Vikan - 17.03.1983, Síða 17
Magaveggur
Maginn
Meltingarkirtlar
Maginn verst
magasýrunum
Magasýrur geta leyst upp zink-plötu en verndarlag á slím-
húð magans ver sjálfa magaveggina fyrir þessum sýrum.
Magasýrurnar eiga auövelt með
aö ráða viö þykkar, steiktar kjöt-
sneiðar, hrátt grænmeti og matar-
miklar samlokur. Sýrurnar eru
raunar svo sterkar að þær geta
leyst upp zink-plötu. En því meltir
þá maginn ekki sjálfan sig?
Sannast sagna valda meltingar-
vökvarnir skemmdum á maga-
veggjunum. Nokkrar frumur
drepast í hvert sinn sem maga-
sýrurnar fara af stað. Að sjálf-
sögðu valda sýrurnar ekki varan-
legum skemmdum á maganum,
hann endurnýjar sig í sífellu.
Magaveggirnir losna við 500.000
frumur á hverri mínútu, með
öðrum orðum endurnýjast
veggirnir á þrem dögum.
Upphafsspurningunni er þó ekki
alveg svarað vegna þess að maga-
sýrur eyða vefjum á nokkrum
klukkustundum, ekki nokkrum
dögum. Séu magasýrur of miklar
myndast magasár. En það sem
dregur mest úr skemmdum á
magaveggjunum er bygging
þeirra. Innan á maganum er
nokkurs konar verndarlag,
magaslímhúðin, sem er lögð þéttu
lagi af þekjufrumum. Þær frumur
komast í beina snertingu við
magasýrurnar. Helstu efnin í
magasýrum eru pepsín —
efnakljúfur sem meltir eggja-
hvítuefni i fæðunni — og salt-
sýra. Það er einkum saltsýran
sem getur valdið skemmdum á líf-
færum. En í maganum verndar
þykk og þétt slímhúðin magavegg-
ina fyrir saltsýrunni og kemur í
veg fyrir að sýran éti sig í gegnum
þá.
Slímhúðin er gott verndarlag en
hún skýrir samt ekki til fulls hve
vel maginn endist. „Froskhúð
líkist á vissan hátt slímhúðinni,
frumurnar í froskhúö eru mjög
þétt saman,” segir Jerry Spenney
sem er meltingarsérfræðingur hjá
Alabama-háskólanum í
Bandaríkjunum. „En tilraunir
sem hófust fyrir einni öld hafa
þráfaldlega sýnt að þessi þétta
húð leysist fljótt upp sé hún látin
liggja í magasýrum. ”
Spenney og aörir vísindamenn
hafa sett fram fleiri kenningar til
að skýra hvers vegna maginn
eyðir ekki sjalfum ser. Til dæmis
hefur komið í ljós að þekjufrumur
slímhúðarinnar eru sjálfar þaktar
dularfullu lagi af kolvetnissam-
böndum. Enn hefur ekki komið í
ljós hvort eða hvaöa verndarhlut-
verki þau sambönd gegna.
Nýjustu rannsóknir benda til þess
aö prostaglandin, fjölvirk efna-
sambönd sem fyrirfinnast 1 mörg-
um frumutegundum mannsiikam-
ans, hafi hlutverki að gegna.
Magn prostaglandins virðist
standa 1 beinu sambandi víö þau
sýrueyöandi kolvetnissambönd
sem maginn framleiðir.
Kannski liggur svariö grafið í
frumum magaveggjanna. Yfir-
borð þeirra, frumuhimnurnar,
samanstendur aö mestu leyti af
fituefnum. Hlaönar sameindir —
svo sem vetni og klóríð í saltsýru
— eiga ekki auðvelt með að
komast í gegnum þessar frumu-
himnur. A hinn bóginn eru margs
konar sameindir mun minna
hlaðnar (íóníseraðar) en þær sem
eru í saltsýrunni og eiga þess
vegna greiðari leið í frumurnar.
Þessar minna hlöðnu sameindir
eru í ediki, asperíni, appelsínu-
safa og hreinsiefnum (til dæmis í
tannkremi).
„Þegar þú drekkur glas af
appelsínusafa eöa tekur tvær
asperín-töflur á fastandi maga
veldurðu að öllum líkindum
skemmdum,” segir Spenney
meltingarfræðingur. „Það eru
tímabundnar skemmdir, en engu
aðsíður skemmdir.”
Slímhúð rr.agans
Þekjufrumur
Slímhúðin ver magann fyrir magasýrunum, einkum saltsýru, sem
meltingarkirtlarnir gefa frá sér. Ohlaðnar sameindir, svo sem asperin,
komast inn i frumurnar svo að þekjufrumurnar þurfa stöðugt að endurnýj-
ast.
11. tbl. Vikan 17