Vikan


Vikan - 16.09.1982, Blaðsíða 41

Vikan - 16.09.1982, Blaðsíða 41
zapatistar þrömmuöu inn 1 Mexíkóborg annaðist móðir Fridu hina særðu en Frida og systir hennar sungu byltingarsöngva. Frida lét sig hag fátækrar alþýð- unnar í Mexíkó miklu varða. Á skólaárum sínum var hún mjög vinstrisinnuö og kölluð Rauða- Frida. Hún klæddi sig í karl- mannsföt að hætti kvenréttinda- kvenna Parísarborgar, var með harðan hatt, hálsbindi og í víðum hvítum síðbuxum. Aö sögn Banda- ríkjamannsins Bretram Wolfe (sem seinna ritaði ævisögu eigin- manns hennar) haföi hún þann mesta blótsyrðaforða sem hann hafði nokkru sinni heyrt hjá konu. Hugsanagangur og framkoma Fridu og félaga hennar minnti um margt á stúdentauppreisnirnar í Evrópu og Bandaríkjunum um og eftir 1968. Þau skipulögðu setu- verkföll og hvers kyns uppákomur í mótmælaskyni við ríkjandi ástand í skólanum og þjóðfélag- inu. Þegar Frida Kahlo var 18 ára lenti hún í umferöarslysi, hrygg- brotnaöi og skaddaöist mikið inn- vortis. Alla ævi þjáðist hún af eftirköstum slyssins. Líf hennar var Ödysseifsferð milli sjúkra- húsa í Mexíkó og Bandaríkjunum. Þrátt fyrir líðan sína bar hún sig vel. „Ég er ekki dauð,” sagði hún, „ég hef fundið tilgang í lífinu: málaralistina.” Fyrsta vinnustofa Fridu Kahlo var sjúkrarúm með spegli fyrir of- an og himni. Hún málaði myndir af kvalafullu andliti sínu og ævi- langt varö sjúkleikinn henni að myndefni. Sagt er að hún hafi mál- að eins og aðrir skrifa dagbók. Málverk hennar nærðust á þjáningum hennar og tjáðu þær. Þrisvar sinnum missti hún fóstur og í myndum hennar koma oft fyr- ir fóstur, hjólastólar, sjúkrarúm, brotin hryggjarsúla, sár, blóð, ör og kvöl. Gifsbeltið sem hún varð jafnan að vera í málaði hún fagur- lega og efnið í fötunum sem hún klæddist var skreytt myndum af skuröum, örum og þvílíku. Eiginmaöur Fridu Kahlo var mikilsvirtur listmálari, Diego Rivera. Sagt er aö þaö hafi verið ást við fyrstu sýn. Þau voru ólík hjón og kunnugir segja að sam- band þeirra hafi verið líkast sam- bandi náinna feögina. Hann var risavaxinn, 1,90 m á hæö og vó yfir þrjú hundruð pund og var helm- ingi eldri en hún þegar þau giftu sig, 1929, í listamannahverfinu í Mexíkóborg. Frida bar óumræði- lega mikiö traust til manns síns og leit á hann sem stoð sína og styttu í bókstaflegri merkingu. „Þegar þú fannst mig var ég sködduð, en þú hefur læknað mig.” Hún kallaði mann sinn „Froskafésið” og hann hana „fagra barnið sitt”. Þó málaöi Frida stundum sjálfa sig sem móður og Diego sem barn sitt. Hjónaband þeirra var þó ekki mjög farsælt. Diego Rivera var mikill kvennamaöur og átti marg- ar ástkonur. Fridu sárnaöi oft við hann vegna þessa. Síöar urðu Frida og tvær ástkonur Diego góðar vinkonur. Þær ræddu oft um manninn sem þær elskuöu allar og kölluðu hann stórt barn. Frida og Diego slitu samvistum 1938, eftir 9 ára hjónaband. Frida málaöi mynd af sjálfri sér stutt- klipptri. Tilefni myndarinnar er þegar hún kom að manni sínum meö annarri konu. „Þá langaði mig að klippa af mér háriö,” segir hún. Á myndina skrifaöi hún texta viö þekktan slagara: „Þegar ég elskaði þig var það vegna fallega hársins þíns. Nú, þegar þaö er orð- ið stutt, elska ég þig ekki lengur.” En tveimur árum eftir skilnaðinn giftu þau sig aftur. Frida þráði mjög að eignast barn en eins og áður er sagt missti hún þrisvar sinnum fóstur og varð ekki að ósk sinni. Hún bjó lengstum í Coyacán í Mexíkóborg og vann þar. Hús hennar var prýtt hinum sérkenni- legustu listaverkum eftir hana sjálfa, mann hennar og aðra. F rida Kahlo var kennari við lista- skólann La Esmeralda. Kennslan fór fram á heimili hennar, nemendurnir kölluðu sig Los Fridos og kennslan var ákaflega frjálsleg. Los Fridos máluðu þaö sem þá langaði til en lærimeistar- inn í hjólastólnum var þeim innan handar. F ridu Kahlo dreymdi um að ná til alþýðunnar með verkum sínum og stillti þeim oft upp á almannafæri og þar sem verkamenn áttu leið um. Frida Kahlo hugsaði oft um sjálfsmorð, einkum síðustu ár ævi sinnar. Þjáningar og þreyta vegna stöðugra læknisaðgerða voru aö yfirbuga hana. Annar fóturinn var tekinn af henni 1953 og eftir það var hún ákaflega þunglynd. Hún lést 1954, þá 47 ára gömul og einn frægasti listmálari þjóðar sinnar. Viö útförina sveipaði eiginmaður hennar kistu hennar rauðum fána með hamri og sigð og sunginn var alþjóðasöngur verkalýðsins, internasjónallinn. Frida var mikils metin meðal annarra listamanna og listunn- enda. Franski listamaðurinn Marcel Duchamp sýndi lista- verkasafnaranum Peggy Guggen- heim myndir hennar í París. Pablo Picasso sagði að enginn gæti málaö jafngóð portrett og Frida Kahlo og súrrealistinn André Breton fór miklum viður- kenningarorðum um hana. Þó féll hún í gleymsku um skeið. 37. tbl. Vikan 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.