Vikan - 17.06.1982, Blaðsíða 7
raun iþrótt sem krefst mikillar
nákvæmni. Dýfingamaðurinn
signir sig i bak og fgrir við lítid
altari og bíður síðan eftir réttu
stundinni. Þegar aldan skellur inn í
víkina stegpir hann sér niður og
þegar í Ijós kemur að hann er á lífi
varpar mannfjöldinn öndinni léttar
og tekur myndir í gríð og erg.
Dýfingamaðurinn berst út með
öldunni, klífur síðan upp klettinn
og sækir laun sín, 10 peso fyrir
stökkið.
hernámu landið. Hann tók ákaf-
lega vel á móti „gestum” sínum,
gaf þeim gull og græna skóga og
veitti vel af mat og drykk. En
hann heföi betur látið gestrisnina
sigla lönd og leið því þegar Spán-
verjar sáu gullið og gersemarnar
blossaði græðgin upp í þeim og
þeir ákváðu að finna uppsprettu
auðæfanna. Þeir höfðu því ekki
dvaliö lengi í húsum Moctezuma
þegar þeir handtóku hann og
hnepptu hina stoltu þjóð hans í
ánauð.
Eina leiðin til að forðast hina
grimmilegu hefnd Moctezuma” er
aö forðast að kaupa ferska ávexti
og aðra matvöru á götum úti. Ekki
boröa rétti þar sem notaður er
hrár fiskur, vatnið má alls ekki
drekka og forðast þarf veitinga-
staði fyrir hina innfæddu þar sem
áhöld eru um hvort fyllsta hrein-
lætis sé gætt.
Bílamenningin er heill kafli út
af fyrir sig og hreinlega rann-
sóknarefni. Hún er á frumstæðu
stigi og algengustu bílateg-
undirnar eru ýmsar bandarískar
tegundir. Algengustu árgeröirnar
eru á bilinu 1950—1965. Skýringin
á þessum aldraða bílaflota lands-
manna kann að vera sú aö það er
stundað að hiröa gamla bíla úr
bílakirkjugöröum í Bandaríkj-
unum og er þeim síöan smyglað
með góðum árangri yfir landa-
mærin. Yngsta bílategundin sem
sést er tvímælalaust gamla góða
Fólksvagentegundin „Bjallan”. í
Mexíkó er nefnilega ein af fáum
samsetningarverksmiðjum heims
fyrir þá tegund.
Nálægt Mexíkó-borg, í um 50
kílómetra fjarlægð, er hægt aö
ganga um „Stræti hinna dauðu”
og virða fyrir sér rústir Teoti-
huacán, hinnar dularfullu borgar
frá gullöld forfeðra Mexíkana.
Fyrir um það bil 1500 árum, þegar
flestarborgirEvrópu voru ofvaxin
þorp, gæti Teotihuacán hafa verið
ein stærsta borg í heimi. Hægt er
að panta skoðunarferð frá flestum
hótelum í höfuðborginni. Yfirleitt
fær ferðalangurinn þá „einkabíl”
(einn af þessum gömlu banda-
rísku) og bílstjóra til umráöa og
sér bílstjórinn um leiðsögnina.
Þegar að pýramídunum er komið
geta menn valiö hvorn þeir vilja
klífa, „Tunglpýramídann” eða
„Sólarpýramídann”. Sá síðar-
nefndi er stærri, 64 metra hár, og
þrepin upp eru alls 725. Á kvöldin
er hann upplýstur og þykir hin
fegursta sjón. Þeir ferðamenn
sem ekki eru heilir fyrir hjarta
ættu að fara mjög varlega eða láta
sér nægja að horfa á þessi
byggingarundur neðan frá. Talið
er að elstu pýramídarnir séu frá
1500 f. Kr. og elstu menjar sem
fundist hafa inni í þeim séu um
2000 árum eldri.
Olíkt egypsku pýramídunum
eru þeir mexíkönsku flatir að
ofan. Skýringin á því er sú að þeir
voru undirstöðubygging. Uppi á
þeim stóðu hof til forna þar sem
þrælum, stríðsföngum og öðrum
var fórnað á altari guðanna. Talið
er að við slíkar athafnir hafi
þúsundir manna horft á prestana
framkvæma fórnirnar, en
prestarnir voru hástétt á þessum
tíma og fórnin listræn athöfn. Nú
aftur á móti eru það sölumenn-
Ég er ekki meö neitt tollskylt.
Ég ætljt-að skipta
dollurum/pundum
Takið þið vió ferðatékkum ?
Ég ætla aðfá...
Tveggja manna/
eins manns herbergi
Hvarer. . . sendiráðið?
irnir sem ráða ríkjum uppi á pýra-
mídunum og pranga inn á feröa-
inenn alls kyns minjagripum og
svaladrykkjum. Litlir innfæddir
strákar hlaupa stööugt upp og
niður hin 725 þrep með ísklumpa
svo gosið haldist nú kalt fyrir
feröamennina!
Það er enginn vafi á því að þeir
sem hafa áhuga á list, fornleifa-
fræði og mannfræði, geta dvalið
langtímum saman í Mexíkó án
þess að komast yfir allt sem þar er
aö finna. Þeir sem hafa áhuga á
baðstrandarlífi, stórborgarlífi eða
útiveru ættu einnig að geta átt þar
ógleymanlegar stundir. Sumir
segja að tímaskortur sé það eina
sem geti komiö í veg fyrir að fólk
fari fyllilega ánægt heim eftir
dvölina þar. k ■
No tengo nada que declarar.
Quiero cambiar
dólares/libras.
Acepta ustedcheques de viajero?
Quisiera. . .
Una habitación
doble/sencilla.
Dónde está la embajada . . .?
UPPL ÝSINGAR: Þjónustugjald er yfirleitt 10—15%.
Gott er að kunna einstakar setning'ar, eins og . . .
24* tbl. Vikan 7