Vikan - 27.10.1983, Side 18
Faye Dunaway
Faye Dunaway i hlutverki sinu i The Wicked Lady (Vonda frúin).
Enginn sem sá Faye Dunaway í
The Wicked Lady efast um aö sú
græneygða leikkona geti leikiö
vondar konur af sannfæringu. Hún
hefur þegar fengið að spreyta sig
á þeim nokkrum, svo sem Bonnie í
Bonnie og Clyde, sjónvarps-
fréttamanninum metnaðarfulla í
Network, Joan Crawford í
Mommie Dearest og síðast lafði
Barböru Skeleton í The Wicked
Lady. Það er eitthvað við konuna
sem veldur því að hún velst í
svona hlutverk. Hún er þó ekkert
einsdæmi því að við nánari
athugun kemur í ljós aö hún hefur
tekið við persónunum sem hér á
árum áður féllu í hlut þeirra Bette
Davis, Barbara Stanwyck og
Rosalind Russell.
Faye Dunaway er fögur kona og
tekur sjálfa sig mjög alvarlega
sem leikkonu. Hún er hinn mesti
vinnuþjarkur og sumum leik-
stjórum, svo sem Roman Polanski
sem leikstýrði henni í Chinatown,
finnst alveg nóg um.
Faye Dunaway hefur þrátt
fyrir mikla frægð og velgengni
aldrei verið í hópi vinsælustu leik-
kvenna og kann þaö einmitt aö
stafa af manngerðunum sem hún
hefur fengist við í kvikmyndum.
Samt sem áöur kann hún því bara
vel að leika „vondar konur” og er
blessunarlega laus við aö líkjast
þeim í dagfari.
Hún er 42 ára gömul og fékk
menntun og þjálfun í háskólanum
í Boston og hjá ýmsum góðum
leikfélögum áður en hún tók til við
kvikmyndaleik. Henni hefur
gengið mjög upp og ofan í kvik-
myndum og ýmsum kvikmynda-
gagnrýnendum, sem séð hafa í
henni mikla hæfileika, hefur þótt
súrt í brotið hve oft hún hefur leikið
í annars og þriðja flokks myndum.
Margaret Lockwood lök vondu frúna i kvikmyndinni
sem frumsýnd var árið 1945.
Henni var á sínum tíma hafnað í
The Great Gatsby en síðar hafnaði
hún sjálf hlutverki eins og Julia
sem þá kom í hlut Jane Fonda.
Einkalíf leikkonunnar gekk lengi
vel heldur brösótt. Hún var um
tíma gift söngvara hljómsveit-
arinnar J. Geils Band, Peter
Wolf, en það hjónaband fór út um
þúfur eftir stormasamt tímabil.
Fyrir fáeinum árum kom Faye
Dunaway öllum á óvart meö því
að eignast barn að því er virtist
upp á sitt eindæmi. Það kom þó í
ljós að allt var með eðlilegum
hætti. Barnsfaðir hennar og sam-
býlismaður var lítt þekktur ljós-
myndari frá London, en sam-
dráttur þeirra hafði ekki farið
hátt í fjölmiðlum. Þau höfðu fyrst
kynnst fyrir mörgum árum þegar
Faye Dunaway var á Spáni við
upptökur á kvikmyndinni Doc.
Leiðir þeirra lágu saman á nýjan
leik síðar þegar ljósmyndarinn,
sem reyndar heitir Terry O’Neil,
kom til að mynda hana fyrir tíma-
rit. Þau hafa nú verið saman í
fjögur ár, sonurinn Liam er 3 ára,.
og létu pússa sig saman í kyrrþey
fyrir um ári. Þau hafa sett á lagg-
irnar eigiö framleiöslufyrirtæki
og Terry O’Neil ætlar að leikstýra
konu sinni í næstu mynd hennar,
Duet For One, mynd um
fiðluleikara sem fatlast af völdum
sjúkdómsins M.S.
Það var mikið lagt í kvik-
myndina The Wicked Lady.
Búningar og sviðsmynd voru meö
glæsilegasta móti. Meðal annars
voru allir kjólar frúarinnar hand-
saumaðir á ítalíu úr fínustu silki-
og satínefnum. Myndin fékk ekki
góða útreið hjá gagnrýnendum og
verður seint talin með meistara-
stykkjum. En þeir sem gaman
hafa af svona glæsisýningum frá
fyrri tímum máttu hafa af henni
nokkra skemmtun. Myndin er
endurgerð myndar sem frumsýnd
var 1945 og var ein vinsælasta
kvikmynd þar í landi fyrr og
síðar. Með hlutverk frúarinnar þá
fór Margaret Lockwood en önnur
hlutverk léku James Mason,
Patricia Roc og Michael Pennie.
Kvikmyndin er gerð eftir sögu
Magdalen King-Hall, en sú saga
var aftur gerð eftir sönnum
viðburðum. Ævintýri lafði
Katheleen — Ferrers, sem uppi
var á 17. öld, lifa enn í munnmæla-
sögum í Hertfordshire. Húsið
hennar, Markyate Cell, stendur
enn og þar má sjá leynigöngin úr
svefnherbergi hennar sem hún
notaði til aö komast óséð út á
kvöldin og blettur á gólfinu er
álitinn blóðblettur úr banasári
hennar. Draugur hennar sést oft
ríöa um sveitina og gömul krá í
nágrenninu er kennd við hana og
heitir „The Wicked Lady”.
18 Vikan 43- tbl.