Vikan


Vikan - 10.02.1983, Blaðsíða 43

Vikan - 10.02.1983, Blaðsíða 43
segir þeim eitthvað, sem þeir vilja vita. Toni Hammerl beygði sig og gægðist inn um eina rifuna. Ösjálf- rátt færði ég mig f jær veggnum. — Svo að þú ert sonur dr. Beck- ers, sagði hann við drenginn. — Segðu mér, Bruno, eru einhverjir kassar í þessum kofa? Bruno var löngu búinn að rann- saka kofann gaumgæfilega. — Nei, hér er ekkert nema smádrasl og kóngulær, fullyrti hann. Toni Hammerl starði beint á mig núna, og gufan af andardrætti hans stóð inn um rifuna. — Ég er að leita að kössunum með sprengi- efninu, Kate. Eg vissi ekki, aö fað- ir minn hafði faliö þá í hinum kof- anum, fyrr en ég fór til aö hleypa þér út og komst að raun um, að þú varst sloppin. Nú er sá gamli bú- inn aö fela þá einhvers staðar ann- ars staðar, og ég verð að finna þá. — Þaö eru engir kassar hérna, sagði Bruno. — Þú mátt trúa því. Þú getur komiö og leitað sjálfur, en kannski skýtur þá Ulrich þig. — Þakka þér fyrir aðvörunina, ég held ég hætti þá ekki á neitt. Hann var vingjarnlegur við drenginn, en röddin var hörku- legri og tortryggnari, þegar hann spurði mig, hvaða upplýsingar Sloan vildi fá frá dr. Becker. Þegar mér loksins tókst að koma upp orði, var ég mjóróma og taugaóstyrk. — Upplýsingar, sem Jon hefur alls ekki á reiðum hönd- um. Skilurðu það ekki? Skildirðu ekki, hvað Bruno var að segja þér? Okkur er haldið hér gegn vilja okkar, og vopnaður maður gætir okkar. Sloan hefur viður- kennt fyrir mér að vera útsendari kommúnista, og hann ímyndar sér, að Jon hafi vitað, að Matt vann fyrir CIA og að Jon hafi verið samstarfsmaður Matts. Ég er bú- in að segja Sloan hundraö sinnum, að Jon viti ekki neitt og að ég hafi heldur ekkert vitað um starf Matts fyrir CIA, en hann neitar aö trúa mér. Og ef þú ætlar að halda fast viö þessar fáránlegu grun- semdir þínar um eitthvert sam- særi milli mín og föður þíns. . . — Nei, greip Toni Hammerl stuttaralega fram í fyrir mér.— Nei, ég gruna þig ekki lengur um neitt slíkt. Eg skulda þér víst bæöi skýringu og afsökunarbeiöni. Ég komst aö því hjá föður mínum, að vinur þinn, Danby, hafði ekki, þegar allt kom til alls, verið að hvetja gamla manninn til þess að útvega öfgamönnum í Suður-Týról sprengiefni. — Auðvitað ekki, svaraði ég þóttafull. Tilhugsunin um, að Matt kynni að hafa verið viðriðinn hryðjuverkastarfsemi, haföi hvílt þungt á mér, og mér var þaö mikil gleði að geta nú mótmælt því með vissu. — Sloan sagði mér, hvaö Matt var að gera. Það virðist sem hann hafi verið að vinna aö áætl- un til að koma í veg fyrir eða hindra það, sem Sloan kallar „friðsamlega” innrás kommún- ista í Austurríki. Toni Hammerl hreytti út úr sér nokkrum orðum á þýsku, sem gáfu nægilega vel til kynna af- stöðu hans til innrásar af nokkru tagi í Austurríki, þótt ekki skildi ég hvert orö. Hann byrjaði líka mergjaöa lýsingu á því, hvaö hon- um fyndist um Sloan, en dró í land, þegar ég minnti hann á ná- vist Brunos. Þess í staö fór hann aö tala um föður sinn. — Pabbi er mikill ættjarðarvin- ur, eins og ég sjálfur reyndar, sagði hann. — A sjöunda áratugn- um gerði hann allt, sem hann gat, til stuðnings austurrískum ætt- jaröarvinum í Suður-Týról. Eg var bara strákur þá og fannst ógurlega spennandi að vita af öllu þessu sprengiefni, sem notaö var til aö skemma og drepa. En þótt ég elski Austurríki jafnmikið og áöur, er ég nú algjörlega andvígur hvers konar ofbeldi. Faöir minn veit það, og þess vegna leyndi hann mig því, að Ameríkumaður- inn, það er að segja Danby, væri nokkuð annað en venjulegur hótel- gestur, hingað kominn til að fara á skíðum og klífa fjöll. En eftir að Danby fórst, viðurkenndi faðir minn, að hann og nokkrir ættingj- ar okkar heföu aðstoðað Danby — í þágu Austurríkis, sagði hann. Eg spuröi ekki, hvað þeir hefðu gert, gerði aöeins ráð fyrir, aö enn væri um týrólska vandamálið að ræöa, og ég óttaðist, að faðir minn lenti í fangelsi fyrir ólöglegar aðgerðir. Það var af þeim sökum, sem ég vildi ekki spyrjast fyrir um dauða Danbys, enda þótt mér virtist það mál allt mjög grunsamlegt. Eg vonaði aðeins, að þar eð hann var nú látinn, væri faðir minn laus allra mála. — Og svo skaut ég upp kollin- um, sagði ég. — Og þegar faðir þinn vissi, að við Matt höföum ver- ið vinir, hefur hann líklega haldiö, að ég vissi allt um geröir Matts. Allt í einu skildi ég ólíkt viðmót Hammerlanna í minn garð. — Og hélst þú þaö líka, Toni — og móðir þín? Er þaö ef til vill skýr- ingin á ýmsum óþægindum, sem ég hef oröið fyrir? Grýlukertið, sem féll niöur á stíginn, einmitt þegar ég átti leið um hann? Og leitin í herberginu mínu? 0, og þegar ég hentist af sleðanum! Varst þú skíöamaðurinn, sem þaut yfir sleðabrautina rétt fram- hjá höföum okkar Stephens? Eg hef aldrei á minni lífsfæddri ævi. . . Iðrun Tonis virtist einlæg. — Þaö var ekki ætlunin að gera þér mein, sagði hann. — Ég vildi aðeins hræða þig burt frá Kirch- wald. En þú lést engan bilbug á þér finna, svo að ég styrktist í þeirri trú, að þú værir hingað komin til að ljúka því verki, sem Danby hafði hafiö. Og þegar ég komst að raun um, að kofinn, sem ég lokaði þig inni í, var fullur af sprengiefni, neyddi ég föður minn til aö segja mér allt um það, sem hann hafði verið að pukrast. En á meðan ég var að yfirheyra hann, komu samverkamenn hans köss- unum undan. Og nú er ég að leita aö þeim, svo að ég geti sagt lög- reglunni frá þeim — án þess auðvitað að nefna nokkur nöfn. Bruno tosaði óþolinmóður í handlegg mér. — Bíddu aðeins, sagði ég. — Ætlarðu eftir sem áö- ur að segja lögreglunni frá sprengiefninu, Toni, þótt þú vitir núna, að það er ætlað sem liður í varnaraðgerðum? — Slíkar varnaraðgerðir eru ekki á færi gamalla karlakjána, sagði Toni ákveöinn. — Sjáðu til, eftir aö Danby hvarf af sjónar- sviðinu, tóku faðir minn og vinir hans að gera sínar eigin áætlanir. Þeim nægði ekki tilhugsunin um einhverjar fjarlægar aðgerðir, eins og að loka vegum, ef til inn- rásar kæmi. Þeir eru á móti þess- um nýju, fínu vegum, þeir vilja hafa Austurríki eins og það var áð- ur fyrr. Þeir biðu nú bara eftir ein- hverju minnsta tilefni til að fram- kvæma áætlun sína, sem var aö sprengja upp sjálfa Evrópubrúna! —0, sprengja Europabriike! hrópaði Bruno upp yfir sig sár- hneykslaður. — Og þið standið bara og talið og taliö — því reynir Toni ekki aö bjarga okkur héöan? — Auövitaö geri ég þaö, sagði Toni og setti gleraugun fyrir aug- un. — Ég renni mér núna beinustu leið niður í dalinn, og þaðan kalla ég á lögregluna. — En farðu varlega, baö ég. — Maðurinn í bílnum er meö byssu og. . . — Uss! sagði Bruno. Hann hafði farið að dyrunum og gægst þar í gegn. — Sloan er aö koma. Hann kemur eftir veginum. Eg kom skilaboðunum áfram til Tonis. — Og Sloan er líka vopnað- ur, sagði ég. Svo lækkaöi ég rödd- ina. — Eg vildi ekki segja þér, svo aö Bruno heyrði, en það var Sloan, sem drap Matt. I guöanna bænum gættu þín, Toni, hann mun ekki skirrast við að drepa þig líka, ef honum stendur ógn af þér. — Uss! heyrðist frá Bruno. — Hann kemur hér framhjá eftir augnablik. Viö stirðnuðum öll í sömu spor- um. Fáeinum andartökum síðar dró Bruno andann léttar. Hann sagði okkur, aö Sloan heföi rennt sér framhjá kofanum og stæði nú hjá bílnum á tali við Ulrich. — Eg fer núna, sagöi Toni lágt. — Hjálpin verður aö berast fljótt. — Sloan er að horfa hingaö, kallaði Bruno. — Hann er á leið- inni hingað! — Fljótur nú, hvíslaöi ég að Toni. — Eg reyni að tefja fyrir honum, meðan þú kemst af staö. Opnaðu dyrnar, Bruno! Drengurinn galopnaði dyrnar, og ég hljóp fram. — Phil, kallaði ég. — Hvernig gekk í Kirchwald, Phil? Geturðu ekki flutt okkur bráðum? Við erum að drepast úr kulda og hungri og. . . . Eg heyrði í Toni á bak við kofann, og svo birtist hann framundan honum. Hann reyndi að flýta sér, en þaö var allt annað en auðvelt að komast á skriö í djúpum, ótroönum snjónum. Sloan sá hann strax, en var óvið- búinn. Nú hrópaði hann til Tonis að stansa, svo fleygði hann frá sér stöfunum og þreifaði eftir byss- unni. 6. tbl. Víkan 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.