Vikan


Vikan - 10.02.1983, Blaðsíða 44

Vikan - 10.02.1983, Blaðsíða 44
Framhaldssaga Ef Sloan næði byssunni í tæka tíð, þyrfti ekki að spyrja að leikslokum. Toni hamaðist eins og hann ætti lífið aö leysa — sem hann haföi svo sannarlega — til að komast fram á brekkubrúnina, en enn fór hann ekki hraðar en svo, aö hann var auövelt skotmark. — Nei, æpti ég, þegar Sloan lyfti byssunni og miðaði. Og þá þaut eitthvað hart og kalt rétt framhjá eyra mér. Hand- leggir Sloans þeyttust upp í loftið, þegar snjóbolti, sem Bruno haföi skotiö af svo aðdáunarverðri ná- kvæmni, skall beint framan í hann. Skotið hljóp úr byssunni eitthvaö út í loftið, og hvellurinn bergmálaði í fjöllunum. Toni sveiflaði sér með glæsibrag yfir brúnina og þaut af staö niður hlíöina. Sloan lyfti byssunni aftur, og ég þreif í Bruno, dró hann inn í kofann og skellti aftur huröinni. Toni var úr allri hættu, en ég óttaðist, aö annaöhvort Sloan eða Ulrich hefndu sín á drengnum. — Þetta var meistaraskot, Bruno, sagði ég full aödáunar. — Austurrískir strákar kunna að kasta snjóboltum, sagði hann drýgindalega. — Við erum alltaf aðþessu. En þá heyröi ég undarlegt hljóð. — Hvaða hávaði er þetta? Þetta líkist helst þrumu, en ég hélt ekki. . . Bruno fölnaði. Sjálfsöryggið þvarr. — Eg veit, hvað þetta er, sagöi hann hægt, og röddin titraði af ótta. — Eg hef heyrt þaö áður, bara ekki svona nærri. Skot- hvellurinn hlýtur aö hafa komið af staðsnjóflóði. Hávaðinn færöist í aukana. Það var eins og járnbrautarlest kæmi æöandi yfir okkur. Eyru mín fylltust af ærandi hávaöa. Kofinn titraöi. Eg þrýsti Bruno að mér. Viö fleygðum okkur á gólfiö og hnipruðum okkur saman upp við bjálkavegginn, sem var okkar eina vörn gegn snjónum, sem æddi yfir okkur í þúsundum tonna. Átjándi kafli Þaö voru furutrén, sem lentu fyrst á kofanum. Eg heyrði óhugnanlegt marrið, þegar þau rifnuðu upp með rótum, gegnum þrumandi hávaöann frá snjónum, sem ruddist áfram. Og svo hrundi veröldin yfir okkur, þegar þau féllu yfir kofann, og snjórinn fylgdi í kjölfariö eins og drynjandi alda. Hávaðinn fjarlægöist og dvínaöi og dó aö lokum út. Allt var dimmt. Fíngerð snjókorn þyrluöust um allt, það var snjór í augum mér, snjór í eyrunum og munninum. Eg spýtti honum út úr mér. — Bruno? stundi ég. Þústin undir öðrum handlegg mínum bærði á sér. Eg hafði skýlt höföi drengsins með bognum handleggnum, og nú fann ég hár hans í hendi mér og fann ylinn af andardrætti hans, þegar hann lyfti höfðinu. — Erum við ómeidd, hvíslaði hann vantrúaöur. — Eg held það. Eitthvað stakk mig óþægilega í bakið og þrýsti mér niöur. Eg boraði hendinni gegnum snjóinn og fann, að það var trjágrein. Eg gat ýtt henni til hliðar og hreyft mig dálítiö. Eg þreifaði betur fyrir mér og rakst á fleiri greinar innan um bjálkabitana, sem áöur höfðu borið uppi þennan kofa. Snjórinn hélt áfram að sytra niður í gegnum rústirnar. — Eg er með vasaljós í vasanurn, sagði Bruno. — Ef þaö þá er enn í lagi. Hann brölti og vék sér til, og aö lítilli stundu liöinni klauf grannur ljósgeisli myrkrið. Hann settist upp við hliö mér og beindi ljósinu allt í kringum okkur. Geislinn var daufur, en hann sýndi mér allt, sem ég þurfti að vita. — Jæja, sagði ég eins hressi- lega og ég gat. — Við höfum sannarlega verið heppin, finnst þér ekki? Þessi tré hafa komið í veg fyrir, aö kofinn — og við með — sviptist niður fjallshlíöina. Þau hafa falliö yfir kofann og orðið okkar lífsakkeri. Við erum núna í eins konar helli. Eg get ekki staðiö upprétt, en þú getur þaö. Við erum fullkomlega örugg hérna, þangað til björgunarsveitin kemur á vettvang. Og svo flýtti ég mér aö bæta við: — Þú ættir að slökkva á vasa- ljósinu, Bruno, svo að rafhlöð- urnar eyöist ekki. Raunar voru það ekki rafhlöö- urnar, sem ég var að hugsa um. Þetta litla ljós haföi sýnt mér alltof greinilega, að við vorum allt annað en örugg í hellinum okkar. Fíngerður snjósallinn sáldraðist óaflátanlega inn til okkar. Guö mátti vita, hversu mikið lá laust milli greinanna og spýtnabraksins fyrir ofan okkur, en það eitt var víst, að ekki þurfti mikið til að fylla upp í þaö litla rúm, sem viö höfðum. Eg haföi sagt Bruno, að trén hefðu bjargaö okkur frá því að sópast niöur hlíðina, en nú var ég hreint ekki svo viss um, nema ég hefði kosið snöggan dauðdaga af því tagi fremur en hægfara köfnun í þessari síminnkandi hvítu gröf. Mér virtist loftið þegar tekið að þyngjast, þrátt fyrir kuldann. Það var eins og við önduðum að okkur snjó. Bruno var ákaflega hljóður. Hann sat og þrýsti sér upp að mér, og ég vonaði, að hann skynjaöi ekki örvæntingu mína. — Toni er afar fær á skíðum, sagði ég eins róandi og ég gat. — Hann hefur þotið niður í dalinn á undan snjóflóöinu og kallað á hjálp. Og hann veit upp á hár, hvar okkar er að leita, svo aö það líður ekki á löngu, áður en okkur verður komið til hjálpar. — Og pabbi er líka að leita að okkur, sagði Bruno og reyndi aö harka af sér. — Hann kemur líka. — Já, auðvitað, svaraði ég. Eg lagði handlegginn utan um hann. Mig langaði svo að vernda þennan dreng. Jon gerði áreiðanlega allt, sem í hans valdi stæði til að finna okkur, og það var skylda mín aö halda syni hans á lífi, uns hjálpin bærist. Ef hjálpin bærist. An þess aö vita raunverulega, hvað ég var að gera, fór ég aö ýta lausa snjónum frá mér og troða honum út í horn geilarinnar. Snjórinn tók minna loftrúm frá okkur samanþjappaöur, auk þess sem við urðum aö reyna að hreyfa okkur. Eg hvatti Bruno til aö fara aö dæmi mínu og reyndi að dreifa huga hans með gátum og skrýtlum. En um leið gat ég ekki varist því aö brjóta heilann um möguleika okkar á að bjargast lifandi. Það var alls ekki víst, aö nokkur vissi af okkur hér. Ef til vill hafði Toni aldrei komist niður fjallið. Eg hafði enga hugmynd um, hversu hratt snjóflóð falla. Eg vissi aðeins, að hraði þeirra er mikill. Vesalings Toni kynni að hafa lent undir snjónum, áður en hann náðt niður í aðalbrautina. Og enda þótt hann hefði sloppið lifandi og tekist aö kalla á hjálp, hlyti langur tími að líða, áður en björgunarmenn næðu til okkar. Og þá — jafnvel þótt Toni gæti bent nákvæmlega á staðinn, þar sem kofinn hafði staðið, og jafnvel þótt heil björgunarsveit tæki að grafa í snjóinn yfir höföum okkar, mátti hamingjan vita, hversu margra metra þykkt snjólagið væri. Við máttum reikna með aö dúsa hér í tólf klukkustundir, tuttugu og fjórar klukku- stundir. . . . En við yrðum áreiðanlega ekki á lífi eftir svo langan tíma. Eg efaði, að við þyldum kuldann nema í örfáar klukkustundir. Og snjórinn hélt áfram að sytra inn. Við lágum á fjórum fótum og hömuðumst við að þjappa snjónum jafnóöum saman, en mér var ljóst, aö við vorum aö tapa. Snjórinn barst hraðar að en viö réðum við. Eg reis upp á hnén og lyfti öðrum handleggnum yfir höfuð mér. Aður en ég gat rétt úr honum, rakst hann upp í greina- og spýtnaflækjuna, sem myndaði þak á geilina. Síðast þegar ég reyndi, haföi ég getað rétt úr handleggnum. Svo mjög haföi aö okkur þrengt. Það heyrðist brak að ofan. Viö höfðum heyrt þaö áður, þegar viðurinn lét undan snjóþunganum. Skyndilega brast grein og snjó- dyngja féll ofan á okkur Bruno. Við ruddum henni ofan af okkur og þjöppuðum henni út til hliðanna. En geilin okkar hafði augljóslega þrengst til muna. Enn heyrðist brak. Við hrukkum bæði viö, og Bruno greip þéttings- fast í handlegg minn. — Ég er ekki hræddur, Kate, sagöi hann meö ofboð í röddinni. — Ert þú hrædd? Eg reyndi að bera mig manna- lega. Hann tók upp vasaljósið, og okkur brá báðum illilega, þegar viö sáum, hversu mjög snjórinn hafði þrengt aö okkur. Eg lagði handlegginn aftur utan um Bruno, ekki síður mér en honum til hug- hreystingar. Hann neri augun með handar- bakinu. Eg fann, að hann barðist við grátinn. — Stundum, sagöi hann óskýrt, — stundum eru sendir hundar til að finna fólk, sem hefur grafist í snjó. Eg reyndi að glettast, þótt ég væri engu síður loðmælt en hann. — Sankti Bernharðshundar með koníakstunnu um hálsinn? — Nei, ansaði hann. — Þetta eru sérstaklega þjálfaðir leitar- hundar. Dobermen, held ég. Þegar snjóflóð falla svona, er farið með svoleiðis hunda í þyrlum á staöinn. Pabbi sagöi mér það. Hann var farinn að titra. Eg þrýsti honum að mér. — Það eru góðar fréttir. Þá skulum við hlusta eftir hundgá. — Eg hugsa, að við mundum fyrst heyra í þyrlunni, sagði hann. Svo stífnaði hann upp. — Kate, hlustaöu! 44 ViKan 6. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.