Vikan


Vikan - 16.09.1982, Page 43

Vikan - 16.09.1982, Page 43
ekki piparsveinn og. . . Bíðið aðeins, vinir mínir! Hvað var annars langt að Löngumýri? 230 kílómetrar. Það var annars tals- vert langt ef maður hugsaði út í það. Langamýri var með öðrum orðum ekki staður sem maður skrapp til baka frá, óvænt. Ef maður hafði talað við manneskju stadda á Löngumýri fyrir tíu mínútum var engin hætta á að hún stæði í stofunni fimm mínútum seinna, eða hvað? Sem þýddi nákvæmlega það að ég gat dregið fram betri fötin og farið í bæinn. Ekki nokkur sála (á Löngumýri) myndi deyja þess vegna og engin sála (á Löngu- mýri) myndi nokkurn tíma kom- ast að því. Maður gæti farið á krá. Ég hafði ekki tyllt mér á krá í fjöldamörg ár. Það hlyti að vera gaman að reyna það aftur. Maður gæti þá kíkt í glas og litið á stelpurnar. í mesta sakleysi auðvitað. Rétt til að endurlifa piparsveinsárin aftur. Það gæti varla verið neitt illt? Rétt að dreypa á viskíi og bjóða einhverri stelpunni upp á glas, hafa það gottog. . . Ringgg! Síminn. Það var Maríanna. Hún hafði gleymt að spyrja hvort ég hefði munað að vökva blóm- in. Og Hawaiirósina líka? í Fariði i sumarfrí ennþá? Líttu frekár 6 þetta sem svo að nú sértu /aus við Lög unga fólksins. Þýðandi: Anna garðstofunni? Já, já, ég hafði munað eftir öllu, sagði ég til að róa hana. Svo sagði hún mér að hún kæmi heim á þriðjudag með lestinni á Aðalbrautarstöðina klukkan 16.10. Ég lofaði að koma tímanlega og hún sagði mér að hafa það gott. Hún gaf mér sem sagt blessun sína. Svo talaði ég aðeins við mömmu hennar, kvaddi og fór að vökva blómin. Líka Hawaiirósina í garðstofunni. Tvö hundruð og þrjátíu kíló- metrar að Löngumýri. Ef ég hafði nokkurn tíma fengið tækifæri þá var það nú. Og hvað með það, fjandakornið, maður liflr þó aðeins einu sinni, aðrir eiginmenn voru heldur ekki svo nákvæmir í þessu þegar konurnar þeirra voru á ferðalög- um. Þetta átti hvort eð er ekki að verða neitt ofboðslegt, eða hvað? Fetaði maður ekki þrönga veginn á hverjum degi? Þurfti maður kannski ekki á smáuppörvun að halda? Til að blaka eyrunum smávegis? Og var ekki einmitt til gamall málsháttur sem sagði eitt- hvað í þeim dúr að það sem maður sæi ekki særði mann ekki? Ég var alveg ákveðinn þegar ég lagði vatnskönnuna frá mér og náði mér í tandurhreina ný- straujaða bláa skyrtu. Hálftíma seinna tók ég hattinn ofan af hillunni í forstofunni, kveikti mér í sígarettu, lagaði silkiháls- bindið í síðasta sinn og sann- færði sjálfan mig um leið og ég leit í spegilinn með gagnrýnis- augnaráði um að ég gæti vel lit- ið út fyrir að vera glæsilegur ungur maður og ekki degi eldri en 38 ára. Ég var tilbúinn að fara yflr þröskuldinn og varpa mér á vit nýrra ævintýra. En þágerðistþað. Lítill, útreiknaður, djöfulleg- ur hlutur sem eyðilagði allt, og ég varð tíu árum eldri á örskots- stund, lagði hattinn á hilluna, fór úr bláu skyrtunni minni og náði mér í rykgráan innijakka, lagði mig með indíánasögu eftir Cooper og reyndi að gleyma mér yfír henni. Og hvað gerðist svo sem? Von að þú spyrjir? Það sem gerðist var einfaldlega það að ég leit á sjálf- an mig í forstofuspeglinum, síðan stakk ég hendinni í innri vasann á jakkanum mínum og fann þar hvítan bréfmiða. Ég tók hann upp, fletti honum í sundur og fleygði honum frá mér. Síðan hugsaði ég mig um og leit nánar á það sem stóð á honum. Þarna stóð með rithönd Maríönnu: En hvað þú ert flottur! Og hvert ætlarþú svo? i! VELA viö Óöinstorg s. 23363 VELA við Óöinstorg s. 23363 Ný verslun meö stóla og borð fyrir fatlaöa og alla sem vilja vernda heilsuna Ropox stillanleg borð og hjálpar- tæki fyrir fatlaða. Sibast skrifstofustólar og fundar- stólar. Vela stólar vernda bakið Stólar fyrir fatlaöa, fyrir skólafólkið. Skrifstofustólar, iðnaðar stólar, tannlæknastólar. Sérsmíðaðir stólar sem henta öllum. ÞETTA ERU STÓLARNIR SEM SÉRFRÆÐINGARNIR MÆLA MED Seinasta sending er uppseld. — Pantiö tímanlega. 37. tbl. Vlkan 43

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.