Vikan


Vikan - 16.09.1982, Síða 20

Vikan - 16.09.1982, Síða 20
Þessa mynd tók Þorsteinn Sch. Thorsteinsson. Hann og Ólafur Sigurgeirsson (til vinstri) eru veiðifélagar og afburða fengsælir. Á myndinni er helgarveiði þeirra tveggja, 80 gæsir aðeins! Þeir hafa mest komist í 90 yfir helgi og stefna markvisst að 100. Einu sinni höfðu þeir kapparnir fengið 42 eftir morgunskyttiri og voru þá stoppaðir af. Landeigandinn var orðinn hræddur um að stofninn þyldi þetta ekki! Maðurinn til hægri á myndinni heitir Skúli Sigurgeirsson. Hann var aðstoðarmaður í ferð- inni og hefur sjálfsagt ekki veitt af hjálp hans. Vitur maður sagði: „Miðaðu aldrei byssu á mann, nema þú ætlir að drepa hann." munandi til þess. Nokkur atriði eiga þó alltaf við. Haglabyssa er rétt vopn við gæsaveiðar. Nokkuð er því miður um að rifflar séu notaðir, slíkt ætti að heyra fortíðinni til. Riffil- kúlan þýtur langar leiðir gegnum loftið í áttina að skotmarkinu og drepur jú óneitanlega ef hún hittir. Gallinn er sá að of mikil hætta er á að hún fari eitthvað allt annað en veiðimaðurinn ætlar henni. Bæði er að fjarlægðin eykur hættuna á að eitthvað sé á milli og svo hitt að riffilkúlur kastast auðveldlega af steinum eða öðru hörðu sem fyrir verður og taka stefnu gerólíka þeirri sem þeim var ætlað. Hamingjan má þá vita hvað fyrir verður. Því segjum við klárt og kvitt nei við rifflum á gæsa- veiðum, í útlöndum hafa menn haft vit á að banna ósómann. Þið riffilmenn mættuð líka hafa í huga að þetta er ósportlegt dráp og lítilmannlegt! Óendanlega margar gerðir eru til af haglabyssum og val á vopni verður að fara eftir smekk hvers og éins og fjárhag. Tvíhleypa hefur augljósa kosti vegna þess að of langan tíma tekur að hlaða einhleypuna fyrir annað skot, gæsirnar eru löngu farnar áður en höglin úr því hlaupa úr byss- unni. Einnig má hafa mismun- andi stærðir af skotum í hlaup- unum og velja á milli eftir að- stæðum^''^WÍ;T^ Haglastærðir 2 til 4 eru taldar heppilegastar fyrir gæsaveiðar. Með stærri gerðum af skotum er hægt að draga lengra sem í mörgum tilfellum getur verið kostur. Kostir minni skotanna felast í því að í hulstrunum eru fleiri högl, skæðadrífan verður þannig þéttari. Að læðast eða sitja fyrir Veiðistaðir gæsa eru einkum tvenns konar. Annars vegar nátt- staðir gæsarinnar, hins vegar beitistaðir. í fyrra tilfellinu eyrar, tjarnir og hólmar en í síðara gróin tún, nýræktir eða berja- lönd. Tvær aðferðir eru líka not- aðar til að komast í návígi, ann- aðhvort með því að læðast í skot- færi eða fyrirsát. Þar sem svo háttar til að sæmilega greiðfærir skurðir eða skorningar liggja að bráðinni getur gefið góða raun að læðast. Hafa skal þó í huga að gæsir eru einstaklega varar um sig. Svo er sú hætta alltaf fyrir hendi að veiðimaðurinn villist í völundarhúsi íslenska skurða- kerfisins og komi upp á öðrum stað en fyrirhugað var í hernaðar- áætluninni. / , ; Miðað er metra framan við Hörðustu gæsamönnum þykir fyrirsátin miklu vænlegri leið til árangurs. Þá er farið á stað sem líklegt þykir ef ekki öruggt að gæsin komi á og beðið. Sumir hafa komið sér upp byrgjum en aðrirnýtanáttúrlegafelustaði. Sé ætlunin að sitja fyrir gæsum þegar þær koma að morgni úr náttstað er nauðsynlegt að hafa 20 Vikan 37* tbl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.