Vikan


Vikan - 27.10.1983, Qupperneq 18

Vikan - 27.10.1983, Qupperneq 18
Faye Dunaway Faye Dunaway i hlutverki sinu i The Wicked Lady (Vonda frúin). Enginn sem sá Faye Dunaway í The Wicked Lady efast um aö sú græneygða leikkona geti leikiö vondar konur af sannfæringu. Hún hefur þegar fengið að spreyta sig á þeim nokkrum, svo sem Bonnie í Bonnie og Clyde, sjónvarps- fréttamanninum metnaðarfulla í Network, Joan Crawford í Mommie Dearest og síðast lafði Barböru Skeleton í The Wicked Lady. Það er eitthvað við konuna sem veldur því að hún velst í svona hlutverk. Hún er þó ekkert einsdæmi því að við nánari athugun kemur í ljós aö hún hefur tekið við persónunum sem hér á árum áður féllu í hlut þeirra Bette Davis, Barbara Stanwyck og Rosalind Russell. Faye Dunaway er fögur kona og tekur sjálfa sig mjög alvarlega sem leikkonu. Hún er hinn mesti vinnuþjarkur og sumum leik- stjórum, svo sem Roman Polanski sem leikstýrði henni í Chinatown, finnst alveg nóg um. Faye Dunaway hefur þrátt fyrir mikla frægð og velgengni aldrei verið í hópi vinsælustu leik- kvenna og kann þaö einmitt aö stafa af manngerðunum sem hún hefur fengist við í kvikmyndum. Samt sem áöur kann hún því bara vel að leika „vondar konur” og er blessunarlega laus við aö líkjast þeim í dagfari. Hún er 42 ára gömul og fékk menntun og þjálfun í háskólanum í Boston og hjá ýmsum góðum leikfélögum áður en hún tók til við kvikmyndaleik. Henni hefur gengið mjög upp og ofan í kvik- myndum og ýmsum kvikmynda- gagnrýnendum, sem séð hafa í henni mikla hæfileika, hefur þótt súrt í brotið hve oft hún hefur leikið í annars og þriðja flokks myndum. Margaret Lockwood lök vondu frúna i kvikmyndinni sem frumsýnd var árið 1945. Henni var á sínum tíma hafnað í The Great Gatsby en síðar hafnaði hún sjálf hlutverki eins og Julia sem þá kom í hlut Jane Fonda. Einkalíf leikkonunnar gekk lengi vel heldur brösótt. Hún var um tíma gift söngvara hljómsveit- arinnar J. Geils Band, Peter Wolf, en það hjónaband fór út um þúfur eftir stormasamt tímabil. Fyrir fáeinum árum kom Faye Dunaway öllum á óvart meö því að eignast barn að því er virtist upp á sitt eindæmi. Það kom þó í ljós að allt var með eðlilegum hætti. Barnsfaðir hennar og sam- býlismaður var lítt þekktur ljós- myndari frá London, en sam- dráttur þeirra hafði ekki farið hátt í fjölmiðlum. Þau höfðu fyrst kynnst fyrir mörgum árum þegar Faye Dunaway var á Spáni við upptökur á kvikmyndinni Doc. Leiðir þeirra lágu saman á nýjan leik síðar þegar ljósmyndarinn, sem reyndar heitir Terry O’Neil, kom til að mynda hana fyrir tíma- rit. Þau hafa nú verið saman í fjögur ár, sonurinn Liam er 3 ára,. og létu pússa sig saman í kyrrþey fyrir um ári. Þau hafa sett á lagg- irnar eigiö framleiöslufyrirtæki og Terry O’Neil ætlar að leikstýra konu sinni í næstu mynd hennar, Duet For One, mynd um fiðluleikara sem fatlast af völdum sjúkdómsins M.S. Það var mikið lagt í kvik- myndina The Wicked Lady. Búningar og sviðsmynd voru meö glæsilegasta móti. Meðal annars voru allir kjólar frúarinnar hand- saumaðir á ítalíu úr fínustu silki- og satínefnum. Myndin fékk ekki góða útreið hjá gagnrýnendum og verður seint talin með meistara- stykkjum. En þeir sem gaman hafa af svona glæsisýningum frá fyrri tímum máttu hafa af henni nokkra skemmtun. Myndin er endurgerð myndar sem frumsýnd var 1945 og var ein vinsælasta kvikmynd þar í landi fyrr og síðar. Með hlutverk frúarinnar þá fór Margaret Lockwood en önnur hlutverk léku James Mason, Patricia Roc og Michael Pennie. Kvikmyndin er gerð eftir sögu Magdalen King-Hall, en sú saga var aftur gerð eftir sönnum viðburðum. Ævintýri lafði Katheleen — Ferrers, sem uppi var á 17. öld, lifa enn í munnmæla- sögum í Hertfordshire. Húsið hennar, Markyate Cell, stendur enn og þar má sjá leynigöngin úr svefnherbergi hennar sem hún notaði til aö komast óséð út á kvöldin og blettur á gólfinu er álitinn blóðblettur úr banasári hennar. Draugur hennar sést oft ríöa um sveitina og gömul krá í nágrenninu er kennd við hana og heitir „The Wicked Lady”. 18 Vikan 43- tbl.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.