Vikan - 10.02.1983, Blaðsíða 35
Skop
Þegar ég skrifaði vangaveltu
mina um helgarferð til Glasgow (sjá
5. tbl. Vikunnar, 3. febr. 1983) var ég
að vissu marki villtur i fargjalda-
frumskógi flugsins.
Ég vissi þá ekki af hagstæðum
fargjaldsmöguleika til Glasgow.
Það er svokallað „rautt Apex". Það
er þeim skilyrðum háð að farið sé
pantað og borgað hálfum mánuði
fyrir brottför og gildir aðeins fyrir
þá ferð sem pantað er i — það er
sem sagt ekki hægt að breyta
áætlun sinni án þess að ógilda far-
seðilinn. Þá er og skilyrði að vera
minnst viku í ferðinni en koma
heim áður en mánuður er liðinn frá
upphafi ferðar.
Hvað Glasgow snertir er „rautt
Apex" einnig háð þvi skilyrði að
eingöngu séu notaðar mánudags-
ferðir Flugleiða. Ef ég hef skilið
þetta „rauða Apex" rétt er þá upp-
lagt að vera viku, frá mánudegi til
mánudags. Þá kostar flugfarið 4764
með flugvallarskatti. Það þýðir að
maður getur fengið hina ágætustu
viku í Glasgow fyrir 6444 krónur
miðað við ódýrustu gistingu á smá-
hóteli eða bara árbit og áningu. Á
þokkalegu hóteli i lægri brún, segj-
um til dæmis Raffles (sem ég þekki
ekki en virðist svolítið álitlegt) væri
kostnaðurinn 7000 krónur, á Ingram
8500 og lúxushóteli svo sem
Grosvenor 9800. öll þessi hótelverð
eru miðuð við verðskrá. Ekki er
óliklegt að við vikudvöl væri hægt
að fá afslátt sem lækkaði verðið
eða að ferðaskrifstofurnar hér
gætu náð enn hagstæðari kjörum.
Sem sagt, athugið málið, rautt
Apex og góða ferð til Glasgow.
Sigurður Hreiðar
Mest um fólk
Diddi var dauöur og Jón heim-
sótti ekkjuna til aö hugga hana og
láta samúö sína í ljós.
— Viö Diddi vorum svo miklir
vinir, sagði hann, heldurðu að þú
eigir eitthvert smáræði, sem hann
lét eftir sig, sem ég mætti eiga til
minningar um hann?
Ekkjan leit upp tárvotum aug-
um og hvíslaöi mjúkum rómi:
— Hvaðmeðmig?
Ein úr saumaklúbbnum hafði
farið í fjörugt samkvæmi og vin-
konur hennar voru hreint að sálast
úr forvitni þegar hún kom í næsta
saumaklúbb og vildu heyra allt í
smáatriðum.
— Hvernig var Bidda klædd?
spurðu þær.
— Ja, þið vitið að hún er alltaf
að kvarta undan því að hún eigi
svo lítil föt í klæðaskápnum
sínum. . .
— Já-á...
— Ja, hún var í þeim.
Hórna væri hentugt að setja upp
Ijósritunarvólina.
Eftirjólaþankar
um „skóinn"
— Eigum við eitthvað til að setja í
skóinn?
— Ja, ís, alla vega.
I barnaafmæli: — Mamma, get-
urðu skroppið heim og sett skóinn
minn út í glugga og sótt mig svo á
eftir?
Meira um fólk
Hafnfirðingur gengur inn í
veitingasal frægs skemmtihúss á
Akureyri, finnur autt sæti við
barinn og hellir í sig þrem
tvöföldum. Snýr sér síöan aö
stúlkunni sem situr í næsta sæti
viðhannog segir:
„Heyrðu, vina. Mundir þú geta
hugsað þér að skríða upp í með
alveg bláókunnugum manni? ”
,,Je minn — aldrei í lífinu, gamli
vinur!”
6. tbl. Vikan 35