Vikan - 16.09.1982, Page 24
gamla konan heföi gripið eitthvað
af hugleiöingum Tammyar, tárin
láku úr rauöum augunum og elli-
lúnir fingur reyndu aö strjúka þau
burt. Tammy leið andstyggilega
en reyndi aö láta sem hún sæi
þetta ekki. Hun fann bréfið á
botninum.
„Opnaöu þaö, væna mín.”
Tammy dró upp blað. Hún leit
upp, sá aö tárin voru aö þorna.
„Viltu að ég lesi þaö?”
Grátt höfuðið hneig til samþykk-
is. Það var fátt í bréfinu. Þaö var
bréf ógiftrar móður sem spurði
hikandi aö því hvernig barninu
hennar farnaðist. Dagsetningin
var í desember 1946. Ári eftir
fæðinguna. Afmælishugsun.
Eymdarlegur tónninn kom upp
um sálarkvalir móðurinnar ungu.
James, barnið hennar. Árin runnu
saman eins og kreistur svampur.
Tammy fann það sjálf; iðrunina,
ástina, efasemdirnar og djúpan
dapurleikann.
„Geymdirðu það allan þennan
tíma? Svaraðirðu?”
„Nei. Okkur var. . . Það var
betra að sleppa því.”
Móðirin hafði þá orðiö að geta
sér til og syrgja. „Þú ætlaðir að
seg ja eitthvað annað. ’ ’
„Nei. Ekkert annað.”
„Ætlaðirðu aö segja „okkur var
sagt að gera það ekki” eða eitt-
hvaðíþá átt?”
„Sagt aö gera það ekki? Hver
heföi átt að gera það?”
„Faðirinn. Hann hefði getað
krafist þess ef hann borgaði brús-
ann.”
„Það var ekkert þvílíkt. Ég
sagði þér að við hefðum aldrei vit-
að hver faðirinn var. Aldrei.”
Tammy tók eftir því að fyrri
þreyta gömlu konunnar var horf-
in. Það lá í augum uppi aö ein-
hverju var enn haldið leyndu. „Ég
sé að það er undirritað Dóra
Birch. Hún var enn einhleyp.”
Gömlu augun urðu hugsi þegar
þau litu til baka yfir fjölmörg ár.
„Eg held að hún hafi verið ákaf-
lega ástfangin af föðurnum.”
„En hún lét samt barnið frá
sér.”
„Hún gafst upp, veslingurinn.
Ég held aö hún hafi veriö dauð-
hrædd við fjölskyldu sína. Jafnvel
á þeim árum þótti þetta til
skammar. Ég held að hún hafi
verið af góðum ættum.”
„Þú manst þetta allt?”
Grátt höfuðið leit til hliöar.
„Líttu á blaðið. Rithöndin.
Heimilisfangið.”
„Heimilisfangið er í Essex og
bréfið er þrjátíu og tveggja ára
gamalt. Ég get ekki ímyndaö mér
að hún sé þarna ennþá.”
„Ég hef ekki annað.”
Tammy hélt á bréfinu og horföi
ringluð á skriftina. „Hún er ef-
laust búin að skipta um nafn líka.
Gifta sig. Kannski oftar en einu
sinni, hver veit. Ég hef ekki trú á
að þetta komi okkur aö haldi, frú
Duncan.”
„Það er ekkert annaö til. Þú
mátt halda því.”
„Nei. Þaö myndi ekki gera Jim
neitt gott að sjá þaö. Ég hripa hjá
mér nafniö og heimilisfangið.”
u
Tammy setti bréfið gætilega þar
sem hún hafði fundið þaö. Hún lag-
færði innihaldið og var fegin þegar
hún var búin að loka kassanum.
Loka honum á örstutt innlit í
dapurlegt líf annarrar mann-
eskju. Hún setti kassann aftur í
skápinn. „Þakka þér fyrir, frú
Duncan. Þetta er sjálfsagt byrjun.
Það er nokkuð sem hann hafði
ekkiáður.”
„Ungfrú. . .”
„Tammy.”
„Ekki láta Jimmy koma aftur.
Aldrei framar.”
„Þú ert það eina sem hann á.”
„Hann hefur þig núna. Þú gerir
honum meira gott en ég hef
nokkru sinni gert. Það var pápi
sem vildi fá hann.”
„Hann skilur það ekki. Ykkur
semur kannski ekki en hann virðir
þið fyrir uppeldið sem hann hlaut
hjá ykkur Duncan pabba. Móðir
hans gaf hann og nú viltu vísa hon-
umá bug.”
„Hann er ekki lengur barn. Eg
gerði honum aldrei neitt gott.
Leyfðu mér að fá frið fyrir þessu
öllu. Það er ekki til of mikils
mælst á mínum aldri.”
Tammy settist í gamla Miniinn
hjá Jimmy. Hann var með glugg-
ann opinn en þaö var enn heitt í
bílnum. Hann staröi órólegur á
hana.
„Ég er með þrjátíu og tveggja
ára gamalt heimilisfang móður
þinnar.”
„Flott. Við erum búin að vinna
sigur.”
„Ekki vera beiskur. Hún var af
góðumættum.”
„Þá hlýt ég að líkjast karli fööur
mínum. Hún var ekki gift, eða
skjátlast mér?”
„Yfirleitt er það ástæðan fyrir
því að gefa barn. En þú fæddist
vegna ástar, ekki losta.”
Hann leit tortrygginn á hana,
greip svo um hönd hennar. „Bætt-
ir þú þessu sjálf í söguna, Tam?”
„Það er satt. Ef fjölskylda henn-
ar hefði ekki verið hefði hún haldiö
þér.” Henni fannst þetta ekki mik-
il skreytni.
„Ég hefði þá kannski verið ríkt
lausaleiksbarn. Sko til.”
Hún sagði ekkert við þessu, vissi
eikur
að sjálfsvorkunnin, sem hann virt-
ist finna til, var ekki nema kæru-
leysisleg tilraun til aö dylja til-
finningar. Þetta skipti hann máli.
Það myndi ævinlega skipta hann
máli. „Það var eitt sem ekki kom
heim og saman.”
„Áfram.”
„Pappírinn og rithöndin leit
ekki út fyrir að vera þrjátíu og
tveggja ára gamalt.”
Hann leit athugull á hana. „Við
hvað áttu? Var það skrifað
síðar?”
„Ég veit það ekki. En bréfið
hefði veriö upplitað. Viö skulum
samt fylgja þessu eftir. Það er
ekki orðið of seint að aka til Essex.
Þetta er skammt frá stað sem
heitir Halstead.” Hún leit á mið-
ann. „Brooking House, Little
Heighton, nærri Halstead.”
Þau óku í gegnum hitakófiö í
London og það varð mollulegt í
bílnum. Hann ók eins og leigubíl-
stjóri, forðaðist aðalgöturnar og
mesta umferðarþungann þangað
til þau voru loks komin í hálfgild-
ings sveit handan við ystu mörk
iðandi stórborgarinnar.
„Af hverju hóstaði hún?” spurði
hann.
„Talaðu ensku, ekki glæpa-
slangið þitt. Ég veit það ekki. Hún
sagðist helst ekki vilja hitta þig
aftur.”
Hann tók þessu þegjandi, píröi
augun í ljósiö; hann kærði sig ekki
um að hún sæi svipinn í þeim.
Hann strauk andlitiö og horföi stíft
fram fyrir sig. „Ég fylgist meö
henni úr fjarska.” Hann leit á kíló-
metramælinn. „Það tekur sinn
tíma í þessari djöfuls umferð.”
„Hættu að blóta.”
Hann hló órólega. „Hættu að
reyna að ala mig upp. Ef mig
langar að blóta, andskotinn hafi
það, þá blóta ég.”
En skyndileg léttúðin var
vegna þess að þau voru komin í
grennd við húsiö, undirbúningur
fyrir vonbrigði. Hann ók upp
breiðan veg, stansaöi þegar hann
sá tvær telpur á hjólum. Hann
kallaði: „Er Brooking House
hérna í grenndinni?” Þær bentu
áfram og hann veifaði til þeirra.
Þar risu tvær stórar súlur með
steinakörnum. Súlurnar höföu ný-
lega verið þvegnar, þungt og opið
járnhliðiö málað svart. Innkeyrsl-
an var með ljósri steypu, grasflat-
irnar beggja vegna vandlega
slegnar. Börn voru að leik í gras-
inu skammt frá þeim. Húsiö sjálft
sást ekki fyrir beygju á veginum
og röö af beykitrjám minnti á
tjaldhimin.
Hann sat með hendur á stýri og
hvíldi hökuna á höndunum. „Bjó
móðir mín hér?” spurði hann hás.
„Skyldi þetta allt vera ofboðsleg
blekking?”
„Við skulum gá aö því.”
„Næsta krá?”
Þau fundu hana í yndislegum
smábæ hálfa mílu þaðan, The Sitt-
ing Duck, með lágu stráþaki og
margskiptum gluggum. Duncan
sagði: „Væri þér sama þó ég færi
einn inn?”
Tammy skildi hann. Hann var
óöruggur, vildi helst vera einn.
„Ég bíð.”
Hún opnaði gluggana og þegar
hún sneri sér við aftur var hann
horfinn inn í krána. Einu sinni lá
við að hún elti hann inn en hélt aft-
ur af sér. Það leiö næstum klukku-
tími áður en hann kom til baka,
eilítið kenndur. Hún færöi sig á
bak við stýriö. Hann settist
ringlaöur inn í bílinn.
Hún þurfti ekki annaö en að líta
á hann til aö sjá að honum leið illa.
Sagan kom í rykkjum þegar hann
reyndi aö þjappa henni saman,
losa sig við hana.
„Veitingamaðurinn var mjög
hjálpfús. Þau hjónin tóku við
kránni rétt eftir stríðið. Þau muna
eftir Dóru Birch. Naumlega. Og
fjölskyldunni. Forríkri. Þau muna
eftir orðrómi um barn sem enginn
sá nokkru sinni. Veslings tötrið.”
Hann þagnaði snöggvast, áttaði
sig á að hann var að tala um sjálf-
an sig. „Stúlkan giftist um það bil
1950 manni sem hét Cleary. Veg-
leg veisla í húsinu. Mjög glæsilegt.
Hún flutti til Chesham í Bucks.
Hefur ekki heyrst frá henni síöan.
Fjölskyldan seldi Brooking House
fyrir svona tuttugu árum.”
24 Vikan 37- tbl.