Vikan


Vikan - 17.06.1982, Blaðsíða 7

Vikan - 17.06.1982, Blaðsíða 7
 raun iþrótt sem krefst mikillar nákvæmni. Dýfingamaðurinn signir sig i bak og fgrir við lítid altari og bíður síðan eftir réttu stundinni. Þegar aldan skellur inn í víkina stegpir hann sér niður og þegar í Ijós kemur að hann er á lífi varpar mannfjöldinn öndinni léttar og tekur myndir í gríð og erg. Dýfingamaðurinn berst út með öldunni, klífur síðan upp klettinn og sækir laun sín, 10 peso fyrir stökkið. hernámu landið. Hann tók ákaf- lega vel á móti „gestum” sínum, gaf þeim gull og græna skóga og veitti vel af mat og drykk. En hann heföi betur látið gestrisnina sigla lönd og leið því þegar Spán- verjar sáu gullið og gersemarnar blossaði græðgin upp í þeim og þeir ákváðu að finna uppsprettu auðæfanna. Þeir höfðu því ekki dvaliö lengi í húsum Moctezuma þegar þeir handtóku hann og hnepptu hina stoltu þjóð hans í ánauð. Eina leiðin til að forðast hina grimmilegu hefnd Moctezuma” er aö forðast að kaupa ferska ávexti og aðra matvöru á götum úti. Ekki boröa rétti þar sem notaður er hrár fiskur, vatnið má alls ekki drekka og forðast þarf veitinga- staði fyrir hina innfæddu þar sem áhöld eru um hvort fyllsta hrein- lætis sé gætt. Bílamenningin er heill kafli út af fyrir sig og hreinlega rann- sóknarefni. Hún er á frumstæðu stigi og algengustu bílateg- undirnar eru ýmsar bandarískar tegundir. Algengustu árgeröirnar eru á bilinu 1950—1965. Skýringin á þessum aldraða bílaflota lands- manna kann að vera sú aö það er stundað að hiröa gamla bíla úr bílakirkjugöröum í Bandaríkj- unum og er þeim síöan smyglað með góðum árangri yfir landa- mærin. Yngsta bílategundin sem sést er tvímælalaust gamla góða Fólksvagentegundin „Bjallan”. í Mexíkó er nefnilega ein af fáum samsetningarverksmiðjum heims fyrir þá tegund. Nálægt Mexíkó-borg, í um 50 kílómetra fjarlægð, er hægt aö ganga um „Stræti hinna dauðu” og virða fyrir sér rústir Teoti- huacán, hinnar dularfullu borgar frá gullöld forfeðra Mexíkana. Fyrir um það bil 1500 árum, þegar flestarborgirEvrópu voru ofvaxin þorp, gæti Teotihuacán hafa verið ein stærsta borg í heimi. Hægt er að panta skoðunarferð frá flestum hótelum í höfuðborginni. Yfirleitt fær ferðalangurinn þá „einkabíl” (einn af þessum gömlu banda- rísku) og bílstjóra til umráöa og sér bílstjórinn um leiðsögnina. Þegar að pýramídunum er komið geta menn valiö hvorn þeir vilja klífa, „Tunglpýramídann” eða „Sólarpýramídann”. Sá síðar- nefndi er stærri, 64 metra hár, og þrepin upp eru alls 725. Á kvöldin er hann upplýstur og þykir hin fegursta sjón. Þeir ferðamenn sem ekki eru heilir fyrir hjarta ættu að fara mjög varlega eða láta sér nægja að horfa á þessi byggingarundur neðan frá. Talið er að elstu pýramídarnir séu frá 1500 f. Kr. og elstu menjar sem fundist hafa inni í þeim séu um 2000 árum eldri. Olíkt egypsku pýramídunum eru þeir mexíkönsku flatir að ofan. Skýringin á því er sú að þeir voru undirstöðubygging. Uppi á þeim stóðu hof til forna þar sem þrælum, stríðsföngum og öðrum var fórnað á altari guðanna. Talið er að við slíkar athafnir hafi þúsundir manna horft á prestana framkvæma fórnirnar, en prestarnir voru hástétt á þessum tíma og fórnin listræn athöfn. Nú aftur á móti eru það sölumenn- Ég er ekki meö neitt tollskylt. Ég ætljt-að skipta dollurum/pundum Takið þið vió ferðatékkum ? Ég ætla aðfá... Tveggja manna/ eins manns herbergi Hvarer. . . sendiráðið? irnir sem ráða ríkjum uppi á pýra- mídunum og pranga inn á feröa- inenn alls kyns minjagripum og svaladrykkjum. Litlir innfæddir strákar hlaupa stööugt upp og niður hin 725 þrep með ísklumpa svo gosið haldist nú kalt fyrir feröamennina! Það er enginn vafi á því að þeir sem hafa áhuga á list, fornleifa- fræði og mannfræði, geta dvalið langtímum saman í Mexíkó án þess að komast yfir allt sem þar er aö finna. Þeir sem hafa áhuga á baðstrandarlífi, stórborgarlífi eða útiveru ættu einnig að geta átt þar ógleymanlegar stundir. Sumir segja að tímaskortur sé það eina sem geti komiö í veg fyrir að fólk fari fyllilega ánægt heim eftir dvölina þar. k ■ No tengo nada que declarar. Quiero cambiar dólares/libras. Acepta ustedcheques de viajero? Quisiera. . . Una habitación doble/sencilla. Dónde está la embajada . . .? UPPL ÝSINGAR: Þjónustugjald er yfirleitt 10—15%. Gott er að kunna einstakar setning'ar, eins og . . . 24* tbl. Vikan 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.