Vikan


Vikan - 17.06.1982, Qupperneq 43

Vikan - 17.06.1982, Qupperneq 43
________________________________Þýð.: Anna leika sér við stelpur ekki einu sinni þegar ég dúndr- aði boltanum beint í hausinn á henni. Ég skoraði líka. Ætlarðu þá að gefa mér tíkall, frændi? — Til hvers? — Bara. — Það er ekkert svar. — Ég ætlaði að kaupa lakkrís handa okkur Gullu. Hann var kominn inn á háska- braut þarna. Að ætla að fara að kaupa lakkrís í óhófi handa stelpuskjátu sem hann þekkti ekki neitt, og það maður á hans aldri. Hann hafði hingað til haldið því fram að stelpur væru asnalegar og þýddi ekkert að leika sér við þær. Það var viðhorf sem hann ætti með réttu lagi að hafa í mörg ár enn. Þegar farið er að ausa fé yfir stúlkubörn vill það verða að vana. Síðan koma bíó- miðarnir, þá diskótekin, svo leigubílarnir og svo búast þær við að fá bæði blóm og konfektkassa og svo er það trúlofunarhringur- inn, nú og svo brúðkaupsferð, peningar til heimilishaldsins, nýir kjólar, nýr pels, nýtt í tíma og ótíma... í stuttu máli sagt: rúllettuhjólið er komið af stað, svikamyllan malar gull og maður slítur sér út við að verða við öllum þeim kröfum sem gerðar eru til manns og uppfylla óskir um glys og fánýtt glingur — sem ekki er hægt að komast af án. Það voru varla liðnar nema örfáar klukku- stundir síðan Maríanna hafði haft út úr mér mörg hundruð krónur, til heimilisins, sem ég hafði ætlað í veiðiútbúnað. — Nei, sagði ég ákveðinn. Stráksins sjálfs vegna. — Fæ ég þá sem sagt engan tíkall? — Nei, sagði ég, skilurðu það ekki? — Jú, jú, maður má víst spyrja. En það er svo sem sama. Hann gekk að dyrunum dálltið daufur í dálkinn. Ég benti honum að koma til mín. — Þú ert ekki nógu gamall til að skilja hvers vegna ég segi nei, sagði ég til skýringar, því ég er góður frændi, og lagði handlegg- inn hughreystandi yfir axlirnar á honum, — en þetta er þér fyrir bestu, drengur minn. Ef ég gef þér peninga núna fyrir gjöfum handa Gullu þá eru hjólin farin að snúast áður en þú veist af. — Hvaða hjól? Ég sagði bara að Gulla væri miklu klárari en Kalli og Halliog.... — Ef hún er svona klár skaltu bara hlaupa út og fara að leika þér við hana aftur. Hann hljóp út og hristi um leið höfuðið yfir þessum mjög svo takmarkaða frænda sínum, það er að segja mér. Tíu mínútum seinna þurfti ég að skreppa út I bílskúr. Viggó litli sat þar á spánnýju telpna- reiðhjóli með fótbolta í fanginu og úðaði í sig lakkrís. — Fékkstu peninga hjá frænku þinni? sagði ég í yfir- heyrslutón og var býsna byrstur. — Neipp! — Hvar fékkstu lakkrísinn? — Hjá Gullu! Hún fór líka heim til sín til að biðja um pen- inga. Ég sagði að ég myndi ekki leika við hana nema hún gæfi mér lakkrís! Ég klappaði honum stoltur á kollinn um leið og ég gekk fram hjá honum. Hann var greinilega ekki glataður enn. Hollendingarnir vita hvað biómin viija Þess vegna framleiða þeir POKON blóma- áburð og CHRYSAL nœringu fgrir afskornu blómin POKON fœst í öllum blómabúðum Einkaumboð ESJAs Umboðs- og heildverzlun Reykjanesbraut 12. Sími 26020. 24. tbl. Vlkan 43
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.