Vikan


Vikan - 17.06.1982, Page 30

Vikan - 17.06.1982, Page 30
Texti: Árni Daníel „ERUMEKKINÝBYLGJU- HLJÓMSVEIT" Nýjar bylgjur frá Fræbbblunum I litlu húsi bak viö Morgunblaös- höllina var viötaliö tekiö. Ástæöa: Ný LP-plata meö Fræbbblunum. Poppþéttar melódíur í rokkréttu samhengi/í kjölfar komandi kynslóöa/Fræbbblarnir munu landiö erfaheitir platan. — Heföi ekki eitt nafn nægt? — Viö fundum ekkert eitt nafn sem við vorum ánægöir meö svo við ákváöum að hafa þrjú. Platan fær umsögn eöa dóm eöa eitt- hvaö slíkt annars staöar á síöunni, sjá þaö. Hún sýnir fram á mótsögn í hug- myndum margra um Fræbbblana. Þrátt fyrir aö margir hafi talið hljóm- sveitina lélega, meölimina slæma hljóðfæraleikara og svo framvegis hefur hljómsveitin alltaf veriö mjög melódísk, reyndar sú melódískasta af nýju íslensku hljómsveitunum. Fræbbblarnir semja vel uppbyggö popplög sem er meira en hægt er aö segja um ýmsar aðrar hljómsveitir. Þeim mun undarlegri er sú fæö sem ýmsir hafa lagt á hljómsveitina hingaö til. Þaö gæti breyst eftir nýju plötuna. I Fischersundinu eru allir Fræbbbl- arnir staddir, Valli söngvari, Stebbi trommuleikari, Steinþór bassaleikari, Kiddi gítarleikari og Hjörtur Howser hljómborösleikari. Þrír þeir fyrst- nefndu hafa mótaö Fræbbblahljóminn, sérkennilegt samband popps og pönk- rokks. Kiddi og Hjörtur eru tiltölulega nýbyrjaöir, sérstaklega Hjörtur. Þeir leggja áherslu á aö Fræbbbl- arnir séu ekki nýbylgjuhljómsveit. — Viö erum fyrst og fremst popp- rokkhljómsveit. Viö viljum segja skiliö viö nýbylgjuhugtakiö, viö spilum okkar eigin músík en fylgjum ekki tísk- unni. Fræbbblarnir segjast halda aö ef þeir heföu byggt upp ákveöna ímynd heföu þeir náö lengra. Ég spyr hvort þeir hafi ekki einmitt mjög ákveöna ímynd? 30 Vikan 24. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.