Vikan


Vikan - 10.02.1983, Síða 41

Vikan - 10.02.1983, Síða 41
lu sinni Texti: Árni Daníel Hljómsveitin kemur úr Reykja- vík, nánar tiltekið Hlíðaskóla og Hagaskóla. Meölimir eru Þór Stie- fel, bassaleikari, Sigurður Guömundsson, gítarleikari og söngvari, Haraldur Karlsson, hljómborösleikari, og Valur Gautason, trommuleikari. Þeir eru 15 ára nema einn, sem er 14. A hvaö hlustar Trúðurinn? — Joy Division, Cure, Comsat Angels. Þessar hljómsveitir viröast ekki hafa haft mikil áhrif á tónlist ykkar? — Nei, viö viljum ná okkar eigin stíl. Gallinn er bara sá aö það eru litlir möguleikar að þróa nýjan stíl í pönkinu, það er búiö aö fylla flestar holur. Lítið pláss til að vera frumlegur. — Hljómsveitin er eins árs, en kom fyrst fram fyrir hálfu ári í Tónabæ á skólaárshátíö. Viö höf- um komið fram alls átta sinnum. Er Trúöurinn að pæla í plötu- gerö? — Vonlaust eftir Músíktilraun- irnar. Þetta var hlægilegur kon- sert hjá okkur, ekki lélegur. Viö spilum aldrei lélega konserta. Fyrst viö erum í blaðaviötali viljum viö koma á framfæri þökkum til Björns skólastjóra Hagaskóla, fyrir góö hjálp (eöa þannig). Um hvað eru textarnir? — Bomban er að detta, allir skemmta sér og hoppa og dansa þangað til. Ekki veröur sagt aö Trúöinn skipi bjartsýnir ungir menn. Singultus Þetta er tríó úr Garðabænum. Þeir eru: Matthías Davíösson, 15 ára, Hilmar Jensson, gítarleikari, 16 ára, og Valdimar Oskarsson, bassaleikari, 15 ára. Þeir segjast ekki vera hrifnir af Jonee-Jonee, þekktustu hljómsveit Garöbæ- inga. Hvenær var hljómsveitin stofnuö? — I september. Við vorum búnir aö spila hér og þar í nokkur ár áöur. Er mikið um hljómsveitir í Garðabæ? — Ekki margar fastmótaðar en þaö er margt fólk sem spilar og ætlar að stofna hljómsveit. Af hverju haldiö þiö að svo mikið sé af hljómsveitum núna? — Nýbylgjan frelsaöi fólk, menn fóru að hugsa sem svo: Þetta geta allir. Viö erum samt ekki í nýbylgjunni. Við reynum aö skapa okkar eigin stíl og höfum farið langt meö þaö á tveimur mánuöum. Af hverju eruð þið aö þessu? — Aöallega til aö skemmta sjálfum okkur. Hvað finnst foreldrunum um þetta? — Allt í lagi meðan skólinn gleymist ekki. En skólafélögum? — Þaö er svolítill mórall út í mann, en flestir standa með okkur. Gallinn er sá að þaö eru farnir aö fara nokkuð miklir peningar í tækjakaup. Hvaöan koma áhrifin? A hvað hlustiði? — Mike Oldfield & Pink Floyd, Duran Duran. Þeysarar og Þurs- arnir eru góöir. Þetta sögöu drengirnir í Singult- us. Hljómsveitin spilar nokkuö flókiö og þungt rokk, örlítið stefnulaust. Samt er þetta mjög efnileg hljómsveit, skipuö góöum hljóðfæraleikurum og hefur sinn eigin stíl. Haldiö áfram, drengir! Medium Medium kom alla leið frá Sauðárkróki til aö taka þátt í Músíktilraununum. Hljómsveitin var því miöur óheppin meö kvöld, lenti á mjög sterkum hljóm- leikum. Hún hefði átt skiliö aö komast áfram meö þétt nýbylgju- rokk sitt. Hljómsveitina skipa: Oskar Páll, 15 ára, söngur og hljómborö, Hilmar Valgarösson, 15 ára, trommuleikari, Siguröur Asbjörnsson spilar á gítar og er 14 ára og Páll Friðriksson spilar á bassa. Hljómsveitin er fjögurra mánaða gömul. Hafa þeir verið í hljómsveit áöur? — Ekkert alvarlega, bara fikt. Er mikil samkeppni á Sauöár- króki? — Nei. Bara Geirmundur (Valtýsson, sveitaballastjóri). Spilað mikiö? — Nokkrum sinnum. Gengiö upp og ofan. Af hverju eru þeir í hljómsveit? — Bara af áhuga. Þaö er gaman aö þessu. Viö hlustum á hljómsveitir eins og EGO, Bara- flokkinn og Bob Marley & The Wailers. Ætlum á toppinn. Af hverju koma þeir suöur? — Til þess að bera okkur saman viö aðrar grúppur. Athuga hvort við stöndumst samanburð. Eins og áöur segir stenst Medium samanburð. Útrás Þungarokkiö á enn aödáendur hér á landi af einhverjum orsök- um. Gamla gítardýrkunin á sína áhangendur og þar á meðal er Utrás, sem aöallega er úr Kópa- vogi. Hljómsveitina stofnuðu tveir gítarleikarar, þeir Þórður Isaks- son, 16 ára, og Aöalsteinn Bjarn- þórsson, 18 ára. Auk þeirra eru í hljómsveitinni Guðbrandur Brandsson, 16 ára, hann syngur, bassann plokkar Bjarni Friðriks- son, 15 ára, og Bjarni Þór Braga- son, 18 ára, lemur trommurnar. Er þungarokkið ekki orðiö úr- elt? spyr ég. — Nei, þaö sækir frekar á. Við förum nýjar leiðir í þessu tónlistarformi en erum ennþá aö læra. Þetta er fjóröi konsertinn okkar. Það gekk ekki nógu vel, við vorum stressaðir og spiluöum allt of hratt. Viö höfum aldrei spilaö fyrir svona marga áöur. Hafa þeir klíku í kringum sig? — Viö gleymdum klíkunni heima. Viö veðjuðum ekki öllu á þennan konsert, enda er mikill klíkuskapur í kringum þessar Músíktilraunir. Utrás hefur enn ekki náð góöum tökum á þungarokkinu. Eins og hljómsveitarmenn segja sjálfir eru þeir ennþá aö læra. Hroki og sjálfsánægja má ekki vera nema í hæfilegum skömmtum í rokktón- list, og aðeins á réttum stööum. Centaur Centaur er þungarokksband eins og Utrás, en hefur náö öllu meiri tökum á þeirri stefnu. Meðlimirnir eru þeir Jón Oskar Gíslason, 17 ára, gítarleikari, Benedikt Sigurösson, 17 ára, gítar- og bassaleikari, Siguröur Sigurðs- son, 17 ára, söngvari og munn- hörpuleikari, Hlöðver Ellertsson, 18 ára, gítar- og bassaleikari, og Guðmundur Gunnlaugsson, 17 ára, spilar á trommur. Centaur var stofnuö eftir páskana 1981 en Sigurður söngvari kom ekki inn fyrr en í ágúst. Þeir félagar eru í ýmsum skólum á höfuðborgar- svæðinu, Fjölbraut, MR og Iðn- skólanum. Af hverju þungarokk? spyr ég meö undrunar- og vandlætingar- svip. — Viö fílum þaö best. Led Zeppelin og Deep Purple. Nýbylgjan er ömurleg, nema Þeysararnir eru góðir. Er mikiö af þungarokki á svæðinu? — Nei, ekki sem viö vitum um. Við höldum merkinu á lofti. Þetta er samt engin eyöimerkurganga, viö höfum yfirleitt fengið góöar viðtökur. Spilaö lengi á hljóðfæri? — Svona ár aö meöaltali. Hafiði komiö fram víöa? — Aðallega í félagsmiöstööv- um. I Arseli mættu tveir. Viö snerum því upp í æfingu. Er mikið sukkaö í kringum spilamennskuna? — Já, töluvert, sérstaklega yfir sumarið þegar nógir seðlar eru til. Alit foreldra? — Þeir vilja að viö látum klippa okkur. (Centaur-drengirnir eru allir meö hefðbundna heavy-metal klippingu, axlasítt hár.) Þeir telja þetta skárra tómstundagaman en að liggja undir bíl alla daga. Lang- best telja þeir þó aö viö séum bara í námi. Hvað meö framtíöina? — Viöverðum vinsælir. Af hverju þungarokk? Af hverju ekkipönk? — Þungarokkið virðist vera aö ná vinsældum á ný. Það getur veriö vegna áhrifa pönksins, pönkiö er að mörgu leyti líkt þungarokki. Margir pönkarar hafa gaman af þungarokki. Annars er pönkið orðið svo mikil tískubylgja, jafnvel oröiö þreytt. Það er nóg af pönkhljómsveitum. Viö reynum aö blása lífi í þunga- rokkið í staöinn. Centaur gerir það meö prýði. Tónleikar meö þeim eru skemmti- legt fyrirbrigöi. Eg er ekki eins viss um að plötur þeirra muni hljóma vel. En á plötu komast þeir fyrr eöa síðar. 6. tbl. Vikan 41

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.