Vikan - 16.09.1982, Page 22
M aöurinn var meö gríðarstór
og dökk sólgleraugu. Hann var
hattlaus og meö hárkollu sem féll
vel að höfðinu. Það sást ekkert
grátt í henni þó hann væri kominn
á þann aldur sem slíkt hefði ekki
verið óeðlilegt. Fötin hans voru
illa sniðin, hann var tötralegur í
samanburði við Corbett.
Corbett sneri sér ekki til að sjá
hann. Þess í stað sagði hann:
„Raunar. En Japanir voru að
herma eftir þessum.”
Það varð örstutt þögn áður en
tötralegi maðurinn sagöi: „Ég er
furðu lostinn að þú skulir vera
með svona áberandi hatt og halda
á hönskum. Hvort tveggja er mjög
auökennilegt.” Hann talaöi
frönsku með þýskum hreim,
hikandi af og til meðan hann
leitaði að orði. Corbett horföi á-
fram á turninn og sagði: „Þú ert
nýr hérna. Ef þú værir það ekki
myndirðu skilja að ég klæði mig
alltaf svona. Kæri vinur, ég get
fullvissað þig um að ef ég klæddist
jafnkauðalega og þú tækju þeir
sem þekkja mig töluvert mikið
betur eftir mér.”
„Þú ert ekki í aðstöðu til að
móöga mig.”
„Þarftu að vera uppstökkur?
Ég verð að játa að mér samdi
miklu betur við fyrirrennara þinn.
Viltu heldur tala þýsku? ”
„Við verðum aö tala frönsku
hérna.”
„Af hverju? Heyrirðu ekki öll
erlendu tungumálin í kringum
þig?”
Feitlagni maðurinn sneri sér að
Corbett. Turninn speglaðist eins
og tvíburar í dökkum glerjunum.
„Þú ert mjög öruggur með þig,
Pierre. Ekki vera of öruggur.”
Corbett brosti óþvingað. „Ég
er lengi búinn að lifa hættulega.
Það venst. Þú ættir að sætta þig
við þaö, Heinz. Ef til vill komumst
við nær því að skilja hvor annan.”
„Göngum áfram.” Hörkulegar
varirnar bærðust naumast.
4.
Þau voru í litlu stofunni. Gömul
e u eikur
Það var fátt í bréfinu. Það var bréf ógiftrar móður sem spurði hikandi að
því hvernig barninu hennar famaðist. Dagsetningin var í desember 1946. Ári
eftir fæðinguna. Afmælishugsun. Eymdarlegur tónninn kom upp um sálar-
kvalir móðurinnar ungu.
Höfundur: Oliver Jacks
gluggatjöld sem Tammy hafði
valið af smekkvísi prýddu hana.
Duncan gekk að glugganum, dró
tjaldið frá, leit út á götuna. Hann
bandaði hjálparvana frá sér. „Við
höfum þá ekki komist neitt
áleiöis?”
„Hún er mjög hrum, Jim. Þaö
er ekki hægt að leggja hart að
henni.”
Duncan yppti öxlum. „Hún veit
hvað hún er að gera.”
Síminn hringdi. Tammy gekk
þangað, lyfti tólinu. „Halló. Frú
Duncan. . .?”
Duncan snerist á hæli, reyndi að
ráða í svip Tammyar. Hún lagði
hugsandi á. „Hún er búin að
skipta um skoðun. Hún ætlar að
láta mig fá einhverjar upplýsing-
ar ef ég fer aftur þangað. ”
Þau störöu þegjandi hvort á
annað. „Af hverju skipti hún um
skoðun?”
„Ég veit það ekki. Þetta er und-
arlegt.” Hún greip alpahúfuna.
„Ég kem með þér.”
„Nei. Þaö verður ekki auðvelt
fyrir hana að snúa við blaðinu ef
þú kemur með.”
„Ég fer að minnsta kosti þangað
með þér. Það er eitthvað einkenni-
legtáseyði.”
„Við munum sakna þín.”
Mennirnir tveir gengu hægt eftir
þröngum götum gamla bæjarins,
með há þök sextándu og sautjándu
aldar glampandi í kvöldsólinni
fyrir ofan sig. Þeir gerðu þetta
stöku sinnum eins og til að minna
sig á sögu Leipzig. Það var líka
önnur ástæða. Maas kunni ekki við
sig í ofhlaðinni skrifstofu Muhlens
hershöfðingja innan um eilífan
vindlareykinn og áfengisgufurn-
ar. Auk þess þurftu þeir að ræðast
við á hlutlausu svæði. Ef Maas
kunni ekki að meta ofhlaðið og illa
loftræst greni Muhlens þótti Muhl-
en enn minna til koma einfaldra,
harðra stóla Maas og strangleik-
ans þar inni. Þó undarlegt megi
virðast um menn sem höfðu svona
ólíkan smekk þótti báðum vænt
umgamla bæinn.
Maas leit upp þegar Muhlen
gerði athugasemd sína. Hershöfð-
inginn minnti hann oft á Stalín ung-
an og yfirskeggslausan. Stór
maður, með grófa andlitsdrætti en
ákaflega út undir sig. Og mjög
hættulegur. Maas fannst líkam-
lega lítið til sín koma í saman-
burði við hann en fann þó ekki til
minnimáttarkenndar. I svipinn
þarfnaðist hershöföinginn hans
meira en hann þarfnaðist hers-
höföingjans, og það vissu þeir
báöir. Svo Muhlen hafði sagt þetta
í fullri alvöru. Hann bætti við:
„Það veröur einkennilegt að hafa
þig ekki lengur í nágrenninu.”
„Mér á líka eftir að finnast það
einkennilegt. Það er engin leiö
fyrir mig til baka. Þeir kæmust
brátt að því aö mikið af því sem ég
lét þá fá hafði takmarkað gildi.”
„Þaö er búið að taka langan
tíma að sannfæra þá um að það sé
öruggt fyrir þig að flýja. Að það sé
ekki nema dagaspursmál þangað
til þú ert búinn að vera. ”
„Bandaríkjamenn eru engin
fífl. Ég þarf að leggja hart að mér
allan tímann. Það er alltaf erfitt
að villa sannfærandi um fyrir
mönnum. Enn verra að koma upp
kerfi. En það veröur ekki fyrr en
löngu síðar.” Hann þagnaði, tók
svo upp síðasta umtalsefni Muhl-
ens. „Ég verð að játa, og þú veist
það líka vel, að mér hefur ekki
veriö rótt í langan tíma. Ég hef
verið heppinn að þeir eru ekki
búnir að koma upp um mig. Slík
heppni endist ekki alltaf. Það er
kominn tími til aö ég fari.”
Muhlen hægði á sér og leit niður
til Maas.
„Efasemdir? Núna?”
„Engar efasemdir. Þetta
heppnast, annars hætti ég ekki á
að fara. Vandlega hugsað. Æfing-
ar. Yfirferðir.”
Muhlen brosti. „Það er þinn
aðall. Gætni. Það eru ekki margir
sem gætu látið heppnast það sem
þú ert að gera. Það tekur þá tals-
verðan tíma að koma upp um það
sem við höfum verið að byggja
upp í þrjú ár. Ef þeim tekst það
einhvern tíma veröur þaö of seint.
Skaðinn verður skeður.”
Þeir voru komnir á markaðs-
torgið þar sem fjórar aðalgötur
mættust. Torgið var nokkurn veg-
inn autt; þeir höföu af ásettu ráði
valið rólega kvöldstund. Austan
við torgið var gamla gotneska
Rathaus. „Fimmtán fimmtíu og
átta,” sagði Maas og leit þangaö.
Muhlen vissi það mætavel. Hand-
an við torgið, sem þeir gengu nú
hægt yfir, var völdunarhús
þröngra gatna sem voru tengdar
með göngum og húsagörðum. Hér
hafði hiti dagsins lokast inni.
Muhlen strauk fingri undir skyrtu-
kragann. „Ertu búinn að lesa
skjölin sem voru útbúin?”
„Eg les þau aftur og aftur.
Þangað til verslunarnefndin fer af
staö til London.”
„Ég losa mig við Rittberg rétt
áður en þú ferð. Við kærum okkur
ekki um að hann leiki lausum hala
eftir að þú ert búinn að taka hans
stað.”
Maas sagði ekkert. Hann kink-
aði kolli. Hann var búinn að vara
Rittberg við. Meira gat hann ekki
gert.
„Þú ert allt öðruvísi að sjá
skegglaus. Andlitið grennra.”
Maas greip það síöasta sem
Muhlen sagði. „Það eru nokkrar
betrumbætur sem ég ætla að gera.
Það væri neyöarlegt ef breska út-
lendingaeftirlitið þekkti mig. Það
er auðvitað þegar búið að útbúa
fyrir mig skilríki á nafni Ritt-
bergs.”
„Það veröur að líta vel út.
Einhver vandamál?”
Maas stansaði á norðurhlið
torgsins og mennirnir tveir stóðu
andspænis hvor öðrum, sem sýndi
fáránlega glöggt stærðarmuninn á
þeún. Maas yppti mjóum öxlun-
um. Hann strauk hendinni yfir ný-
rakað andlitið, var ekki enn orðinn
vanur skeggleysinu. „Það er nóg
af vandamálum.” Hann brosti
daufu brosinu. „Ég þarf bara að
sannfæra Bandaríkjamenn um að
þeir hafi fengiö stóra vinninginn,
að það sem ég hef meðferðis muni
ZZVlkan J7. tbl.