Vikan - 16.09.1982, Síða 6
sem við vildum ekki farga. Við
fluttum hanu aðeins til og nú er
hann miðpunktur í lundinum í
neðri garðinum. Fyrir neðan hann
gróðursettum við „geitla”-hvönn,
sem er frekar fáséð jurt. Hún er
talin góð jurt í grasalyf. Við höfum
reynt að hafa sem mest af íslensk-
um jurtum og fengið þær meðal
annars hjá vinum og vandamönn-
um. Við byggðum garðinn með
hólum og hæöum, útbjuggum
hraunhóla sem hæfa íslensku jurt-
unum. En auðvitað er undirstaðan
númer eitt. Hér var ræktað land
fyrir og allur gróður þrífst með
eindæmum vel í garðinum. ”
Sem dæmi um gróskuna hjá
þeim Eddu og Helga eru í garðin-
um álmur, yllir, reyniviður,
aiaskaösp, ýmsir kvistir: birki-
kvistur, perlukvistur, dögglings-
kvistur, bogsirena, disarunni,
villirósin galia splendid og
meyjarrósin, en þær rósategundir
þrifast mjög vel við íslenskar að-
stæður. Ennfremur heiðarrósin
Dorn og Queen Elizabeth. Eitt
árið voru til dæmis 26 tegundir af
rósum, en flestar þoldu ekki veðr-
áttuna. Mikið er af sígrænum
gróðri í neðri garðinum, gullsóp-
ur, margar furutegundir, eins og
fjallafura, stafafura og bergfura,
sitkagreni, blágreni og þynur.
Garðurinn er því ekki síðri í snjó
og frosti, þegar snjófölið liggur
glitrandi á grænum greinum.
Of langt mál yrði að telja upp
allar þær tegundir sem finnast í
þessum einstæða garði, en Edda
og Helgi hafa reynt að byggja
garðinn þannig að hann sé ekki of
bindandi yfir sumartimann. Því
skipa fjölær blóm stóran sess í
gróðurríkina hjá þeim. Hvítur
saltur sjávarsandur þekur göngu-
stigana og þvi fer ekki of mikill
tími í arfatinslu hjá þeim hjónum.
Þau leggja mikla áherslu á að
garðurinn sé útivistarsvæði fyrir
alia f jöiskylduna. Stór grasflöt er í
neðri garöinum, þar sem krakk-
arnir leika sér í fótbolta og í sand-
kassanum. Þar er einnig mat-
jurtagarðurinn. í miðjum garðin-
um er svo heiti potturinn sem er
líklegast vinsælasti hluti garðsins.
„Fólk var nú efins um það í
fyrstu að við myndum nota þetta
fyrirbrigði að einhverju ráði. En
raunin varð önnur. Potturinn er í
stöðugri notkun allt árið um kring,
í sól og í snjó, og víð gætum ekki
án hans verið. Stéttin fyrir f raman
hann er skreytt steinum héðan og
þaðan af iandinu og við gerum það
oft að gamni okkar að rifja upp
ferðalögin sem viö höfum farið, er
við horfum á steinana.
Við sitjum einnig mikið í garð-
hýsinu sem er í miðjum garðinum.
Upphaflega var ekki gert ráð fyrir
því, þarna var aöeins skjólveggur.
En síöan fæddist hugmyndin og
við höfum ekki séð eftir því.
Garðhýsið er notað við ólíklegustu
tækifæri jafnt að degi til sem að
kvöldi á sumrin og á veturna. Þá
kveikjum við á luktum og kertum
oghöfum það notaiegt.
Auðvitað fylgir því talsverð
vinna að eiga garð sem þennan,
sérstaklega fyrst á vorin. Þá er
nauösynlegt að endurraða,
hreinsa og grisja. En síöan þarf
lítiö að gera nema slá og halda
þessu við, enda er ómögulegt að
þurfa að vinna í garðinum dag og
nótt allan sumartimann. En þessi
vortími er óborganlegur, þegar
aUt er að vakna tU lífsíns. Og ekk-
ert jafnast á viö aö hreinsa eitt
blómabeð þegar maður þarf að
taka sér frí frá daglegu amstri.
6 Vikstn 37. tbl.