Vikan - 10.02.1983, Blaðsíða 31
— . , .og Taugadeildarinnar!
— Við erum að reyna að halda upphafs-
andanum. Best að segja sem minnst um aðr-
ar hljómsveitir. Nema kannski að Þeyr,
Fræbbblarnir, Q4U og kannski Von-
brigði. . .eru að halda áfram við það sem
gert var fyrst. Andinn frá vorinu ’81!
— Milb hljómsveita hér er mikil sam-
vinna, margir nota sömu græjurnar.
— Og sömu frægðina — frá Utangarðs-
mönnum.
— Ef Utangarðsmenn hefðu ekki verið
til væri Q4U ekki til. . .
Ellý: Og hugsið ykkur hvað það væri
hræðilegt fyrir heiminn!
— Það má kannski segja að Þeyr sé besta
íslenska hljómsveitin fyrir utanlandsmarkað
en EGÓ fyrir innanlandsmarkað. Og svo er
það Q4U. Það sem við ætlum okkur er að
komast í þá stöðu að þurfa ekki að borga
með okkur. Stundum virðist það ótrúlega
fjarlægt markmið.
Græjurnar
Gunnþór: Við eigum ekkert.
Árni Daníel: Ekkert!!?!!. . . Kominn
með skuldbindingar upp á tugi þúsunda.
Ég er á hausnum.
Ellý: Við erum að reyna að ná í okkar
eigin tæki.
Gunnþór: Á meðan borgum við með
hljómsveitinni. Við kaupum lítið 1 einu til
að þurfa ekki að hlaupa um þúsund sinnum
á viku og spila á þúsund stöðum til að
standa undir kostnaði. Okkur langar ekkert
til að lenda í því.
Við fjárfestum frekar í þessu en kassa í
Breiðholti eða bíldruslu.
Harkan í bransanum
— Við höfum barist fyrir tilvemnni í
bókstaflegri merkingu. Bæði innbyrðis og
út á við. Þetta er það sama og er að gerast
hjá fólki alls staðar, í Breiðholti og niðri í
miðbæ.
Árni Daníel: Ég slæst ekki. Ég er friðar-
sinni.
— Við erum ekkert hrædd við slagsmál,
þetta hefur alltaf reddast og gerir það
áfram.
— Úr því sem komið er verður enginn
rekinn úr hljómsveitinni, bara bætt við. Við
erum að leita að manni, þarf að vera karl-
kyns........Ellý vill ekki annan kven-
mann........á trommuheila eða trommur.
Gott ef hann gæti dansað.
— Það er sjaldgæft að hægt sé að setja
saman grúppu sem er í fullkomnu jafnvægi
og Q-ið er í furðu miklu jafnvægi.
Arni Daníel: Stundum lenda menn í vit-
lausri hljómsveit fyrst og fara á milli hljóm-
sveita en það má kallast gott ef maður endar
í réttri hljómsveit.
Meiri harka
— Ef það verður hasar sér Ellý um að
kæla liðið niður. Og hún sér um það með
glæsibrag.
— Hún pælirf karate. . .
— Gunnþór sér um að brjóta hljóðfærin1
Ha!
— Ég er búinn að brjóta tvo bassa og 1 / 2
söngkerfi. . .
Viljandi ?
— Nei, mér mistókst og mér líkar ekki
að mistakast. . .
— ... vægast sagt (bæta hin við).
— Ég braut líka einu sinni klósettvegg.
— Ef við förum á bömmer förum við til
Ellýjar og látum hana spá fyrir okkur. Hún
spáir í Tarot og pælir í stjörnumerkjum.
Ellý: Allir sem spá í Tarot pæla í stjörnu-
merkjum. En vinkonur mínar eru miklu
betri en ég í þessu. Ég vil ekki læra of mikið,
ég er hrædd við það og ,,Black magic’’ vil
ég alls ekki.
Framadraumar
á öðrum sviðum
Ellý er þekkt fyrir fleira en söng og
sviðsframkomu. Hún hefur komið sér
upp orðspori sem góður teiknari og
málari, orðspori sem víða hefur farið.
Hvenœr œtlar hún að halda sýningu?
— Ég er ekki tilbúin núna. . .
— Víst!
— Nei! En um leið og ég er búin að
finna mér íbúð get ég farið að vinna í því og
eigum við ekki bara að segja snemma á
árinu.
— Hljómsveitin spilar auðvitað á sýning-
unni.
Ellý: Annars langar mig að pæla í fata-
hönnun.
— Aðalstarfíð hjá henni núna er að
hanna útlitið á hljómsveitinni og sjá um
sviðsbúnað og sviðsframkomu.
Eru fleiri hljómsveitarmeðlimir
með eitthvað ípokahorninu?
Árni Daníel: Ég ætla að fara að skrifa
skáldsögu um fjögur ungmenni úr samtök-
um lýðræðissinnaðra æskumanna sem
bandaríska leyniþjónustan ræður til að grafa
undan íslensku friðarhreyfingunni. Þau
berjast á fernum vígstöðvum, einn fer í
þingmennina, annar í pönkliðið, þriðji í
kirkjuna og fjórði í herstöðvarandstæðinga.
Þau lenda í alls konar vandræðum og lenda í
barátrn við ókunna andstæðinga. Síðan
komast þau að því að þetta er klofnings-
hópur úr hvítasunnusöfnuðinum, stjórnað
afdjöflinum. . . Ég segi ekki meira.
Gunnþór: Ég er að vinna að sinfóníu eða
löngu lagi um Sid Vicious. Þegar verið er að
tala um Sid Vicious er alltaf allt það versta
dregið fram. Hann var bara óheppinn
krakki.
Danni: I’m working on some shadowy
things. . .
Vímuefni
Nokkuð að lokum ?
— Þessir krakkar sem halda að það sé
eitthvað sniðugt að sniffa lím eða nota
herófn eru algjör fífl!
— Það er miklu betra að þjálfa upp sitt
eigið rugl.
— Þú átt meira til en bara hass.
— Þú átt að skapa eitthvað sjálfur, ekki
kaupa það!
— Heimurinn var ekki ræktaður í
Líbanon!
— Þeir sem reykja hass segja bara ,,Vá!”
og svo gerist ekki neitt.
— Þeir fá svakalegar hugmyndir en
ekkert verður úr þeim.
— Settu sjálfan þig í gróðurhús og rækt-
aðu þig eins og hass — en ræktaðu ekki
hass.
Árni Daníel: Þú getur gefið skít í þjóðfé-
lagið en ekki sjálfan þig.
ímyndin
Gunnþór: Að sjálfsögðu viljum við ná
langt, en ekki á kostnað annarra.
— Það er ágætt að gagnrýna en maður
verður að geta staðið undir því.
Árni Daníel: Við göngum ekki í Sam-
band ungra sjálfstæðismanna og kaupum
okkur jakkaföt eða í Alþýðubandalagið og
kaupum okkur úlpur. Við búum til okkar
eigin hugsjónir eða anti-hugsjónir.
— Bubbi er langbesti spegillinn af því
sem er að gerast í textum hans — hann gríp-
ur vel það sem liggur í loftinu. Þó ímyndin
sé búin til í steinaríki er hann það ekki.
Danni, Ellý, Gunnþór og Árni Daníel
voru alls ekki hætt þegar hér var komið
sögu. En þau færðu sig um set og lengra
voru þau ekki elt þennan daginn. Hins veg-
ar fréttist af þeim niðri í Þursabiti við mikið
fjör og hélst svo lengi nætur. . .
6. tbl. Vikan 31