Vikan


Vikan - 27.10.1983, Síða 17

Vikan - 27.10.1983, Síða 17
Eliza í My Fair Lady var blómasölustúlka á gamla markaðnum í Covent Garden. Stúlkan fremst á myndinni var klædd líkt og hún og auglýsti blómin með hárri syngjandi röddu sem var eins og endurómur úr fortíóinni. uppstilltur og gervilegur, söknuðu skransins og óreiðunnar. Haft var á orði að búið væri að breyta gamla góða Covent Garden í eins konar markaðs-Disneyland fyrir túrista þar sem í staðinn fyrir Mikka mús og Andrés önd væru til sölu applikeraðar dúkkur og handsaumað dót á uppsprengdu verði. Þessi gagnrýni er gestkomandi mönnum í Covent Garden ill- skiljanleg. Staðurinn er vinalegur og fjörlegur og varningurinn sem á boðstólum er allur hinn vand- aðasti og fallegasti. Þarna er mikið um fallegar og sérkennileg- ar handprjónaðar peysur, púða, dúka, teppi, barnaföt, leðurvörur, keramik og skartgripi og veröið er ekki hátt þegar haft er í huga að um handunnar vörur er að ræða. Það er gaman að ráfa um markaðssvæðiö þó svo að buddan leyfi ef til vill ekki mikla fjárfest- ingu. Þarna eru einnig marg- ir veitingastaðir, pöbbar og kaffihús að hvíla sig á, ýmist á markaðnum sjálfum eða í nær- liggjandi götum. Götuskemmtikraftar setja sterkan svip á Covent Garden markaðssvæðið. Þar eru söngvar- ar og hljóðfæraleikarar áberandi en einnig hvers kyns aðrir skemmtikraftar, látbragðs- leikarar, fjöllistarfólk og brúðuleikhús. Það þarf leyfi til þess að koma fram á götunni en yfirleitt er það leyfi auðfengið. Skemmtikraftarnir á svæðinu eru yfirleitt með þeim betri á sínu sviöi. Annað þýðir ekkert að bjóða fólki þar um slóðir. Það er ekki síður gaman að ganga um Covent Garden á fallegu kvöldi en um bjartan daginn. Svæðið liggur rétt hjá mesta leikhúshverfi borgarinnar í West End. Að lokinni leikhúsferð liggur leið margra um markaðinn og þá eru allir pöbbar og veitinga- staðir yfirfullir og fólkið stendur í hópum fyrir utan. Götu- skemmtikraftarnir slá þá ekki slöku við. Á götunum ómar söngur, hljóðfærasláttur eða skellihlátur frá áhorfendaskara eldfjörugs leikstjóra sem velur sér leikara úr hópi áhorfenda og lætur þá óspart sýna hæfileikana, öllum viöstöddum til óborganlegr- ar skemmtunar. Innan um mannfjöldann á stilltu kvöldi í Covent Garden finnur maður ósvikna lífsgleði og saklausa skemmtun í miðjum stórborgarþysnum. Þar er maður manns gaman. 43. tbl. Vikan 17

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.