Vikan


Vikan - 16.09.1982, Page 46

Vikan - 16.09.1982, Page 46
Höfundur: J.A. Sonne EIIMBÚIIMIM ■r'ú ert heimskur! Heimskur, einfaldur og grófur! Aumur svindlari... Skór kom fljúgandi yfir ósnyrti- legt svefnherbergið og Tómas Beck flýtti sér í skjól, undan æstri stúlkunni í rúminu. Annar skór skall á baðherbergishurðinni um leið og hann læsti henni á eftir sér. Hann starði reiðilega á sjálfan sig í speglinum. Asni, það var ein- mitt það sem hann var! Hvað í öll- um ósköpunum hafði fengið hann til að taka þessa kvensnift upp á sína arma fyrir tæpu ári og fara að búa meðhenni? Hann sparkaði í blautt baöhand- klæði, sem lá í hrúgu á gólfinu, og hóf morgunraksturinn.Reiðin sem hann fann til gagnvart Jane og sjálfum sér var þó ekki svo heiftug að hann léti hana aftra sér frá því aö rannsaka andlit sitt af venju- legum áhuga. Hann hafði sannar- lega ekki hugsað sér að sökkva niöur í þetta ógeðslega umhverfi sem hún hafði dregið hann í! Það hlaut að vera hægt að losa sig við hana í eitt skipti fyrir öll. En hvernig? Hún barði á hurðina og sýndi furðulega kunnáttu í hinum ýmsu illyrðum en hann lét þetta ekki trufla sig við raksturinn og snyrti litla snyrtilega yfirvaraskeggið með naglaskærunum áður en hann úðaði rakkreminu á sig. Hvað ímyndaöi hún sér að hún væri? Ætlaöi hún að vekja athygli allra á gestaheimilinu svo að þeim yrði báðum kastað á dyr? Hávaðinn frá steypibaðinu yfir- gnæfði hrópin í henni og þegar hann fór fram til að klæða sig var hún orðin það róleg í tætingslegu rúminu að skothríðin truflaði ekki lengur snyrtingu hans. Munurinn á þeim varð bersýnilegur þegar hann hneppti blaserjakkanum yfir snjóhvíta skyrtuna og hnýtti vandað silkibindið. Þarna lá hún vælandi og ósnyrtileg, tilbúin að kasta sér út í næsta atriði leiksins, leitina að meðaumkun hans, en hann stóð vel klæddur, heims- maöur fram í fingurgóma, tilbú- inn að taka því sem dagurinn bauð uppá. Hann skellti hurðinni á eftir sér með fætinum áður en hún náði að kasta sér á eftir honum. Þegar hann kom fram á ganginn klappaði hann stofustúlkunni róandi á kinnina. — Viö erum að æfa fyrir sumar- skemmtun fyrirtækisins, sagði hann og brosti þessu brosi sem alltaf hafði sín áhrif á veikara kynið. Magnussen forstjóri stóð frammi í móttökunni þegar Tómas flýtti sér framhjá. Það var svo sem eftir öðru! Nú átti maöur líklega að fara að gera grein fyrir hvers vegna maður kom tuttugu mínútum of seint. Hann ákvað aö ljúka þessu af og nam staðar við opnar dyrnar. — Vesen með bílinn, sagði hann afsakandi. — Og umferðin á Strandveginum var hræðileg í morgun. Magnussen leit rannsakandi á hann. — Líttu aðeins inn til mín eftir nokkrar mínútur, ef þú mátt vera að, Beck. Eða seinna ef það hentar þér betur. — Meö ánægju, herra Magnussen. Annars var ég að hugsa um aö vinna nokkra tíma yfir í kvöld. Það hentar mér mjög illa að ég skyldi tefjast einmitt í dag. . . það er vitlaust að gera í deildinni. Magnussen virtist utan við sig og hann rumdi eitthvað óskiljan- legt. Hann var mjög ánægður með þennan unga og myndarlega starfsmann sinn. Hann var iðinn og metorðagjarn og hann var góð kynning fyrir fyrirtækið út á við. Viðskiptavinirnir kunnu vel að meta heillandi, drengjalega fram- komu hans. Beck mátti ekki halda að það ætti að fara að lesa honum pistilinn vegna tuttugu mínútna seinkunar. Þannig fór að Tómas gat bakað sig í náðarljósi yfirmanns síns þegar hann mætti fimm mínútum seinna. Honum var bent á aö setjast í stóran leðurstól við skrif- borðið og honum var boðinn vindl- ingur, sem hann afþakkaði kurt- eislega. Ég er að hugsa um að fjölga í söludeildinni, Beck. Við höfum haft góðan vind í seglunum, þrátt fyrir slæma tíma, og ég verö að fara að skipta niöur ábyrgðinni áöur en sá dagur rennur upp að ég þurfi aö láta fyrirtækið í hendur dóttur minnar. Þú hefur sýnt þaö og sannað að þú ert öllum hnútum kunnugur. Gætirðu hugsað þér að verða sölustjóri — með aðstoðar- forstjóratitilinn innan seilingar ef þróunin veröur eins og vonast er til? Tómas svimaði. Hann hafði búist við skömmum og svo féll þessi appelsína í hattinn hjá hon- um. Sölustjóri... villtustu draum- ar hans myndu rætast! Hann gæti sparkað út nokkrum illa séðum samstarfsmönnum — bráðum yrði hann yfirmaður þeirra! Hann hafði þá haldið rétt á spilunum. Og það sem þurfti til að rækja starfið myndi áreiðanlega koma með tímanum. Það yröu ekki fleiri vandamál með Jane. Hún skyldi ekki verða honum fjötur um fót lengur. Þegar öllu var á botninn hvolft mátti þá ekki túlka orð Magnussens um dótturina svo að hann sæi kannski í Tómasi tilvon- andi tengdason? Þetta sama kvöld myrti hann Jane. Hún lá enn í rúminu, hálf- meðvitundarlaus af pillum og áfengi þegar hann kom heim og hann kyrkti hana án þess hún yrði hans vör. Af hálfu Tómasar var þetta ekki gert í neinum æsingi. Hann hafði aldrei rænt neinn lífinu áður þó að hann hefði stundum langaö til þess. Eina vandamál hans var hvað hann ætti að gera við líkið. í fyrsta skipti var hann ánægður með hve lítil og grönn Jane var. Hún komst einmitt í stóru ferða- töskuna hans. Hann sagði ráðs- konunni sorgarsögu um að kærastan væri stungin af og þessi saga kom ágætlega heim og saman við að hann pakkaöi niöur eigum hennar. Ráðskonunni létti, nú myndi komart á friöur í húsinu — hún hafði aldrei trúað sögum stofustúlkunnar um skemmti- atriði og æfingar — og þegar Tómas notaði tækifærið til aö ganga frá tveggja mánaða leigu fór svo að allir brostu vingjarn- lega til hans þegar hann fór út í bílinn með farangurinn. í tímanna rás hafa margir moröingjar verið gripnir þegar þeir hafa verið aö reyna að losa sig við líkið. En heppnin var enn með Tómasi. Hann kom ferðatösk- unni fyrir í farangursrýminu og eftir hádegi ók hann til Norður- Sjálands, sveigði inn í eyðilegan skóg þar sem djúp hjólför sýndu að skógarhöggsmenn höfðu nýlega dregið þunga trjástofna í burtu. Og næstu klukkustundirnar vann hann ötullega að því að grafa með skóflunni sem hann hafði einmitt keypt í þessu tilefni. Skógarjarðvegurinn var þungur og leirborinn og ekki gerðu seigar trjárætur honum verkið auðveld- ara. Oftar en einu sinni hrökk hann við er hann þóttist heyra fótatak í f jarlægð og þá stökk hann niður í stækkandi gryfjuna og hvíldi sig um leið. Það var þegar hann var aö ljúka við að breiða greinar yfir gryf juna og ganga frá verksummerkjum að hann tók eftir að hann hafði fengið áhorfanda. Ung kona í lopapeysu og óhreinum gallabuxum var allt í einu komin fyrir aftan hann og hún horfði áhugasöm á tilfæringar hans með skóflunni. — Þýfi? spurði hún vingjarn- lega. Fyrsta hugsun Tómasar var aö sveifla skóflunni einu sinni enn og losa sig við þennan óþægilega áhorfanda á staðnum. En hugsunin um að þurfa að grafa aðra gryfju fyrir annað lík, sem sennilega yrði leitað betur að en hinni vina- og ættingjalausu Jane, fékk hann til að skipta um skoðun. Hann brosti þreytulega til hennar. Það var um að gera að vinna tíma. — Jæja, þaö er þá búið að koma upp um mig! Hvað nú? Hringir þú ílögregluna? Hún yppti öxlum og leit hæönis- lega í kringum sig í skóginum. — Ég veit ekki til að hér leynist neinir símaklefar. Og svo þarft þú ekki að vera að útskýra neitt fyrir mér. Mín vegna getur fólk gert það sem því sýnist með sínar eigur og annarra. Ég er búin aö segja mig úr samfélaginu! Tómas hikaði. Kæruleysi hennar gat verið bragð af hennar hálfu til að vinna tíma. En hvað var hún aö gera hér? Hvers vegna stillti hún sér upp beint fyrir aftan 46 Vikan 37. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.