Vikan


Vikan - 10.02.1983, Blaðsíða 62

Vikan - 10.02.1983, Blaðsíða 62
\Km WSb PÓSTURIM Enn um Bubba Kœri Póstur. Mig langar svo agalega ad fá svör við þessum spurning- um um Bubb Morthens: 1. Hvad er hann gamall? 2. Hvar á hann heima? 3. Á hann krakka ? 4. Hvaöa mánaöardag fœddist hann ? Er nokkuö asnalegt að vera pönkari 12 ára ? Mynd- irðu vera svo vœnn að sleppa Helgu í þetta sinn. Vikan er geggjað blað. Bless, bless, Pönkarinn. Bubbi eða Asbjörn Kristinsson Morthens er samkvæmt þjóðskránni fæddur 6. júní 1956 og verður því 27 ára í sumar. Hann á heima í Reykjavík en Pósturinn veit ekkert um f jölskylduhagi hans. Ertu alveg viss um að þú sért pönkari? Ef þú ert það og ánægð með þaö þá sér Pósturinn ekkert athuga- vert við það og þaöan af síður asnalegt? Helga var ófús í þetta sinn. Dollar, Egó og fleira Kœri Póstur. Ég œtla að biðja þig að svara nokkrum spurningum. 1. Hvert er heimilisfang aðdáendaklúbbs ,,Dollar”? 2. Hvað hefur EGÓ gefið út margar plötur? 3. Hvar getur maður fengið upplýsingar um nám í hótel- stjórn ? 4. Getur Vikan birt myndir af hljómsveitunum sem spil- uðu í Satt-keppninni og birt plakat af hljómsveitinni sem vann ? 5. Hvort sér Pósturinn eða maki hans um heimilisstörf á heimili Póstsins. Ég þakka þér eða ykkur réttara sagt fyrirfram fyrir birtinguna og vona að Helga, hin œruverðuga Helga (maður verður að koma sér í mjúkinn hjá henni), sé mett. Bœ bœ, Ein af Króknum. 1. Dollar, P.O.Box 95, London SW15 2TN, England. 2. Þær munu vera tvær, Breyttir tímar og I mynd. 3. Hótelstjórn er ekki hægt að læra hérlendis en víða í Evrópu og Bandaríkjunum eru skólar sem sérhæfa sig í þessu fagi. Sérstaklega er mælt með svissneskum skólum. Sendiráð Sviss á Norðurlöndum er í Osló og þangað er hægt að skrifa (á Norðurlandamáli, ensku, þýsku eöa frönsku) og fá upplýsingar um skóla. Utanáskriftin er: Ambassade de Suisse, Drammensvejen 6, Oslo. Menningarstofnun Banda- ríkjanna, Neshaga 16 í Reykjavík, veitir gagnleg- ar upplýsingar um skóla- nám í Bandaríkjunum. Einnig má snúa sér til sendiráða ýmissa landa á Islandi og fá upplýsingar um nám í viðkomandi lönd- um. 4. Það má vel vera að Vikan birti myndir af hljómsveitunum í Satt- keppninni og jafnvel plakat af þeirri sem vann. Hug- myndin er góð og hefur reyndar þegar komið til tals. 5. Pósturinn er ekki vanur aö upplýsa um einkahagi sína og lætur það ógert nú sem endranær. Pósturinn getur samt sagt án þess að upplýsa neitt að honum finnst fráleitt annað en allt heimilisfólk sem vettlingi getur valdiö hjálpist að við heimilisstörfin og lítur það mjög alvarlegum augum ef þau safnast á eins hendur fyrir sakir fordóma eða einskærrar leti annarra hlutaðeigandi aðila. Gibba, gibba, maður. Þetta er dúndursterkur bjór! Það er vist best að þú spyrjir pabba þinn, eiskan. Hann er miklu betur giftur en óg. Ég vona að hann skori ekki, mig iangar ekkert tii að faðma hann og kyssa. PENNAVINIR Ellinor Larsson, Bárholsgránd 7, 66402, Slottsbron, Sverige, óskar eftir pennavinum á aldrinum 10— 15 ára, er sjálfur 11 ára. Ahuga- mál; dýr, tónlist og margt fleira. Ingrid Vermey, Fahrenheitstraat 395, 2561 DZ Den Haag, Holland, óskar eftir íslenskum pennavin- um. Hún er 21 árs og áhugamál eru aö spila á gítar og syngja, safna frímerkjum og póstkortum. Jimmy Pat, P.O. Box 565, Cape Coast, Ghana, West Africa, óskar eftir pennavinum á Islandi. Hann er 18 ára. Ahugamál: tónlist, póst- kort ogíþróttir. John K. Adams, c/o Adams, Weld- ing, Box 303, Sekondi, Ghana, ósk- ar eftir pennavinum á Islandi. Hann er 16 ára. Marianne Gullhaug, Lenesás 9, 3970 Langesund, Norge, er 14 ára norsk stelpa sem vill eignast pennavini á Islandi. Ahugamál: strákar, tónlist, partí, dýr og pennavinir. Hún skrifar á norsku, dönsku, sænsku og ensku. Mynd fylgi fyrsta bréfi ef hægt er. Dröfn Jónsdóttir, Götum, 871 Vík í Mýrdal, V-Skaftafellssýslu, óskar eftir aö skrifast á við stelpur eöa stráka á aldrinum 14—16 ára. Margrét Guðmundsdóttir, Hlíöar- vegi 4, 200 Kópavogi og Iris Haf- steinsdóttir, Hamraborg 6, 200 Kópavogi, óska eftir pennavinum (strákum) á aldrinum 12—13 ára, eru sjálfar 12 ára. Áhugamál: úti- legur, sætir strákar, diskótek, tón- leikar, og Tappi tíkarrass. Svara aðeins bréfum frá hressum strák- um. Kolbrún Nanna Magnúsdóttir, Bláskógum 11, 700 Egilsstöðum, óskar eftir pennavinum á aldrin- um 12—14 ára, er sjálf 12 ára. Ahugamál: skíöi, hestar, sund, handbolti, diskó og sætir strákar. Katrína Heinisen, 3815 Ljósa, 3800 Tórshavn, Foroyar, óskar eftir pennavinum á Islandi, 13 ára og eldri, er sjálf 14 ára. Skrifar á dönsku, norsku og færeysku. Kristín Kjartansdóttir, Flúðaseli 72, 109 Reykjavík og Asthildur Guðmundsdóttir, Flúðaseli 72,109 Reykjavík, óska eftir pennavinum á aldrinum 10—12 ára, bæði strák- um og stelpum, eru sjálfar 11 ára. Ahugamál margvísleg. Mynd fylgi fyrsta bréfi ef hægt er. 62 Vikan 6. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.