnir sem byggðu margar fallegar
borgir. Ein þeirra, Chichen Itza,
hefur varðveist mjög vel. Þar er
meðal annars „Musteri stríös-
mannanna og hinar þúsund
súlur”. Súlurnar eru reyndar
aðeins 360 en þegar Spánverjarnir
litu þessi undur fannst þeim þær
skipta þúsundum.
En það þarf ekki aö fara
lengra en til Mexíkó-borgar til að
sjá dýrgripi sem eiga sér enga
líka. Borgin var stofnuö árið 1325,
nær tveimur öldum áður en
spænski hershöfðinginn Hernam
Cortés og menn hans ruddust með
ránshendi inn í borgina. Hún hét
þá Tenochtitlán. Sagan segir að
aztekarnir hafi í mörg ár leitaö að
tákni: erni með slöngu í nefinu
sitjandi á kaktus, og þar sem þaö
fyndist skyldi borg þeirra rísa.
Einn dag árið 1325 sáu þeir
táknið úti á eyju á miöju vatninu
Texacoco. Þar byggöu þeir höfuð-
borg sína. Þeir þurrkuðu upp land-
svæði, grófu skurði og stækkuðu
stöðugt borgina. Spænsku innflytj-
endurnir og náttúran sáu svo um
aö ljúka við verkið. Nú stendur
Mexíkó-borg á „þurru” landi, þó
margar byggingar séu að því
komnar að sökkva niður í eöjuna.
Byggingalist Mexíkana er á
mjög háu stigi og hafa þeir verið
óhræddir við að reyna nýjar leiðir.
I Mexíkó-borg blandast gamlar og
nýjar byggingar. Þeim sem áhuga
hafa á byggingalist finnst þeir
hvergi í heiminum upplifa and-
stæður svipaðar þessum þar sem
einstæðar fornminjar og nýtísku-
leg byggingalist haldast í hendur.
En hin hliðin á Mexíkó er ekki
svona fögur: Mikill munur er á
ríkum og fátækum. Innfæddir
sitja á mestu olíuauölindum í
heimi og stöðugt er á dagskrá
stjórnvalda aö vinna að því aö
bæta lífsskilyrði og menntun
hinna fátækustu sem eru lang-
stærstur hluti þjóðarinnar. En
umbæturnar ganga ósköp hægt
eins og reyndar allt mannlíf í
Mexíkó. Sagt er að í eina skiptið
sem innfæddir sýna stundvísi sé
þegar vinnudeginum er lokið og
tími til kominn að halda heim! En
einkennandi fyrir íbúa Mexíkó er
vingjamleiki og góðvild. Þeir
brosa og færu aldrei að móðga
ferðamann með því að leiðrétta
spænskuna hans. Þeir myndu
heldur vísa bandvitlaust til vegar
en aö sýna þann dónaskap að
skilja hann ekki!
I Mexíkó-borg er fornminja-
safnið „Museo nacional de
Antropologia” sem geymir
margar merkar minjar. Þar er
meðal annars varðveittur hinn
frægi Azteca-steinn sem sýnir
ekki aðeins tímatal aztekanna
heldur er einnig gerður til dýrðar
sólinni. Sólin er táknuð í miöjum
hringnum og beggja vegna eru
höfuð sem halda á hjörtum mann-
anna, undirstöðu lífsins. I safninu
er einnig að finna eftirlíkingu af
hinu fræga fjaðraskrauti sem var
eins konar kóróna Moctezuma,
höfðingja aztekanna. Eftir
hernám Spánverja sendi Cortés
hershöfðingi hinn. upprunalega
höfuðbúnað til Spánar en þaðan
fór hann til Vínarborgar þar sem
hann er varöveittur á safni.
Þegar ferðalangurinn hefur
fengið nóg af röltinu um safniö
tekur lífið á götunum við. Gítar-
leikarar standa á öllum götu-
hornum og spila eldheita ástar-
söngva. Aðalvettvangur verslunar
og viðskipta eru göturnar. Ferða-
langarkaupa mikiö af leirmunum,
ofnum ábreiðum, afsteypum af
fornminjum og aðra minjagripi.
En þeim er sérstaklega bent á aö
athuga vel sinn gang í kaupum á
silfri. Það þarf að gæta vel að eigi
maður ekki að vera hlunnfarinn í
þeim viðskiptum. Eina leiðin til að
forðast slíkt er að gæta aö stimpl-
inum „925” sem á að vera á öllum
silfurhlutum. Það er opinber
gæöastimpill sem segir að hlut-
urinn sé 92,5% silfur.
Það er fleira sem ferða-
langurinn er varaður við þegar
hann dvelur í Mexíkó. „Hefnd
Moctezuma” er nokkuö sem allir
forðast, en svo kallast heiftarleg
matareitrun á máli hinna
innfæddu. Moctezuma hét höfö-
inginn sem ríkti þegar Spánverjar
6 Vikan 24. tbl.