Vikan - 10.02.1983, Qupperneq 45
Ég lyfti höfðinu, þorði ekki að
vona. — Ég heyri ekki neitt!
— Það er einmitt þaö, sem ég á
við. Snjórinn er hættur að seytla
inn.
Hann kveikti enn á vasaljósinu
sínu. Allt var kyrrt. Hann hafði á
réttu að standa. Snjórinn sytraði
ekki lengur inn til okkar. Þögnin
var eins og í dauðs manns gröf.
— 0-
Við vöfðum hvort annað örmum
og biðum.
Svo ógnvekjandi sem snjóseytl-
ið hafði veriö, haföi það þó gefið
okkur tilefni til athafna, sem
hjálpaði okkur að halda á okkur
hita. Nú var ekkert fyrir okkur að
gera.
Við ræddum möguleika á því að
grafa okkur sjálf út, en vorum of
máttvana til að reyna aö fram-
kvæma nokkuð af því, sem okkur
datt í hug. Mér fannst ég ekki orka
annað né meira en reyna að halda
okkur vakandi. Höfgi var tekinn
aö síga á okkur. Ég vissi, að við
uröum að halda okkur vakandi og
hreyfa okkur eins mikið og unnt
var í þessu takmarkaða rými, en
heilinn var orðinn of sljór til að
ráöa yfir líkamanum. Eg þráði
þaö eitt að sofna. Og aö sofna í
snjó var sama og að deyja.
Nei! Ég glennti upp augun. Eg
varð að minnsta kosti að gera mitt
til að halda lífi í Bruno. Hann var
oröinn þreyttur, fúll og volandi, en
ég bar ábyrgð á þessum dreng, og
ég kom hvað eftir annaö í veg fyr-
ir, aðhann sofnaði.
Jon. . .Jon. Eg sagði þetta nafn
upp aftur og aftur meö sjálfri mér,
eins og það væri einhver töfra-
þula, sem stuggaði dauðanum frá
mér. Eg hlýt að hafa veriö komin í
einhvers konar leiðsluástand, því
aö þegar lágværar drunur tóku að
berast inn í geilina okkar, fannst
mér þær ekki á nokkurn hátt koma
mér við.
Bruno varð fyrri til að átta sig.
Viö höfðum setiö og reynt að
klappa saman höndunum, en allt í
einu hætti hann. — Þetta er þyrla,
hvíslaði hann fagnandi. — 0,
Kate, þetta er þyrla.
- 0 -
Þaö tók nokkurn tíma aö ná okk-
ur út vegna hættunnar á að tré eða
spýtnabrak félli niður á okkur.
Bruno, sem nú var glaðvakandi og
frá sér numinn, hrópaði til að leið-
beina björgunarmönnunum. Eg
var hins vegar svo yfirkomin af
feginleik, að ég kom ekki upp
nokkru hljóöi. Eg bara sat, og tár-
in runnu niöur vanga mína, meðan
Bruno lét dæluna ganga og reyndi
að þekkja raddir bjargvætta okk-
ar.
— Þetta hlýtur að vera björgun-
armaður. Þetta er annar björgun-
armaöur. Og þetta er Toni. Gamli,
góði Toni, hann hefur sótt þá hing-
að. Hæ, Kate, heldurðu, aö hann
viti, að ég kom í veg fyrir, að
Sloan skyti hann? Eg gerði það
meö snjóboltanum, gerði ég það
ekki, Kate? Og þetta er Stephen
Marsh, sem er í háskólanum. 0,
og nú heyri ég í pabba!
Hann gaf mér duglegt olnboga-
skot í æsingnum.
Nú heyrði ég líka í Jon. Og það,
sem hann sagði, var: — Þegiöu nú
eitt andartak, Bruno! Eg heyri, að
þú ert ómeiddur og hress, en hvað
með Kate? Segöu eitthvað, Kate.
Ertu ómeidd, ástin mín?
Eg reyndi að svara, en gat þaö
ekki. Nú var síðasta brakinu lyft
ofan af okkur, og þegar ég leit
upp, sá ég mörg höfuö horfa niður
til okkar, þar sem við sátum upp
aö mitti í snjónum. Eg lokaði
augunum og þurrkaöi mér ósjálf-
rátt í framan.
— Það er allt í lagi með Kate,
heyrði ég Bruno segja hughreyst-
andi við föður sinn. Hann stóð upp
og rétti upp hendur sínar til móts
við hendur bjargvætta okkar. Þeir
lyftu honum upp úr geilinni, og
þegar hann var kominn upp á
bakkann, heyrði ég hann segja í
vonbrigðatón: — Komuð þið ekki
meðneina leitarhunda?
- 0 --
Um kvöldið snæddum viö í boði
frú Hammerls í einkasal á Alte
Post í Kirchwald, við Jon, Bruno,
Stephen Marsh og Christoph, vin-
ur hans, Toni og frú Hammerl
sjálf. Otto gamli kjagaði inn,
hristi hendur okkar allra og dró
sig því næst í hlé, niðurlútur og
skömmustulegur. Frú Hammerl
lýsti því ákveöið yfir, að dagar
manns hennar sem samsæris-
manns væru endanlega taldir,
sama um hvaða málstað væri að
ræöa.
Björgun okkar hafði orðið fyrir
samverkan margra þátta. Þegar
Stephen sá, að ég lét handtöskuna
mína detta greinilega viljandi,
varð honum ljóst, að eitthvað
HHSMMHÍMÍwwh
Bílmottur
sem halda þurru og hreinu
ííP
Eigum nú fjölbreytt úrval af bílmottum. Grófmunstraöar og
fínmunstraöar, margar gerðir.
Einnig sniömottur, sem auöveldlega má sníöa í allar tegundir
bíla.
Bílmottur henta einnig sem venjulegar dyramottur.
Kynniö ykkur úrvaliö.
BENSÍNSTÖÐVAR
SKELJUNGS
6. tbl. ViKan 45