Vikan


Vikan - 05.01.1984, Síða 14

Vikan - 05.01.1984, Síða 14
Tff Viðtal Vikunnar Þegar við síðan gengum í EFTA var innflutningurinn gefinn frjáls, tollar fóru lækkandi og samkeppn- in varö auðvitað meiri fyrir bragðið. En ég tel að flestir þeir sem fóru á iðnsýninguna í haust hafi sannfærst um að þær vörur sem innlend fyrirtæki bjóða nú eru í flestum tilfellum fyllilega sam- keppnisfærar við innfluttar vörur, í veröi, í gæðum og í útliti. Ég er þeirrar skoðunar að þarna sé komið á markaðinn þó nokkuö mikið af vörum sem ætti að vera hægt að flytja út, vörur sem standa fyllilega fyrir sínu. ” Nú, þegar sjávarútvegurinn á við vandamál að stríða, telur þú að iðnaðurinn gæti leyst hann af hólmi sem aðaltekjulind þjóðar innar? „Það er ekki nokkur vafi á því að þróunin í kringum okkur er mjög ör. Það er hreinlega að verða iðnbylting númer tvö. Raf- eindatækninni fleygir fram. En staðreyndin er sú aö við erum rétt að byrja að nýta okkur hana í at- vinnulífinu. Og okkur hefur ekki raunverulega tekist að láta þær óskir manna verða að veruleika að iðnaðurinn muni taka við unga fólkinu í framtíðinni. Ef litiö er á þróunina í mannafla á undan- förnum tuttugu árum kemur í ljós að hlutfallslega hefur starfs- liði í iðnaðinum fækkað. Fjöldinn hefur að vísu aukist en hlutfalls- lega hefur orðið fækkun. En þetta er ekkert einkennilegt, þetta er reynsla annarra iðnvæddra þjóða. Fjöldi starfsmanna í framleiðslu- greinum er á niðurleið en fjöldi þeirra sem vinna viö þjónustu og upplýsingadreifingu fer vaxandi. Það er ekki nokkur spurning að það verður sama þróun hér. Nú ert þú mikill talsmaður nýrrar tegundar iðnaðar á íslandi, rafeindaiðnaðar. Heldur þú að hann henti íslenskum aðstæð- um? „Ég er alveg sannfærður um það! Við veröum að kynna okkur og nýta alla möguleika sem við höfum. Við höfum ýmsa kosti fram yfir aðrar þjóðir. Við erum fá. Við eigum að geta virkjað menntakerfið og aðlagað það atvinnulífinu þannig að við séum með vel menntað fólk í svo til öllum störfum. Og því eigum við að hafa möguleika á því að taka rafeinda- tæknina í notkun fyrr en flestir aðrir. Ef við lítum á uppbyggingu at- vinnulífs á Islandi sjáum við að í flestum bæjum utan Stór-Reykja- víkursvæðisins er að finna ákveðið mynstur. Það er reynt að hafa togara og frystihús á hverjum staö. Þar eru líka járnsmíðaverk- stæöi, trésmíðaverkstæði, sauma- stofur víða, fyrirtæki sem fram- leiða einangrunarplast. ... og hugsanlega steypustöðvar! — Mynstrið er eins frá einum stað til annars og í flestum tilfellum má finna fyrirtæki sömu tegundar á Stór-Reykjavíkursvæöinu. Það segir mér enginn að þetta þurfi að verasvona! Ég held að rafeindatæknin muni gera okkur mögulegt að byggja upp nýja tegund fyrirtækja víöa um landið. Það er margt sem bendir til þess að rafeindatæknin nýtist alveg eins vel í litlum fyrir- tækjum og stórum. Og þessi fyrir- tæki þurfa ekki að vera nálægt stærstu mörkuðum, sem hefur augljósa kosti fyrir okkur. Þetta eru dýr tæki, miðað við þyngd, en þau eru frekar ódýr í flutningi. Það þarf ekki mikinn tækjabúnaö til að framleiða þessi tæki og því skiptir ekki höfuðmáli hvar þróunaraðilinn er. Við verðum að nýta okkar styrk- leika. . . við erum með tiltölulega öflugan sjávarútveg, við erum stödd á miðjum bestu fiskimiöum heimsins, eða viö höfum að minnsta kosti taliö okkur trú um það. Samt höfum viö til dæmis verkað saltfisk með sama hætti í mörghundruð ár!” Er þáð þá ekki vegna þess að aðrar aðferðir hafa ekki gefist betur? „Það getur enginn sannfært mig um að besta aðferöin sé að moka saltinu með skóflu og setja síðan saltfiskinn í strigapoka! Ég held að höfuðvandamál þjóðarinnar sé hve sein við erum að taka við okkur, taka í notkun nýjar að- ferðir og breyta þeim gömlu til batnaðar!” Ert þú með einhverja skýringu á þessu seinlæti? „Það er erfitt að koma með ein- hverja eina skýringu. En við segjum óskaplega oft: Þetta hefur alltaf verið gert svona og því hlýtur þetta að vera besta að- ferðin! í staðinn ættum viö að segja: Engin aðferð er svo góð að ekki sé hægt að bæta hana! Viö eigum að þróa upp iðnað í kringum þennan höfuðatvinnuveg okkar. Og síðan ættum við að geta selt úr landi, bæði tækin og þekk- inguna! Eg get til dæmis sagt frá ákaf- lega athyglisverðum hlut sem ég sá á dögunum. Þaö var danskur bæklingur. Nokkur dönsk fyrir- tæki höfðu tekiö sig saman og sögðust geta selt heilt fiskiþorp. Þau voru tilbúin að byggja þorpið, byggja húsin, selja húsbúnað í húsin, ljósin, gler í glugga og svo framvegis. Þau voru með aðila sem hönnuðu og byggðu haf'.ur, skip, framleiddu tæki í skipin,. aöila sem skipulögðu fiskvinnslu- stöðvar og framleiddu tækin í fisk- vinnslustöðvarnar. Þau buðu upp á rekstrarráðgjöf, starfsþjálfun bæði fyrir starfsmenn á skipunum og í fiskvinnslustöðvunum. Þau buðu því fiskiþorp tfl sölu! Auð- vitað getum við gert þetta líka. Og selt á alþjóðamarkaði. Hvers vegna höfum við þá ekki gert það líka? Mér er spurn.” Ég spyr þig. „Ég er ekki viss um að til sé ein- hliða skýring á því. Gamla lumm- an segir: Við eigum ekki að láta þessa þekkingu úr landi vegna þess að þá munu samkeppnis- aðilar taka upp sömu aðferðir. En ég er alveg sannfærður um að það er enginn vandi fyrir erlenda aðila aö komast að því hvernig við vinn- um hlutina hvort sem er, ef þeir bara hafa áhuga á því. Ein aðferð fyrir Kanadamenn til dæmis er að ráða til sín ástralska stúlku, senda hana til London, þaðan ræður hún sig í fiskvinnslu til íslands. Hún vinnur þar í nokk- urn tíma, fer til baka til Kanada og flytur út þekkingu sína. Ég held að það væri viturlegra að gera sér pening úr þessu, láta mennina borga fyrir þessa þekkingu! Við höföum öll tækifæri til að byggja upp hagkvæmasta og besta sjávarútveg í heimi. Við gleymdum bara að beita sömu kröfum um arðsemi og rekstur eins og gert er í iðnaði! Fyrirtæki í iðnaði getur ekki haldið áfram rekstri ef rekstrargrundvöllur er ekki lengur fyrir hendi! ” Aðalvandamál sjávarútvegsins er þá að þínu mati að fyrirtækjun- um var ekki leyft að fara á hausinn? „Já, ég er á þeirri skoðun. Síðan eigum við að finna aðra atvinnu- kosti á viðkomandi stöðum. Tökum til dæmis vandamál skipa- smíðaiðnaðarins. Þetta er ein af þeim greinum sem hafa átt í miklom erfiðleikum á undanförn- um árum í Vestur-Evrópu. En af hverju í ósköpunum líta íslenskar skipasmíðastöðvar á sig sem sérhæft fyrirbrigöi? Þær eiga að líta á sig sem málmiðnaðarfyrir- tæki. Af hverju framleiða þær ekki eldflaugar?! Eða olíuborpalla? Súrheysturna? Þessi fyrirtæki hafa orðið á eftir í vöruþróun og hafa engan veginn staðið sig í markaðsfræðslunni. Það er af og frá að það eigi að bjarga þessum fyrirtækjum með því að ætlast til þess af fiskvinnslufyrirtækjum að þau kaupi sífellt ný skip. Þaö er miklu eðlilegra að fyrirtæki sem telja sig geta bætt við skipum taki viö einhverjum af þeim sem rekin eru með bullandi tapi annars staðar á landinu. En að það eigi aö bjarga einu fyrirtæki í einni atvinnugrein meö því að bæta á vanda ann- arrar, það finnst mér ekki lofa góðu!” Er ekki vandamálið líka hve erfitt er að gera skipulags- breytingar í litlum byggðarlögum, þar sem allir þekkja alla og yfir- menn og starfsfólk hafa starfað saman í mörg ár? „Vissulega er það hluti af vandamálinu. Við búum í litlu þjóöfélagi, einn þekkir annan og þaö getur oft á tíðum verið mjög erfitt að koma á breytingum. Ég held hins vegar að þetta sé í raun mjög léleg afsökun. Auðvitað getum viö komiö á öllum breytingum sem eru þjóðfélags- lega nauðsynlegar! Viö verðum að líta til lengri tíma þegar slíkar aðgerðir eru nauðsynlegar. Við erum komin að þeim tímamótum að lífsgæðin, sem á undanförnum 14 Vikan l.tbl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.