Vikan


Vikan - 10.02.1983, Blaðsíða 27

Vikan - 10.02.1983, Blaðsíða 27
frœgðarinnar? lifir. Efvel er leitað til hlið- ar við mannkynssöguna má finna ýmsa aðra, sem ef til vill hafa ekki síður haft áhrif á samtímann, og þar eru konurnar ekki jafn- fágætar. Margar lenda þær þö í viðjum fastmótaðra hugmynda um hlutverk konunnar og verða fórnar- dýr þess og einnig eigin frægðar. Ferill hinnar frönsku Brigitte Bardot er eitt af þessum sígildu dæmum og það er ekki fyrr en núna á seinni árum sem hún hefur árætt að brjótast úr viðjunum. haföi hún viðdvöl á Reykjavíkur- flugvelli, á leiö sinni til Kanada til þess að mótmæla aðferðum sela- veiöimanna á þeim slóöum. Skinn kópanna voru eftirsótt og höfðu þarlendir ekki séö neitt athuga- vert viö veiðiaðferðina, sem fólst í því aö flá kópana lifandi. þetta leyti hélt hún óteljandi ræð- ur á opinberum vettvangi, í klúbb- um, þinghúsum og svo mætti lengi telja. Hún þurfti svo sannarlega að berjast fyrir því að verða tekin alvarlega og gamla B.B. ímyndin reyndist henni fjötur um fót. En smám saman tók umheimurinn aö kyngja nýrri mynd af Bardot, að hún lifði nú einungis fyrir dýrin sín og takmarkið í lífinu væri að láta gott af sér leiða i þeirra þágu. Aö glansmyndin væri ef til vill gróf fölsun — B.B. heföi bæði skoöanir og tilfinningar rétt eins og annað fólk. Ein nýrri tilraunanna til þess aö leiðrétta goðsögnina um hjarta - og heilalausa glæsikvendið er myndaflokkurinn um hana sjálfa þar sem hún segir sögu sína og dregur fátt eða ekkert undan. Þættina vinnur hún í samvinnu við þekktan franskan sjónvarps- mann, Alain Bougrain-Dubourg. Hann er mikill dýravinur eins og hún sjálf og þau kynntust einmitt í gegnum baráttuna fyrir tilveru villtra dýrategunda. Hugmyndina að þáttunum átti Bardot sjálf og einsetti sér í upphafi að draga ekk- ertundan. „Svo margt hefur veriö sagt um mig þessi ár í fjölmiðlum að kom- inn er tími til að sannleikurinn ráði ferðinni. Og þá einmitt nakinn sannleikurinn, þar sem engu er leynt.” Svo berorð vill hún vera að Bougrain-Dubourg sjálfur hefur oft verið á báðum áttum — hvort ef til vill ætti ekki að sleppa einhverju. Þar eru sjálfsmorðstil- raunirnar nærtækasta dæmið. En Bardot er sjálf hörö á að draga ekkert undan til aö þarna verði um sem sannasta mynd að ræða. Og hún segir um sjálfsmorðstil- raunirnar meðal annars: „Frægðin er hryllileg á stund- um og reyndist mér aö lokum óbærileg. A þessum árum virtist mér mistakast flest sem ég tók mér fyrir hendur í fullri alvöru, meira að segja sjálfsmorð. Og veistu hvers vegna? Eg fleygði mér ekki fram af svölunum heima hjá mér í stað þess að taka inn svefnlyf. Þaö var vegna þess að ég vissi að meira að segja þar fengi . . .og hins vegar í draumahlutverkinu — ungur og efnilegur ballettdansari. framan myndavélar. En örlögin höguðu því þannig að hún var beöin um að sitja fyrir á forsíðu- mynd fyrir tímaritiö Elle og þá varð ekki við snúiö. Ungur leik- stjóri, Roger Vadim, sá myndina og ákvað að þarna væri konan sem hann væri að leita að. Þetta fjórtán ára stúlkubarn hafði eitt- hvað viö sig sem hann þóttist viss um aö væri einstakt. Og þau kynntust og hann ákvað að giftast henni. Faðir hennar bannaöi henni aö hitta hann og lét ekki undan fyrr en hún reyndi sjálfs- morð í fyrsta sinn, þá meö hefð- bundinni franskri aðferö: lagðist með höfuöið inn í gasofn. Þau fengu að hittast og giftust þegar Bardot var aðeins sextán ára. En meira aö segja á brúðkaupsnótt- ina haföi faðir hennar bæði töglin og hagldirnar. Hann mælti svo fyrir aö Vadim svæfi í boröstofunni — þar sem hann hafði búið um hann á sólstól. En faðirinn missti smám saman tökin og Roger Vadim breytti Bardot í þá mynd sem heimurinn síöar kynntist. Kvikmyndin sem hann gerði með hana í aöalhlut- ber árið 1934. Foreldrarnir voru vel efnaðir og hún hlaut mjög strangt uppeldi. Var kennt aö um- gangast foreldra sína mjög form- lega, líkt og um óviðkomandi fólk væri aö ræða. Einkum segir hún föðurinn hafa veriö strangan, hann beitt hana þungum refsing- um ef eitthvað var ekki eins og honum þótti æskilegast. Sjálf segist hún aldrei hafa fengiö þá til- finningu að heimilið væri hennar samastaður: „Líklega kaupi ég svona mörg hús og reyni að gera heimilisleg á minn máta til þess i að uppfylla þörfina fyrir að eiga reglulegt heimili.” Stúturinn klassíski alveg á sínum stað. ég ekki frið, þeir myndu taka myndir þar sem ég lægi dáin og allir fengju sem gleggsta mynd af öllum smáatriðum. Kannski bygg- ist samúö mín meö villtum dýrum á því aö ég skil hvernig þeim líður, veit hvernig tilfinning það er að vera hundelt og eiga engra griða aðvænta.” Hún fæddist í París 28. septem- Framtíðardrauma átti hún svo sannarlega og strax um sex ára aldur var lífsstarfið ákveðið. Fræg ballettdansmær skyldi hún verða og næstu árin stundaöi hún ballettnám af kappi og náði góðum árangri. En kvikmynda- leikur var aldrei hennar draumur og það urðu henni mikil vonbrigði að draumurinn um ballettinn varð ekki að veruleika. A þessum árum átti hún einnig við mikla feimni að stríða og leið hreinlega illa fyrir 6. tbl. Vikan 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.