Vikan


Vikan - 16.09.1982, Side 37

Vikan - 16.09.1982, Side 37
Miðaldaþorpið Forza d'Agro virðist ekki hafa breyst ýkja mikið í nokkur hundruð ár, nema hvað sjónvarpsloftnetin eru nýleg. Það kúrir í nokkur hundruð metra hœð yfir sjó og varð- veitir enn einangrunarsvipinn.. . . . . . í kirkjunni á staðnum var brúðkaupið í God- father tekið upp og þarna gægist hún milli húsa og er hreint ekki hnípin. „Annars talar maður ekki um mafiuna," hnýta allra þjóða farar- stjórar aftan við erindi sin á Sikiley og víst er um það að ekki hefur frést af ferðalangi sem lent hefur í mafíunni, nema þá kannski keypt litla mafíósa úr leir i minjagripabúð og upp- skorið fálæti í stað venjulega brossins. Fjármaður með fé sitt og geitur úti í haga. Hann var ekki ýkja hrifinn af því að vera myndaður og gekk á braut er hann varð mannaferða var. Alcantara-gljúfrin eru náttúruundur og minni háttar manndómsvigsla. Fáir koma þangað án þess að vaða einhvern spöl uppeftir og þeir sem duglegastir eru koma að fögrum fossi ef þeir harka af sér kuldann í vatninu og steinana á botninum, sem gera suma sárfætta. Svo er hægt að fá klofhá stigvél iíka. Gróðursæld og blómaskrúð var stórkostlegt alls staðar þar sem vökvað var reglulega. Á plantekrunni þar sem Holiday Inn samsteypan hefur komið Holiday Club húsunum fyrir var gróskan i hámarki og sumir fengu sér dísæta banana af trjánum en aðrir létu sér duga að iykta af marglitum blómum við tennisvellina. Það logar í fleiru en Etnu á Sikiley. Siðastliðið sumar var mikið hita- og þurrkasumar um sunnanverða Evrópu. Sinu- og skógareldar kviknuðu viða. Reykjarmökk lagði viða yfir Sikiley og af hafi séð virtist hún loga. Þó fara engar fregnir af að ferðamenn hafi þurft að yfir- gefa tjaldsvæði eins og henti í Suður-Frakk- landi fyrir skömmu. Texti og myndir: Anna (nema annars sé getiö) Skreyttir hestar á sikileyska visu. Hestvagnar afskaplega skreyttir eru eitt af einkennum eyj- unnar og stórkostlegir á að lita. (Ljósm. Rannveig Böðvarsson). Í Siracusa er margt að sjá. Þar er stærsta róm- verska leikhúsið á Sikiley og fornmenjar mikl- ar, jónískar, grískar og rómverskar. Yngri mannvirki eru einnig falleg eins og þessi dóm- kirkja frá 1693. Þarna var fyrst kirkja á 7. öld. 37. tbl. VIKan 37

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.