Vikan - 16.09.1982, Síða 10
Fimm nafnlaus ljóð og eitt nefnt
Blíð og óvægin í senn
TRISTESSE D’UNE PALE ÉTOILE
Eg sakna hans
og sársaukans
fullum, yfirfullum af frosti
gjóstri og fannfergi. . .
. . . sé mig vera
að vaða snjó í hné
leiðandi tunglið á aðra hönd
myrkrið á hina
. . . sé mig halda áfram
út í frostið
inn í svartan gljáandi hann
uns aðra hönd mína kelur
Drúpandi höfuð hendur lausar
ikjöltu augun oþin og stjörf.
Allt er svo milt en þó. . . vafið
einsemdarörmum. Hárið snöggt
og strítt fœturnir nema hvergi
við jörðu. Inni í henni
hnitar hringi heitur fugl
langt langt fjarri hvítum
steinum.
. . . sé þá hvar ég stend á þunnri snjóbráð.
Hvergi nem ég staðar
á bak við. . .
Rautt yfir öllu
mér sjálfri og hinum
sem snúast
Þegar sundbláminn í bláleitum þyrli.
gerir vart við sig
verða vegirnir skriðfærir Inn og út um gluggann.
og siglt eftir blámanum
vaxandi þrek
með stígunum
þjófhræddum skrefunum.
Svartar koma þær
konurnar
með köld augu
og hjörtu, hörð
eins og stál
hvergi Ijós
eða mildi
aðeins bláhvít birta
sem sker.
Föllum í stafi
marflöt í kambinn
og bíðum útfalls
þolinmóð
í faðmi flóðsins.
Drögum þá draumfeld
yfir strjúpana
og gerum okkur
höfuð.
Bergþóra Ingólfsdóttir
Fjórtán ára mótmælir hún lífinu
í leðurjakka með grænt hár.
Drekkur sig fulla með klúryrði á vör,
sýnir heiminum lítilsvirðingu
því nýkviknuð árásarhvötin
kallar á viðbrögð.
Tvítug finnur hún til sín sem kona.
Nýturþess að vefja um fingur sér
þeim sem trúa á ástarunað kvikmyndanna,
dansar með tilfinningu í hverri taug
hlær hátt og stráir augnaráði um sali.
Stundum deyr hún fram á borðið
þvísjálfstraustið er ekki óbrígðult.
Þannig mótmælir hún
látalátum samkeppninnar.
Fertug ólgar hún enn af lífi
slær um sig, hlœr,
finnur til sín sem kona.
Hjá henni leita skjóls og gleði
nývaknaðir mótmælendur
og fullþroska
þar eiga allir skjól
þar er alltaf eitthvað að gerast.
Lífið heftir sett á hana mark sitt.
Það fæst ekki gefins
að eiga sig sjálfur.
En augun eru ennþá
djúp, blíð og næm
eins og hafið
stundum hörð, köld og óvægin
eins og hafið.
Elísabet Þorgeirsdóttir
Ljósmyndir: RagnarTh.
lO Vikan 37- tbl,