Vikan


Vikan - 17.06.1982, Qupperneq 36

Vikan - 17.06.1982, Qupperneq 36
Höfundur: Berre Davis. Teikningar eftir Ragnhildi Stefánsdóttur. FJÖGURRA DAGA MARTRÖÐ Saga um ást, peninga, mannvonsku og morð. / \ egar ég vaknaði aftur var kolsvartamyrkur í herberginu. Mér fannst eins og ég heföi sofið í marga daga og höfuðverkurinn, sem ég haföi verið með, var horfinn. Hugurinn reikaöi aftur til þessara hræðilegu augnablika úti í vatninu en ég reyndi að víkja hugsuninni frá. Ég mátti alls ekki um þetta hugsa, síst nú þegar ég var ein. Ég rétti fálmandi út höndina til þess að kveikja á lampanum en fann ekki hnappinn. Á sömu stundu heyrði ég eitt- hvað hreyfast í herberginu. Létt fótatak einhvers sem læddist nær. Ég settist upp skelfingu lostin og reyndi að þrýsta mér eins langt upp í horniö á rúminu og ég gat. Hver er þetta? Oröin urðu til í heilanum en urðu ekki annað en veikt hvísl. Mér til varnar rétti ég fram hendurnar í örvæntingar- fullri tilraun til þess að verja mig en á næsta augnabliki kastaði stór og loðinn líkami sér yfir mig og áköf tungan fór að sleikja hendurnar á mér. Warrior! Kjökr- andi gróf ég andlitið í feld hans. Mér létti svo sannarlega. Einhver — William — haföi látið sér detta í hug að ég kynni að vakna um nótt- ina og verða einmana og hafði þess vegna skilið Warrior eftir hjá mér. „Nú skulum við vita hvort við finnum ekki kveikjarann,” sagði ég og hann svaraði með því að sleikja mig í framan af mikilli vinsemd. Það var rétt til getið hjá mér. William haföi sett Warrior inn til mín um kvöldið. „Svo að ungfrúin yrði ekki ein- mana,” útskýrði frú Patterson þegar hún kom upp með morgun- verðarbakkann. Hún hristi höfuöið neitandi þeg- ar ég spuröi hvort eitthvað nýtt væri að frétta af frú Manville. „Þau höfðu samband við frönsku lögregluna í gærkvöldi,” sagði hún svo. Þegar ég var búin að borða fór ég fram úr en var svolítið völt á fótunum. Ég hitti William og Susan í bókasafninu. Sólin streymdi inn í gegnum háa glugg- ana og dansaði gáskafull á mynd- inni af Ross. Ég vísaöi á bug öllum mótmælum þeirra um aö ég færi á fætur. „Það er engin hætta með mig og þegar ég er búin að þvo mér um hárið verð ég eins og nýsleginn tú- skildingur. En ég er því miöur ekki með sjampó með mér. Kannski þú...?” Ég leit spyrjandi til Susan. „Mikil ósköp,” sagði hún fljót- mælt. „Annars er ég með miklu betri uppástungu. Við hringjum í ungfrú Caroline sem ekur hér um og greiðir fólki eftir pöntun og er þar að auki hreint furöuverk. Hún getur að minnsta kosti haft ofan af fyrir þér smástund. Löngu síðar átti ég eftir að minnast þessara oröa hennar sem höfðu verið sögð án þess aö nokk- uð sérstakt lægi að baki. En þessa stundina hugsaöi ég ekki um annað en það sem ég varð að spyrja William um. Ég leit undan, þegar hann horfði á mig, og ég fann að mér hitnaði í kinnum þeg- ar ég minntist þess að hann hafði kysst mig kvöldið áðiír. Koss án þess að hugsunin um Ross kæmist þar nokkurs staðar nærri... Það var eins og hann hefði ein- hverja hugmynd um hvað ég var að hugsa og rétti út höndina í átt- ina til mín. Snertingin eins og hleypti heitum straumi í gegnum líkamann. „Komdu og sestu niður,” sagði hann biðjandi. „Viltu ekki fá þér svolítiö meira kaffi?” Ég hristi höfuðið yfir hversdags- legum og meiningarlausum orð- um hans og settist niður við hlið- ina á honum í plussklæddan sóf- ann. „Þú hefðir samt ekki átt að fara strax á fætur,” sagði hann áhyggjufullur. „Þú verður að fara varlegar, Kristy.” „Þaö var nú einmitt það sem ég ætlaði að tala um,” sagði ég um- svifalaust og velti fyrir mér hvort angistin yrði til þess aö röddin hljómaði hátt og hvellt eða hvort mér fyndist þetta bara sjálfri. „Ég datt ekki í vatnið í gær,” sagði ég. „Einhver hrinti mér og það aö yfirlögðu ráöi. Ég er að reyna að ímynda mér, hver það hef ur verið og hvers vegna ? ’ ’ „En....” Susan glápti á mig eins og naut á nývirki. „Það er stór kúla á hnakkanum ámér,”bætti ég við. Hendur Williams struku varlega eftir hnakkanum. „Við hefðum 36 Vikan 24- tbl.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.