Vikan - 10.02.1983, Blaðsíða 51
Jesús og
hinir þrettán
Mig dreymdi að ég væri
komin í eitthvert hús og sá
að Jesús var þar að predika
yfir lærisveinum sínum. Eg
sá þetta í gegnum glerhurð
á húsinu. Eg vildi ekki
ónáða Jesúm svo ég horfði
bara á. Eg heyrði ekki orð
af því sem Jesús sagði. En
allt í einu kom Jesús auga á
mig, opnaði dyrnar og
spurði um erindi mitt. Eg
sagðist bara vera að horfa
á, en þá sagðiJesús:. ,,Þá
vilt þú eitthvað,'' og kom
til min og leiddi mig inn.
En þá virtist sem ég sæi
enga lærisveina. Nú tók
Jesús mig upp á hárinu en
ég fann samt ekki fyrir því.
Þá sá ég lærisveinana en þá
voru 2—3 aðrir menn
þarna líka. Eg átti að telja
lærisveinana meðan Jesús
gekk með mig um á hár-
inu. Eg taldi fyrst upp í 12
en svo gekk Jesús aftur um
á meðal lærisveina sinna og
þá taldi ég aftur. Þegar ég
leit einu sinni við sagði
Jesús mér að ég mætti ekki
líta aftur fyrir mig. Og þá
varð hausinn á mér stífur
(en þá hafði ég séð tvo
menn), og nú taldi ég 13■
Jesús setti mig niður en þá
var eins og hárið færi aj
mér. Þá greip Jesús i
hnakkann á mér og ég fann
ægilega mikið til og um
leið sleppti Jesús takinu á
mér.
Svo var ég allt í einu
komin fyrir framan komm-
óðuna mína sem ég nota
heima. Eg var komin í bláa
peysu og byrjaði að gramsa
i kommóðunni þar til ég
fann gullbelti. A meðan ég
var að skoða það kom Jesús
og lét mig hafa æðislega
fallegan Ijósbláan kjól. Þá
fór ég að faðma Jesúm að
mér.
En þá tók Jesús stykki af
klósettpappir sem var með
einhverju rauðu og blautu
i, eins og blóð á litinn, og
byrjaði að smyrjaþviá mig.
Eyrst smurði hann venju-
legum rauðum lit en siðan
sterkum rauðum lit. Allt í
einu sá ég mynd af mér og
þá var ég með hár og skegg
eins og Jesús og með hvitan
dúk vafinn utan um mig
fyrir ofan mitti. Þessi rauði
litur var smurður eins og i
hring um efri hlutann á
mér að framan. Síðan kom
einhver maður á bil og nam
staðar fyrir utan hús sem
liktist kirkju. Hann virtist
hneykslaður. Og svo man
ég ekki meir.
Flest ef ekki öll tákn í
þessum draumi eru með
eindæmum góð og boða
þér góða framtíð. Líklegt
má telja að lífsstarf þitt
tengist einhverju trúarlífi
og þú munir ná langt á því
sviði. Að vísu máttu búast
við að þurfa ýmislegt á þig
að leggja til þess að ná settu
marki og oft verði árekstr-
ar, en þér tekst þó yfirleitt
að fylgja sannfæringu
þinni án mikilla átaka.
Einnig áttu um tíma í sálar-
stríði vegna kynna þinna af
ólíkum trúarviðhorfum og
þá skiptir miklu að þú
skapir þér þín eigin viðhorf
í þeim efnum án mikilla af-
skipta annarra.
Öhugnanlegur
draumur og
annar skárri
Kæri draumráðandil
Eyrir stuttu dreymdi mig
tvo drauma og ég vona að
þú getir ráðið þá. En ef það
er bara pláss fyrir annan
skaltu ráðaþennan seinni.
Sá fyrri er á þessa leið: Eg
og vinkona mín, sem ég
kalla Y, vorum að koma út
úr rútu á gatnamótum og
héldum áfram i gagnstæða
átt við rútuna. Y, sem er
mjög gáskafull, sagðist ætla
að ganga á miðri götunni
og ég hermdi eftir henni en
mig brast kjarkur þegar ég
sá Lödu-sport koma á móti
okkur. Mér fannst við vera
á puttanum 17. júni. Eg
hljóp út af veginum og
kallaði á Y að koma lika.
Eannst mér ég vera með
fullt fangið af einhverju
sem ég var alveg að missa.
Þá sá ég X, hann var
frammí bilnum, en auk
hans og bilstjórans var ein-
hver aftur i sem ég sá ekki
hver var. X horfði á mig
þangað til bíllinn stoppaði.
Þá sleppti ég dótinu alveg
og sagði við Y í uppgjafar-
tón: YYYYYY! Mérfannst
ég vera að kenna henni um
að hafa misst dótið og til að
segja eitthvað ivandræðun-
um þegar ég sá X. Þá
vaknaði ég.
Seinni draumurinn er
svona: Eg var að horfa á X.
Hann ætlaði að fara (eða
stökkva) fram af einhverj-
um stærðar stökkpalli.
Hann var ekki nema rétt
Draumar
kominn fram af pallinum
þegar hann missti jafnvæg-
ið því hjólið hafði reist sig
of mikið og ég heyrði X
æpa upp yfir sig þegar
hann datt niður, en hjólið
datt lengra til hægri. Eg
hugsaði með mér: Eg fer
ekki, ég treysti mér ekki til
að sjá hann limlestan. En
ég fór samt og við mér
blasti ógeðsleg sjón. Þarna
var stærðar trékassi fullur af
blóði og á blóðinu flutu
leifarnar af X og hjólinu.
Mér fannst eins og andlitið
væri heilt og flaut það
ásamt hárinu á X í horn-
inu. Allt í einu var ég fyrir
neðan kassann og þar voru
tveir menn sem ég vissi
ekki hverjir voru. Þeir
gengu að kassanum. Eg
gekk að kassanum þegar
þeir voru horfnir. Eg leit
ofan í kassann og sá að
mennirnir voru að drukkna
íblóðinu. Svo vaknaði ég.
Með von um birtingu.
Ein hugsjúk.
Báðir draumarnir
blandast mikið hugsunum
í vökunni og eru því erfiðir
í ráðningu. Þó má telja
nokkuð víst að fyrri draum-
urinn hafi þegar komið
fram og boði einungis þér
og vinkonu þinni fremur
rólegar stundir um það
leyti sem þig dreymdi
þetta. Hinn síðari hefur
hins vegar dýpri merkingu
og þótt undarlegt megi
virðast er aðalmerkingin
hálkutíð, sem sennilega er
nú þegar liðin. Einnig
boðar hann þér sjálfri ein-
hver slæm tíðindi sem hafa
talsverð áhrif á þig. Því
tengjast síðan svik og von-
brigði sem jafna sig þó
síðar og verða þér ekki til
neins varanlegs tjóns í
framtíðinni.
6. tbl. Víkan 51