Vikan


Vikan - 16.09.1982, Síða 26

Vikan - 16.09.1982, Síða 26
Framhaldssaga Brocker sagöi hikandi: „Þetta var slæmur tími fyrir Hugo aö deyja. Þeir veltu því fyrir sér hvort það heföi veriö eölilegur dauödagi.” Scherer skildi vel að hann forð- aöist að nefna Muhlen. Brocker kom fram á réttan hátt. Hann myndi ævinlega hlýöa reglunum. En stundum, sérstaklega í París, þurfti aö endurskoða reglurnar. Hann lyfti brúnum örlítið; hann sló öskuna af smávindlinum áður en hann hneppti frá einum hnappi á denim-jakkanum, einu merkin um að honum fyndist heitt. „Það er þeirra starf að velta því fyrir sér.” „En bílslys?” Scherer brosti gleðisnautt. „Stundum er hið augljósa einmitt það sem þaö virðist vera. Veistu hvað verða mörg banaslys í París á hverju ári? Það var ekki ekið á hann, Heinz. Hann sat við stýrið. Og hann gat verið kærulaus, trúðu mér. Hann var afleitur öku- maður; þaö var einn af fáum göllum hans. Hann hafði áöur lent í slysum.” Hann bætti hreinskilnislega viö: „Veistu, Heinz, þú verður aö venjast þeirri tilhugsun aö fólk í okkar starfi sé ekki ódauölegt. Við erum enn í sömu daglegu hættu og aörir. Þó ríkiö viröist óskeikult getur það ekki verndaö okkur við aö fara yf- irgötu.” Áherslulaus kaldhæönin fór ekki framhjá Brocker. Hann sagði ekk- ert, þorði ekki; ekki þegar Scher- er átti í hlut. En hann lagði þetta á minnið. Scherer nafði andúð á áþreifing- um Brockers og velti því fyrir sér hvort Muhlen eða Heidel hefðu talið hann á slíkt. „Hvernig samdi ykkur Pierre á fyrsta fundinum?” „Hann er of öruggur með sig. Allt of sjálfsöruggur.” „Getur það hugsast! Af hverju ætli honum hafi gengið vel svona lengi? Hann hlýtur að hafa verið með eindæmum heppinn. En á hinn bóginn var Hugo samstarfs- maður sem hann skildi og treysti.” Brocker sá hættumerkin og kall- aði á meira vín. Honum fannst Scherer líka of sjálfsöruggur. Will Jureski var eitthvað að gera á bak við lítinn barinn, höfuö hans hvarf stundarkorn niður fyr- ir brúnina. „Fann það. Ertu viss um að það séu engin hlerunartæki hérna?” Henry Ives gekk frá gluggan- um. „París hlýtur að vera hávaða- samasta borg í heimi. Hlustaðu bara.” „Það er vegna þess aö gluggarnir standa opnir, þaö er kæfandi heitt, loftið er þungt og við erum á annarri hæð og heyrum lætin. Hefurðu einhvern tíma heyrt í ruslakörlum í dögun á miðri Manhattan þegar heitt er í veðri?” „Já! Þeir eru sjálfsagt allir eins á svona dögum.” Ives losaði bind- ið, hneppti frá efsta skyrtu- hnappnum. „Jacko og bragöapok- inn hans gáfu grænt ljós á íbúðina í morgun.” „Bourbon,” sagði Jureski. „Þú felur það vel.” „Það er vegna þess að ég nota það sjaldan. Það er kampavíns- flaska í ísskápnum. Drekktu með mér.” Jureski opnaði litla ísskápinn bak við barinn. „Þú ert orðinn al- ger Parísarbúi. Kampavín.” Hann lyfti flöskunni sem þegar var tekin aö döggvast. „Leyfir fjárhagurinn þetta? Eða fylgj- umst viðmeð þér?” „Drekkum það fyrst.” Ives dró langan búkinn upp á barstól. „Og svo getið þiö framkvæmt rann- sókn.” Þeir horföu hvor á annan yfir barinn, lyftu glösum. „Mig hefur alltaf langað til aö vera hérna megin við bar,” sagði Jureski. „Ég myndi koma mér upp bar ef ég væri ekki svona mikiö á flakki.” „Ætli við séum of nærri yfir- manninum?” „Þeir myndu búast við því.” „Ég vona bara að það komi engu af stað.” „Heldurðu að við ættum að halda okkur fjær? Komum við að einhverjugagni?” „Ég er alltaf að spyrja sjálfan mig að þessu. Við fylgjumst meö skottinu á honum. Ef eitthvað bregst veröur að vara hann viö sem fyrst. En það er erfitt.” „Já. Við megum ekki gera mis- tök núna, þetta er of viðkvæmt. En það er undarlegt að þeir skuli ekki hafa gert slíkt hið sama.” „Kannski þurfa þeir þess ekki eftir að hafa sent nýja manninn hingað. Eg held að Corbett geðjist ekkiaöhonum.” Jureski lyfti glasinu íhugull. „Maöur verður aö dást aö aöferð- um Charlies. Við skulum bara vona að London sé jafnvarkár og við.” „Skálfyrir því.” Þaö var enn þurrt í veöri en orð- iö skýjað og mollulegt. Duncan sat í bílnum og beið eftir Tammy. Þau höfðu lagt bílnum þar sem vegurinn breikkaði rétt áður en kom aö brúnni yfir Chesá. Tammy kom aftur inn í bíl til Duncans. Hann sagði: „Eg lagði á tvöfaldri gulri línu. Best að viö komum okkur héðan.” Hann spurði ekki hvernig henni hefði gengið. Hún var þegar búin aö berja upp á í tveimur húsum. Hann lagði af staö í því að hún sagði: „Það veröur að vera næsta hús, annars þurfum við aö byrja frá grunni.” Vegurinn var mjór; hann vék til að hleypa bíl framhjá. Þetta var gamla Chesham, en hann tók ekki eftir fornu yfirbragðinu þessa stundina. Hann ók aftur af stað, þræddi hliðargötur og komst loks út á mergðina á High Street. „Farðu í átt til Amersham. Það er vegurinn til vinstri.” Þau fundu hann eftir ranga beygju og fyrirspurnir. Duncan var spenntur þegar hann stöðvaði bílinn. Á vinstri hönd var skóg- lendi sem enn hafði ekki verið lagt undir byggingarframkvæmdirnar hinum megin vegarins. Þrjú nýtískuleg einbýlishús stóðu þar, öll eins, tilbreytingarleysið rofið af opnum göröunum sem báru vitni smekk hvers eiganda. „Henni hefur farið aftur, ef hún býr hérna.” „Þetta er naumast á borð viö Brooking House.” „Ég skal fara.” Hann gat varla stuniö oröunum upp. Þetta var síð- asta tilraun. Það reið of mikið á þessari heimsókn. Hún leitáhann. „Ertu viss?” Hann þrýsti hné hennar. „Það er allt í lagi. Það yrði kraftaverk ef það kæmi í ljós að þetta væri uleikur Hvfuiwiv*; Oiivvr Juvkí. hún. Húsiö er ekki nema svona fimm ára gamalt.” Hann klöngraöist út, hikaði, hvíldi aðra höndina enn á bílnum. Svo gekk hann hægt yfir götuna, heyröi ekki annað en fuglasönginn í trjánum fyrir aftan sig. Hann gekk upp stéttina, garðurinn á báðar hendur logaði af rósaskrúði. Hann hringdi dyrabjöllunni, beið eftir að skuggi sæist á möttu gler- inu í hurðinni. Hundur gelti í næsta húsi. Hann hringdi aftur, kjarkmeiri en vonminni. Eftir stutta stund sneri hann sér aftur aö Tammy, yppti öxlum og gretti sig. Hann hringdi einu sinni enn og gekk til baka eftir stígnum. Hann steig út á götuna um leið og dyrnar aö baki hans lukust upp. Hann fraus eins og hann væri að ganga á brakandi gólffjölum um hánótt. „Varst þúaöhringja?” Fáguð rödd. Hann heyrði á hljómnum að þetta var ekki rödd ungrar konu. Hann sneri sér við með erfiðismunum. I gættinni stóð aðlaöandi, feit- lagin kona. Hún var meö gúmmí- hanska og hélt enn á garðskeið. Hárið var bláskolað. Augu hennar voru greindarleg, rannsakandi. Andlitsdrættirnir voru ennþá fín- gerðir. Gat þetta verið móðir hans? Hann þekkti ekkert frá sjálfum sér í henni. „Fyrirgefðu.” Hann hikaði, gat ekki hreyft sig. Hann vingsaði handleggjunum hjálparvana. „Mætti ég segja við þig nokkur orö?” „Um hvað?” Hún stóö kyrr, öruggari eftir aö hafa séð Tammy í bílnum. Um hvað? Um uppáferð fyrir rúmum þrjátíu árum. Gamanmál sem ég varð til úr. En hann sá að þannig gat þaö ekki hafa veriö hjá henni. „Þú ertfrú Cleary?” „Já. Ég þekki þig ekki, er það?” Hann vissi ekki hvernig hann átti að svara þessu. Hún var að reyna að vera kurteis. Svo sagði hann: „Getur hugsast að þú hafir einu sinni búið í Brooking House í Essex? LittleHeighton?” „Ég fæddist. . .” Glaölegt bros- iö stirðnaði þegar hún áttaði sig á aö hún haföi komið upp um sig. „Eg fæddist í Surrey,” botnaði hún alltof rólega. Hann gekk aftur af stað eftir stígnum þegar hún gerði sig lík- lega að loka. „Eiginlega spurði ég ekki aö því hvar þú fæddist, frú Cleary. Bara hvort þú hefðir búið í Brooking House. Héstu Birch áöur en þú giftir þig ? Dóra Birch ? ’ ’ Framhald í næsta blaöi. L3 26 Vikan 37. tbl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.