Vikan


Vikan - 27.10.1983, Blaðsíða 17

Vikan - 27.10.1983, Blaðsíða 17
Eliza í My Fair Lady var blómasölustúlka á gamla markaðnum í Covent Garden. Stúlkan fremst á myndinni var klædd líkt og hún og auglýsti blómin með hárri syngjandi röddu sem var eins og endurómur úr fortíóinni. uppstilltur og gervilegur, söknuðu skransins og óreiðunnar. Haft var á orði að búið væri að breyta gamla góða Covent Garden í eins konar markaðs-Disneyland fyrir túrista þar sem í staðinn fyrir Mikka mús og Andrés önd væru til sölu applikeraðar dúkkur og handsaumað dót á uppsprengdu verði. Þessi gagnrýni er gestkomandi mönnum í Covent Garden ill- skiljanleg. Staðurinn er vinalegur og fjörlegur og varningurinn sem á boðstólum er allur hinn vand- aðasti og fallegasti. Þarna er mikið um fallegar og sérkennileg- ar handprjónaðar peysur, púða, dúka, teppi, barnaföt, leðurvörur, keramik og skartgripi og veröið er ekki hátt þegar haft er í huga að um handunnar vörur er að ræða. Það er gaman að ráfa um markaðssvæðiö þó svo að buddan leyfi ef til vill ekki mikla fjárfest- ingu. Þarna eru einnig marg- ir veitingastaðir, pöbbar og kaffihús að hvíla sig á, ýmist á markaðnum sjálfum eða í nær- liggjandi götum. Götuskemmtikraftar setja sterkan svip á Covent Garden markaðssvæðið. Þar eru söngvar- ar og hljóðfæraleikarar áberandi en einnig hvers kyns aðrir skemmtikraftar, látbragðs- leikarar, fjöllistarfólk og brúðuleikhús. Það þarf leyfi til þess að koma fram á götunni en yfirleitt er það leyfi auðfengið. Skemmtikraftarnir á svæðinu eru yfirleitt með þeim betri á sínu sviöi. Annað þýðir ekkert að bjóða fólki þar um slóðir. Það er ekki síður gaman að ganga um Covent Garden á fallegu kvöldi en um bjartan daginn. Svæðið liggur rétt hjá mesta leikhúshverfi borgarinnar í West End. Að lokinni leikhúsferð liggur leið margra um markaðinn og þá eru allir pöbbar og veitinga- staðir yfirfullir og fólkið stendur í hópum fyrir utan. Götu- skemmtikraftarnir slá þá ekki slöku við. Á götunum ómar söngur, hljóðfærasláttur eða skellihlátur frá áhorfendaskara eldfjörugs leikstjóra sem velur sér leikara úr hópi áhorfenda og lætur þá óspart sýna hæfileikana, öllum viöstöddum til óborganlegr- ar skemmtunar. Innan um mannfjöldann á stilltu kvöldi í Covent Garden finnur maður ósvikna lífsgleði og saklausa skemmtun í miðjum stórborgarþysnum. Þar er maður manns gaman. 43. tbl. Vikan 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.