Vikan - 10.02.1983, Blaðsíða 19
vegna hló hún ekki? Ef til vill
vegna þess aö hann var hálfóglatt.
Með hálfum huga gekk hún
þessi skref að diskinum með
ferskjunum, tók þá smærri og fór
aftur fram í eldhúsið. Hún flysjaði
hana og helmingaði áöur en hún
sneiddi kjötið. Hreyfingarnar
voru ekki sem öruggastar. Hnífur-
inn hrökk til og hún skar sig í
þumalfingur vinstri handar.
Hún fann plástur og setti á
fingurinn. Til þess þurfti hún að
opna skápa og skúffur sem hún
hafði hingað til forðast að gera.
Það var ógerlegt að opna stífa
skúffu hávaðalaust en ef hún gerði
það meö smáátökum á löngum
tíma, klínandi blóðinu um allt, var
hægt að gera þetta með lágmarks
hávaða og engin samsvarandi
hljóð heyröust aö ofan.
A meðan hún mataðist hrökk
hún í kút við sargandi hljóð. Hún
áttaði sig fljótlega. Þetta var í
skúrdyrum garðskýlis sem til-
heyrði samtengdu húsi. Augna-
bliki síðar fór mótorsláttuvélin
drynjandiígang.
Hún stóð upp til að loka stofu-
glugganum. Þá yrði hitasvækja
inni en kostirnir voru aðeins tveir,
svækjan eöa að stilla sjónvarpið
nógu hátt til aö heyra talið við
náttúruverndarmyndina um ógn-
un við lifnaðarhætti otursins á
breskum heiðalöndum. Hún þvoði
upp, gekk frá og tók til bolla og
undirskál sem hún ætlaði að nota
við kaffið eftir að þættinum lyki
klukkan tuttugu mínútur fyrir níu.
Síðan kæmu fréttirnar klukkan
níu. Hún vildi fylgjast meö heims-
viöburðum. Um leið og hún kveikti
á sjónvarpinu stillti hún litina og
tók með sér öskju af myntusúkku-
laði að sófanum.
Hún hafði hitt á réttu stundina.
Myndavélin færðist yfir grósku-
mikil heiðalönd og staðnæmdist á
lækjarbakka. Rödd þularins var
mjúk og þýð: „A níunda áratug
tuttugustu aldar í okkar fagra
Englandi mætti spyrja þeirrar
spurningar. ..”
Bassahljómfallið þrengdi sér
inn í stofuna.
Lindy sat hreyfingarlaus. Nú
heyrðust varla orðaskil en hún sat
þar sem hún var komin og japlaöi
utan við sig á súkkulaðibitanum
sem hún var með í munninum.
Myntan hrökk ofan í hálsinn á
henni og hún fór hóstandi fram í
eldhús og fékk sér vatn að drekka.
Þegar hún haföi jafnaö sig gekk
hún þungum skrefum inn í stofu og
tók með sér kúst á löngu skafti.
Það var undarleg ró yfir henni og
hún leit upp í loftið.
Aslátturinn hélt áfram með vax-
i Reyr-
húsgögn
vönduð og ódýr, henta allsstaðar
'f/% KRISTJRn
SIGGEIRSSOn HF.
LAUGAVEGI 13, REYKJAVÍK, SÍMI 25870
andi frekju og yfirgnæfði alla
samkeppni frá sláttuvélarmótorn-
um. Hún tók um kústhausinn, rétti
skaftið upp í loft og bankaði hik-
andi tvö högg.
Og strax aftur fastar og oftar.
Andardrátturinn varð þungur og
óreglulegur. Þaö hafði ekki hent
hana árum saman að vöðvar
herptust saman, þrengdu að
lungunum og stífluðu loftstreym-
iö. Aður fyrr hafði þessi kvilli
verið fylgifiskur fjölskylduvanda-
mála en þegar hún flutti að
heiman varð hún hans ekki vör
lengur.
Framhald í næsta blaði.
L3
6. tbl. Víkan 19