Vikan


Vikan - 10.02.1983, Qupperneq 15

Vikan - 10.02.1983, Qupperneq 15
FRAMHALDSSAGA anir. Og ef svo væri gæti hún vel skilið þaö, en svo var hins að gæta. . . Þegar hún kom aftur inn í dag- stofuna sína náöi hún sér í síöustu útgáfu af „Girl’s Guide”, fór út að glugganum, hélt blaðinu upp að ljósinu og fór að lesa lesendadálk- inn án þess að meðtaka nokkurt orð. Skyndilega greip hún andann á lofti. Kæra Gloria Cluff. Eg á í erfiðleikum með nábúa minn á loftinu. Hann ónáðar mig með plötuspilaranum. Eg hef talaö um þaö við hann en það gagnar ekkert. Gætir þú ráðlagt mér. . . Hún leit á úrið. Hér um bil þrjár mínútur voru liönar síöan hún átti þetta óhugnanlega samtal á stiga- pallinum. Drunurnar að ofan héldu látlaust áfram, læstu sig í hana eins og kattarklær niöur úr loftinu. Allt og sumt sem ég hef áorkað, hugsaði hún eymdarlega með sér, er að tífalda erfiðleikana. Nú hættir hann aldrei. I örvæntingu þreifaði hún eftir útiskónum, sem voru snyrtilega settir undir stól, og í því hætti hávaöinn. 2. KAFLI „Og síðan,” sagði Lindy við hinn skilningsríka herra Barker sem sat hinum megin við skjala- skápinn, „hef ég alls ekkert verið ónáðuð, guði sé lof. Grafarþögn.” „Það borgar sig alltaf að koma svona löguðu frá sér, tala um það,” sagði hann með áherslu. „Fólk nú á tímum gerir of mikið að því að sætta sig við hlutina.” „Eg er hrædd um að ég geri þaö sjálf. Mér finnst svo leiöinlegt að valda uppistandi.” „Samt gastu þetta á laugar- daginn.” „Þaö var bara um tvennt að velja, tala um það eða verða vitlaus.” „Eg skil hvað þú átt við. ” „Og auk þess,” bætti hún við og lokaði skjalaskápnum, „gat þetta varla talist uppistand, alveg þveröfugt ef nokkuð var. Eg hélt satt að segja að ég hefði slegið algert vindhögg eða jafnvel gert illt verra. Eg ætla ekki að lýsa því hvað mér létti þegar hann skrúfaði fyrir. Það var eins og þegar tannpína hættir snögglega. Eg gat varla trúað mínum eigin eyrumalla helgina. „Grísk tónlist, eða hvað?” sagði herra Barker hugsandi. „Hvaö heitir þessi nábúi þinn? ” Eg hef ekki hugmynd um það,” viðurkenndi hún. „Kannski Theodopolis. Hann sagði mér þaö ekki og nú hef ég ekki sérstakan áhuga.” A leiðinni heim kom hún við í kjörbúð, keypti kartöflusalat með lauk og bætti síðan við andalifrar- LEIKSOPPUR kæfu, hálfpundi af kröbbum og sneiö af ostaköku með kirsu- berjum. Hún gerði að garnni sínu við gjaldkerann á leiðinni út og fannst hún hafa bruðlað þó nokkuð. „Get ekki að þessu gert. Ætti frekar að passa upp á kaloríurn- ar.” „Er nokkur þörf á því, góða mín? Mér sýnist ekki að þú þurfir aö hugsa um línurnar. Attu von á sérstökum gestum í kvöld? ” „Nei,” sagði Lindy og setti varninginn í plastpoka, „engum sérstökum.” I staðinn fyrir að taka strætó gekk hún þessa tæpa þrjá kíló- metra heimtilsín. Með þessu fannst henni að hún ætti skilið helminginn af ostakök- unni í kvöldmat. Hinn helminginn og andalifrarkæfuna ætlaði hún að geyma til morguns. I kvöld skyldi hún hafa krabbann og kartöflu- salatið. Hún yrði upptekin alveg fram til klukkan átta við aö undir- búa þetta, en þá átti að byrja dag- skrá í sjónvarpinu sem lofaði ef ekki góðu þá að minnsta kosti ekki skaðlegu. Fyrsti hluti sakamála- myndar sem sýnd hafði verið árið áður en var endursýnd til aö fylla upp sumardagskrána. Eflaust yrði þetta óttalegt fánýti. Það fannst henni alltaf. En hún haföi misst af myndinni síðast og var reiöubúin að horfa á hana hleypi- dómalaust. Hún vildi gjarnan fylgjast með. Þegar hún gekk inn í húsið hélt hún opnum dyrunum fyrir roskinn íbúa í númer 24 á jarðhæð sem var á leið út í almenningsgarð með Yorkshire-hundinn sinn. Ekki var leyfilegt að hafa gæludýr í Ralp Court en stjórn eignarinnar sá í gegnum fingur með flest minni háttar brot á reglunum, allt upp í fílsöskur fannst Lindy. Hún beygði sig niður til aö klappa spikfeitum terriernum. „ Þið ætlið út í göngutúr. ’ ’ Gamla konan leit aðdáunar- augum á hundinn. „Hann finnur alltaf á sér þegar hann þarf út, ekki satt, Maxie? Getur verið þreytandi stundum.” „Þeim finnst gott að hreyfa sig,” sagði Lindy. Hún hafði aldrei átt hund. Hún hélt áfram upp stigann með pokann sinn og ákvað með sjálfri sér að næst þegar þær hittust skyldi hún spyrja konuna að nafni. Þær voru búnar að búa í sama húsi í meira en ár og hálfkjánalegt að þekkjast ekki með nafni. Ibúð númer 25 tók á móti henni á sinn velviljaöa, syfjulega hátt eins og lifandi vera sem var að vakna úr dái. Þegar hún lokaði dyrunum með fætinum fann hún fyrir þessari venjulegu tilfinningu, vellíðan blandinni einmanakennd. Undarlega skörp tilfinninga- blanda. Yfirgnæfandi var vissu- lega ánægjan. Aðdáun hennar á þessari íbúð líktist einna helst ákefö hins stolta eiganda ásamt ákveðinni varnarstöðu sem hún var aö reyna að vinna bug á. Undanfarið haföi hún veriö aö bræða með sér að hafa smáboð fyrir nokkra vini sína til að sýna staðinn. Nú yröi hún að drífa sig í það. Hún bar pokann inn í eldhús og tæmdi hann í ísskápinn áður en hún fór úr skónum og gekk á sokkaleistunum inn í stofuna til að hengja frá sér golftreyjuna sem hún hafði verið í þrátt fyrir hitann. Alltaf gæti kólnað, ómögulegt aö vita. Þegar hún var aö koma flík- inni fyrir á stólbaki byrjaði tón- listin. Hún stirðnaöi í miðri hreyfingu og stóð hálfbogin. Maginn virtist fara kollhnís. „0, nei,” stundi hún. Hún sá framan í sig í vegg- speglinum og andlitiö var eins og tungl í fyllingu. Hávaöinn var eins mikill og alltumlykjandi og fyrr. Enginn hellenskur blær yfir honum núna. I þetta skipti var þaö ótvíræður kúrekatónn, fiðlugarg og fóta- stapp ásamt frekri suðurríkjarödd og hrópum til áherslu. Takturinn virtist sleginn meö skotum úr sex- tommu byssum. Með vélrænum hreyfingum hag- ræddi hún treyjunni eins og hún vildi hafa hana áður en hún hörf- aði yfir að gluggahliðinni, griða- stað sem spjöll höfðu nú verið unn- in á. Hún stóð fyrir framan sjón- varpiö meö óbærilegan hjartslátt, kreppta hnefana að síðunum og starði á klukkuna. Tuttugu og eina mínútu yfir sex. Klukkan hálfsjö voru létt sönglög á dagskrá, vinsæl klassísk dægur- lög sem búið var að færa í stílinn en þó ekki alveg að eyöileggja. Henni fannst notalegt að hlusta á þetta meðan hún átti við matinn. Eftir níu mínútur myndi hún kveikja á sjónvarpinu en aðeins með því að hækka upp úr öllu valdi. . . Hávaöinn að ofan hljóðnaði. Hún lét fallast í næsta stól. Þetta var ókræsileg reynsla. A nokkrum augnablikum virtist vandinn hafa margfaldast og henni fannst hann óyfirstíganlegur. En auðvitað hafði þetta bara verið gleymska, smámistök, gamall vani sem hann svo leiðrétti strax og hann mundi eftir kurteislegri beiðni hennar. Skyndilega greip hana áköf vináttutilfinning í hans garð. Sennilega væri þetta ágætisnáungi en óframfærinn. Stærð hans eða öllu heldur smæð gæti átt sinn þátt í því. Aumingja maðurinn. Með nokkrum oröum hafði hún dæmt hans aöalhuggun úr leik, elektrón- iska undrið sem hann hafði eflaust eytt í stórfé. Ætti hann nú að rífa þetta allt niður? Henni fannst freistandi að hlaupa upp á loft aftur. Engin ástæða til að losa sig viö græjurnar mín vegna. Við skulum mætast miðja vegu, gera tilraun, finna út hæsta þolanlega styrkleikann. . . Þetta var ekki svo góö hug- mynd. Ekki gallalaus, því miður. Horfast yrði í augu viö stað- reyndir. Ibúðablokkir með mörgum litlum einingum voru einfaldlega ekki hannaðar sem diskó-staðir. Við því var ekkert aö gera. Niðurbældur styrkur var í sjálfu sér mótsögn. Ef einhverjum fyndist tónlist eiga að vera eins og þegar Concordþota hefur sig til flugs þá var engin furða þótt sá hinn sami færi yfir markið. Hér var annaðhvort um allt eða ekkert aðræða. Samt sem áður var þetta hálf- gerð synd. Hún opnaði sjónvarpið og raulaði með kynningarlag þátt- arins á meðan hún bjó til matinn. Flottur matur. Hún óskaði aö hún hefði boðið einhverjum að njóta hans með sér. En hverjum? Þá sjaldan hún hafði hert sig upp í að bjóða einhverjum á skrifstofunni höfðu allir verið uppteknir. Litli maðurinn uppi hefði kannski orðið glaður yfir góðri máltíð, hugsaði hún og kímdi. Honum veitti ekki af. Um hálfellefu, þegar hún var tilbúin í rúmið, hófust drunurnar að nýju. Hún beið þess vongóð aö fljótlega linnti. Eftir nokkrar mínútur breyttist vongleðin í örvæntingu. Nú mátti greinilega þekkja tónlistina. Söngvar úr 6. tbl.Vikan 15
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.