Vikan


Vikan - 10.02.1983, Blaðsíða 24

Vikan - 10.02.1983, Blaðsíða 24
Um þessar mundir bregða sér margir á gönguskíði. Og ef marka má orð þeirra sem selja gönguskíði hérlendis hefur vegur þeirrar íþróttagreinar aukist einna mest af almenn- ingsíþróttum, nú á siðustu árum. Að Hkindum má rekja þessa aukningu gönguskíðaiðkunar til almenns áhuga á ýmiss konar heilsubótarhreyfingu, þar eð komið hefur á daginn að hreyfingarleysið ýtir undir alls kyns sjúkdóma. Þeir sem hyggjast kaupa sér gönguskíði fara ekki var- hluta af ýmiss konar gylliboðum fremur en aðrir neytendur. Byrjendum jafnt sem keppnismönnum er boðið eitthvað alveg sérstaklega við hæfi og það eru til fjölmargar tegundir og gerðir af gönguskíðum. Hér á landi fást öll þekktustu er- lendu vörumerkin og óðum berast 1983-módelin til landsins. Nýlega birtu austurrísku neyt- endasamtökin niðurstööur gæða- könnunar á gönguskíðum. Nær all- ar tegundir skíða sem fást hér voru dæmdar í þessari könnun og því sem næst öll gönguskíði hlutu einkunnirnar „góð” eöa „mjög góð”. Við þessa gæðakönnun var gönguskíöum skipt í þrjá notkun- arflokka: I fyrsta lagi var talað um skíði fyrir byrjendur. Þau henta vel á troönum göngubrautum en ef menn ætla að ferðast utan troð- inna slóða þurfa þeir breiðari skíði en svonefnd byrjendaskíði. Við hönnun slíkra skíða er lögð meiri áhersla á spyrnueiginleika — eða föttun eins og þaö heitir á fagmál- inu — en skriðiö skiptir minna máli. I öðru lagi var fjallað um al- mennu gerðina af gönguskíðum. Þau eru gerð fyrir þá sem hafa náð nokkuð góðum tökum á göngu- tækninni og miðar hönnunin að því aö spyrnueiginleikum og skriði sé gert jafnhátt undir höfði. Skíði í þessum almenna flokki eru 45 til 50 millímetra breið og þau eru mun stífari um miðbikið en byrj- endaskíðin. Loks er þriðji flokkurinn fyrir vel færa gönguskíðamenn. Þeir hafa náð góðum tökum á göngu- tækni og spyrna sér duglega áfram. Göngukappar sem nota skíði í þessum flokki vilja fá létt og skriðmikil skíöi sem eru frem- ur grönn á þverveginn. Vandið valið Þeim sem hyggjast stunda gönguskíði að einhverju marki, eða eru í góðu líkamlegu formi, skal ráðlagt að sleppa því að kaupa byrjendaskíði en fara strax á almennu gerðina. Yfirleitt eru menn fljótir að komast upp á lagiö og þá standast byrjendaskíðin ekki kröfurnar. Spyrnuflötur á gönguskíöum er sá hluti skíöasólans sem er niður- undan skófestingunum. Þessi spyrnuflötur á alltaf að nema slétt við jörðu þegar skíðamaðurinn stendur á skíðunum. Meö öðrum orðum skiptir líkamsþyngdin máli viö val á gönguskíöum. Þungir menn þurfa skíði meö mikla spennu um miðbikið, til að þau liggi lárétt þegar staöið er á þeim. Léttir menn þurfa að gæta þess að spymuflöturinn lyftist ekki frá jörðu þegar staðið er á skíðunum. Einfalt próf til að sjá hvort skíðin uppfylla þessa mikilvægu kröfu er að renna pappírsbleðli undir skíð- in áður en og á meðan staöið er á þeim. Veljið ekki of stutt gönguskíði. Því lengri sem skíðin eru þeim mun stöðugri verður göngumaður- inn í slóðinni. Venjulega reglan er sú að lengd skíöanna samsvari hæð kaupandans upp að úlnliði, þegar hann teygir höndina upp fyrir höfuð. Einnig er hægt að miöa við að kaupa skíði sem eru um það bil 30 sentímetrum lengri en líkamshæð notandans. Skíðastafir eiga aö ná rétt upp fyrir handarkrikana. Þeir þurfa að hafa handföng sem hægt er að ná góöu gripi á, til dæmis gætu þau verið úr leðri eða korki. Þá er æskilegt að hægt sé að stilla ólarn- ar á skíöastöfunum. Upplýsingar um einstakar skíöategundir og þá dóma sem þær hlutu í áðurnefndri gæðakönn- un austurrísku neytendasamtak- anna er hægt að fá hjá skrifstofu Neytendasamtakanna, Austur- stræti 6 í Reykjavík. Síminn þar er opinn milli 3 og 5 síðdegis, síma- númerið er 21666. Skór og bindingar Bindingar og skór fyrir göngu- skíði hafa tekið miklum framför- um undanfarinn áratug. Að vísu hefur þróunin leitt til sérhæfingar, sem aftur veldur því að vart er hægt aö tala um alhliða göngu- skíðaskó. Engin ein skógerö hefur komið í staðinn fyrir gömlu góöu leðurskóna. Mikið framboð er á alls kyns skíðaskóm úr ýmsum efnum og af margvíslegri lögun — skógerðirn- ar hafa vissa kosti en um leið ákveðna ókosti. Má til dæmis benda á að ekki fyrirfinnst ein al- hliða gerð af bindingum fyrir gönguskó. Greina má gönguskíöaskó í þrjá meginflokka: skó sem ætlaðir eru fyrir léttar dagsferðir, skó sem hægt er að nota í dagsferöir auk lengri skíðaferða og loks lang- ferðasko, sem ætlaöir eru til notk- unar í löngum og erfiðum ferðum. Léttu gönguskíðaskórnir hæfa skíðabindingum sem eru hannaö- ar samkvæmt norræna staðlinum (Nordic Norm). Slíkir skór henta ekki í djúpum snjó utan slóða eöa í mjög köldu veðri. Best er að nota léreftshlífar með þessum skóm þegar gengiö er í djúpum snjó. Þó ber að geta þess að sólinn á þess- um léttu skóm er oft of sveigjan- legur til að góð stjórn náist á skíð- unum í djúpum snjó utan slóða. Til skíðaskónna í dags- eða lang- ferðaflokknum teljast meöal ann- ars gömlu, sígildu leöurskórnir. Þeir eru hlýir og góöir í köldu veðri en þola ekki daglegt brúk í hlýviðrum, þá skemmist leðriö fljótt. Okostur viö þessa gerð er aö hún passar ekki fyrir norræna skíðabindingastaðalinn. Með henni þarf aö nota stillanlegar vírabindingar. Sólafestingin dugir oft ekki til að halda skónum skorð- uðum, þannig að stjórn á skíðun- um verður ekki eins nákvæm og æskilegt mætti teljast. I þriðja flokknum eru skór fyrir langar og strangar feröir. Þeir komu til sögunnar vegna þess að leðurskórnir dugðu ekki til. Þeir voru í byrjun ekki ætlaðir til notk- unar á skíðum og standast enn ekki fyllstu kröfur. Skór og bind- ingar eiga ekki vel saman. Þessa síðastnefndu skó er aðeins hægt að nota með svonefnd- um stígvélabindingum, þaö er að segja skótánni er haldið með reim sem er spennt yfir hana. Augljós- lega kemur þess háttar festing skónna niður á nákvæmni í stjórn á skíðunum. Langferðaskórnir hafa háan bol og hrágúmmísóla, sá er þeirra meginkostur. Menn geta ferðast um fjöllin blá án þess aö eiga á hættu að blotna utan frá. Skór af þessari gerð eru yfirleitt svo þéttir að fótrakinn situr inni. Séu sokk- arnir úr náttúrutrefjum taka þeir í sig rakann. Nægir þá aö fara úr sokkunum og láta þá þorna aö næturlagi, á skíðaferðalaginu. Minnt skal á að ekki er til nein allsherjar gerð af gönguskíða- skóm sem hentar hvers konar skíðafæri. Best væri að framleiö- endur kæmu sér saman um staðal fyrir skósólana og bindingarnar, þannig að hægt væri að skíða, en ekki bara labba á snjónum. m 24 Vikan 6. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.