Vikan


Vikan - 17.06.1982, Side 50

Vikan - 17.06.1982, Side 50
Eldhús Vikunnar Unghænur (að hætti Ingu) 3 fremur litlar unghænur 1 stór laukur með tveim negulnöglum í 3—4 stórar gulrætur steinselja, thymian, láviðarlauf og fleira krydd úr skápnum, að smekk Tilreiðsla: Setjiö allt kryddið í grisju og bindiö fyrir. Sjóöið um 2 lítra af söltuöu vatni (eða 1 lítra af vatni og 1 hvítvínsflösku). Bútið unghænurnar niður og sjóðið þær í 2 klukkustundir. Sósan: 1 lítri af soðinu af unghænunum 11/2 dós af sveppum 6—7 matskeiðar hveiti 50 grömm smjör 3 eggjarauður 1/2 desilítri af rjóma Tilreiðsla: Búiö til smjörbollu úr hveitinu og smjörinu. Fleytið feitina af soöinu og jafnið soðinu og sveppa- vökvanum saman við smjörbolluna. Látið sjóða í nokkrar mínútur. Hræriö hluta af sósunni saman við eggjarauðurnar og þeyttan rjómann. Þeytið síðan allt saman. Berið unghænurnar fram ásamt snittubrauði, soðnum hrísgrjónum og hrásalati. Spergill með osti 600 g spergill salt og sykur eftir smekk 400 g smjör eöa smjörlíki 11/2 kúfuð msk. hveiti 11/2 kúfuð msk. hveitiklíð 1 dl mjólk hvítur pipar múskat tvö lítil egg ldl rjómi 50 g rifinnostur 2 sneiðar soðin skinka Þerrið spergilinn og skerið hann í 10 sm langa bita. Bræðið smjörlíkið í potti, hellið hveiti og hveitiklíði saman við. Hrærið og vætið með mjólkinni þar til deigið er samfellt og losar sig frá pottinum. Látið kólna dálitla stund. Bætiö í græn- meti, rjóma og rifnum ostinum. Að lokum er stífþeytt eggjahvítan sett varlega saman við. Þriðji partur af deiginu er settur í fremur grunnt, eldfast form. Sperglinum er raðað á og afgangur- inn af deiginu settur þar yfir. Bakað ca 40 mín.við 200° C. Skreytt með skinku-spergilrúllum eða með vel steiktum skinkuræm- um. Sunnudagur í sveitinni 1 kílódós spergill salt og sykur eftir smekk 100—150 g ný súrublöð (til dæmis hundasúra) 1 sjalottlaukur 25 g smjör rúmlega 1/2 dl rjómi hvítur pipar tvö stór egg 1 hvítlauksrif 125 g rækjur (eða krabbi), helst ekki úr dós lcl koníak Þerrið spergilinn. Þvoið hundasúrurnar, þerrið þær og hakkið. Bræðið helminginn af smjörlíkinu í potti og kraumið fínskorinn sjalottlaukinn þar í. Blandið súrunum vel saman við. Látið rjómann út í og hræriö stöðugt í 10 mínútur eða þar til hræran verður þykk. Saltið og piprið. Sjóðið eggin í fjórar mínútur. Brytjið hvítlaukinn. Brúnið hann í afganginum af smjörlíkinu og veiðið hann síðan upp úr. Kraumið rækjuna (eða krabbann) í 3—4 mínútur — ekki brúna. Kveikið í koníakinu og hellið yfir. Raðið sperglinum á fat. Hellið rækju- (krabba) hrærunni yfir. Hellið súruhrærunni til hliðar og skreytið með sneiddum eggjum. Þrjár sósur á soðinn spergil 1. Sherry Vinaigrette 6 msk. þurrt sérrí 2 — rauðvínsedik 4 — matarolía 1 stk. sjalottlaukur 1 msk. hökkuð pétursselja og kerfill Öllu blandað saman, bragðbætt eftir smekk með pipar, salti og sykri. 2. Jurta-kremsósa 1 msk. salatmajónes 11/2 dl jógúrt (hrein) 1/2 fínhakkað epli 2 msk. hökkuð pétursselja og kerfill 2 tsk. sítrónusafi Öllu blandað saman, bragðbætt eftir smekk með pipar, salti og sykri. 3. Pólsk sósa 1 harðsoðið egg 50 g smjör 4 msk. brauðrasp 1 msk. hökkuð pétursselja skvetta af sítrónusafa Hakkið eggjahvítuna og brauðraspið í smjörinu. Blandið þessu saman ásamt péturs- selju og sítrónusafa. Bragðbætið með salti og pipar. Með þessum sósum er gott að hafa skinku, nýbakað snittubrauö og þurrt hvítvín. 50 Vikan 24. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.