Vikan - 16.09.1982, Qupperneq 25
Kjallara Kjörgarös, sími 16400
Inngangur Hverfisgötumegin
á þeim tíma sem
þér hentar
Viö bjóöum upp á fuUkomna æf-
ingaaðstööu. tjósaiampar, nudd-
pottar, gufuböö og sturtur. Hæfir
leiðbeinendur ávalft til staðar,
ferö viö hæfi og getu hvers og
eins, ásamt leiöbeiningum aö
bættu mataræöi.
ATH.: Likamsræktin, Kjörgaröi,
opnar kl. 07.00—22.00 virka daga,
helgar 10.00—15.00, í mánaöar-
gjaldi okkar er innifalin öll þjónusta
staöarins.
Karla- og kvennasalir
Burt með streitu og slappan kropp
Líkamsrækt
að lífsvenju
Framhaldssaga
Duncan horfði óöruggur á
Tammy. „Slóðin er dauf, Tam.”
Hann var að reyna að leyna til-
finningum sínum, reyna að hugsa
ekki til þess að hérna var hann að
minnsta kosti ekki annað en orð-
rómur endur fyrir löngu. Hún laut
fram og kyssti hann á kinnina,
þrýsti hönd hans.
Bæöi voru þögul á bakaleiðinni
en stundum gat hún stýrt með
annarri hendi og gripiö fast um
hönd hans. Þau fóru aftur í íbúö
hennar í einu af rólegri hornum
North Kensington.
Hún hringdi í vinkonu sína í
Amersham tæpar þrjár mílur frá
Chesham. Þar- fékk hún nöfn og
heimilisföng allra sem hétu
Cleary og höfðu Chesham- eða
Amersham-síma. Það voru ekki
nema þrír. Hún setti blaðið fyrir
framan hann. „Við reynum á
morgun.”
„Ég veit það ekki. Ég er haldinn
undarlegri tilfinningu. Þú hefur
aldrei verið í stóru húsi um hánótt.
Þú veist að það er tómt, ekkert
mál. En eitthvað varar þig viö að
eitthvað sé ekki í lagi og þú veist
að þú ert í hættu. Það er engin
ástæða, ekkert hljóð, en ef þú tek-
ur þessa aðvörun ekki til greina
ertu komin í klandur. Það er svo-
leiðis tilfinning.”
„Hiö óþekkta?”
„Meira en það. Ég get horfst í
augu við hið óþekkta.” Hún hafði
aldrei séð hann svona. Hún vildi
ekki þvinga hann. Svo sagði hann:
„Gott og vel. Viö förum.”
5.
Heinz Brocker hataði þennan
stað. Honum stóð á sama þótt
hann bætti á næstum óþolandi
óloftið með því aö reykja risavind-
il, því það jók honum kjark. Það
var nokkuð sem hann gat haldið
sér í. Þegar hann tróðst til Scherer
framhjá þéttsetnum borðunum
var hann hræddur við að einhver
kæmi við hann. Það voru engar
1 konur í kjallaranum en ágeng
karlmennska hans olli mörgum
undrandi hornaugum. Þegar hann
settist loks var hann í svitabaði.
„Drottinn minn,” maldaði hann í
móinn og þerraði andlitið með
vasaklút, „því verðum við aö hitt-
ast í þessum illa þefjandi kjallara.
Loftið er þungt og —” Hann þagn-
aði, leit órólegur á Scherer.
„Félagsskapurinn er hýr,”
botnaöi Scherer brosandi fyrir
hann. „Ekki hafa áhyggjur, þú
veður ekki fyrir aðkasti meðan ég
er með þér.”
„En hvers vegna?” Brocker
hellti úr opinni vínflöskunni í glas-
ið sem beið eftir honum.
„Þeir þekkja mig hérna, sætta
sig við mig. Og þetta er öruggur
staður.”
„Ég veit ekki hvernig þú ferð aö
þessu.” Vasaklúturinn var enn á
ferö. „Þeir hljóta að sjá í gegnum
þig”
Augu Scherers urðu hörkuleg og
Brocker drakk hratt. Þegar
Scherer setti upp þennan svip
varö hann skelkaður. Hávaxni
ljóshærði Þjóöverjinn var þægilega
álitlegur en þegar hann setti upp
hörkusvip varð hann allt annar
maður. Önotalegt. Brocker flýtti
sér að líta undan.
„Við skulum hafa það á
hreinu,” sagði Scherer kuldalega.
„Hér inni er ekkert við mig til að
sjá í gegnum. Skilurðu það? ”
„Auðvitað. Afsakaðu.”
„Ég þarfnast ekki afsökunar-
beiðna þinna. Drottinn minn, hvað
hafa þeir sent mér?”
„Ég er alveg fullfær. Trúðu
mér. Ég þarf svolítinn tíma til að
koma mér fyrir, þaö er allt og
sumt.”
Þeir drukku þegjandi. Brocker
hélt enn á vindlinum sínum.
Scherer tottaði langan smávindil.
Brocker hélt á rökum vasaklútn-
um en kæfandi hitinn, þungt og
reykmettað loftið, virtist ekki
hafa nein áhrif á Scherer. Hann
skimaði hirðuleysislega í kringum
sig í kjallaranum, ávallt leitandi,
sogaði í sig það sem hann sá en fór
sér aldrei hratt. Kringlótt tréborð-
in og stólarnir sáust naumast í
hornunum þar sem svækjan var
mest. Stór vifta á miðju reykflekk-
uðu loftinu suöaði letilega líkt og
andrúmsloftið væri of erfitt viö-
fangsefni, eins og skipsskrúfa í
þangi.
... ....... ..II ■■■■■•■■. I ■ '. 11111
37* tbl. Vikan 25
J