Vikan - 05.01.1984, Side 27
„Ég sver. . . ég sver,” stundi
föli maöurinn.
Oskveitandinn spýtti glóandi
eldslogum út úr sér. I reykmekk-
inum birtist kona. Hún var alls-
nakin og sjálfur óskveitandinn
gapti af undrun er hann sá fegurð
hennar: fínhreistrað hörundið og
sveigmjúkar línur lima og hala.
Það lá við að hann skelfdist sinn
eigin mátt, aö hann skyldi geta
framkallað slíka fegurö. En hvað
gekk að föla manninum? Hvað
skelfdist hann, sá heimskingi?
„Þegiðu, þorpari!” mælti ósk-
veitandinn skipandi röddu. „Eða
er það manni sæmandi að fagna
brúði sinni með ópum og óhljóö-
um?”
„Nei. . . nei. . . !” æptiogvein-
aði maðurinn við ástríðuþrungin
armlög hinnar ástheitu meyjar.
„Þetta er ófreskja. . .
skrímsli. . .”
„Fábjáni! Þetta er fegursta
kona sem ég hef augum litið!
Farið þið nú, börnin mín,” mælti
óskveitandinn og strauk við-
kvæmnistár úr alblinda auganum.
„Farið nú og megi blessun fylgja
samförum ykkar! ”
Röddin sem heyrðist neðst í
stiganum kafnaði af mæði í miöj-
um klíðum. Oskveitandinn tautaði
nokkur valin blótsyrði þegar hann
skreið fram á stigapallinn á efri
hæðinni.
, ,Hvaö gengur á ? ” hvæsti hann.
, ,Hver er þarna niðri? ’ ’
„Ég sá plötuna,” sagöi röddin
blásmóð. „Og mig langaði að
komast aö því hvað þetta ætti að
þýða.”
„Komdu upp, komdu upp,”
svaraði óskveitandinn alúölega en
þó meö gremju undir.
Og gremjan jókst þegar bið varð
á að gesturinn birtist. Þegar hann
loksins kom hafði óskveitandinn
barið um sig halanum af óþolin-
mæöi svo hart og títt aö för voru
komin í loðnuna á gólfteppinu. En
hann sá að gesturinn hafði nokkuð
sér til afbötunar, þótt hann léti á
sér standa, því hann var bæði af-
gamall og akfeitur svo að kið-
fæturnir beinlínis svignuðu undir
þeim ósköpum af skvapi og kepp-
um sem hann hafði utan á sér og
það rétt glitti í sjálft andlitið þar
sem það gægðist fram úr undir-
hökum og aukakinnum eins og
rúsína úr snúð.
Virðulegi öldungur,” varð ósk-
veitandanum aö orði. „Láttu þér
ekki bregða við að sjá mig. Þeir
hafa margir hrokkið við og það
þótt yngri væru. Hafðu taumhald
á hjartslætti þínum efþúgetur.”
„Kjaftæði,” másaði Keppur.
„Ég kippi mér ekki upp við smá-
muni. Búinn að lifa fulllengi og sjá
fullmargt til þess. En ég vil fá aö
vita hvað þú tekur fyrir snúð þinn.
Ágóðahlut? Undirritaðan samn-
ing, hvaö?”
„Fyrirgefðu, ég skil víst
ekki. . . ”
„Ég er bísnissmaöur. Volstrít,
hafirðu heyrt það nefnt. Ég vil
hafa allt hreint og klárt, engar
brellur og brögð, kall minn. Allt
skjalfest og þinglýst.”
Oskveitandinn skellti saman
hvoftunum og small viö. „Þrjót-
ur!” kvað hann. „Skiptu þér ekki
af mínum enda eða okkar við-
skiptum er lokið áður en þau hefj-
ast. En hafir þú ósk fram að bera
þá gersvo.”
Það rumdi í fitukeppnum: „Ég
óska mér ódauðleika! ”
„Já, akkúrat,” varö óskveit-
andanum að orði.
„Heyrðirðu hvað ég sagði? Ég
vil fá að lifa um aldur og ævi. Get-
uröu veitt mér það? Er það fram-
kvæmanlegt?”
„Allt er mögulegt. Osk þín er
veitt. Farðu nú.”
„Hvaðmeinarðu?”
„Mér leiðist þessi bísnisskeim-
ur af þér,” nöldraði óskveitand-
inn. „Þú hefur fengið ósk þína
uppfyllta og nú skaltu hypja þig.”
Keppur þuklaði sig allan.
„Ég finn enga breytingu á
mér,” sagöi hann. „Ég er
nákvæmlega eins og ég var. Þú ert/
svindlari!”
„Farðu!” öskraöi óskveitand-
inn.
„Hvaöa sönnun hef ég fyrir því
að þú standir við orð þín?”
Oskveitandinn spýtti dálitlum
loga í krumlur sér. Þegar eld-
tungurnar svifu frá kom í ljós lítil
flaska. „Taktu þetta og drekktu,”
sagöi hann, dró úr henni tappann
og rétti Kepp.
Keppur brá stút aö vör og
kneyfaði. Brúnleitur vökvinn lit-
aði varir hans.
„Svei attan. . . þvílíkt hland!”
sagði hann. „En ef þaö gerir mann
ódauðlegan dugir ekki að fást um
það.”
„Heimskingi! í þessari flösku
var banvænt eitur, sem dugað
hefði til aö drepa hundrað manns í
einni andrá. En þú lifir enn.
Skilurðu hvað það þýðir? Eða
kennir þú þér nokkurs meins?”
„Þú segir það, lagsi, aö þetta
hafi verið eitur. En hvernig get ég
vitað að þetta hafi ekki veriö sauö-
meinlaust kindapiss?”
„Asni!” hvæsti óskveitandinn
og spýtti nú hlaðinni skammbyssu
í krumlur sér. Svo skaut hann
hverju skotinu af ööru á Kepp á
dauöafæri uns byssan var tóm.
„Þá hefurðu það, þinn tortryggni
þrjótur,” sagði hann. „Ertu nú
ánægður?”
„Sjónhverfing,” varð Kepp að
orði og enga undrun á honum aö
sjá. „Heldurðu að þú blekkir mig,
gamlan refinn, með svona al-
gengu og hversdagslegu bragði? ”
„Þú ert yfirgengilegur,” sagöi
óskveitandinn þreytulega. Svo
hrækti hann stóru bjúgsverði í
krumlur sér. Það sló bliki á beitt,
bláfágað blaðið og hvassbrýnda
eggina. Oskveitandinn greip klón-
um um meðalkaflann, reiddi
sverðið til höggs og sneið höfuöið
af Kepp í einu bragði.
„Gerðu svo vel,” mælti hann og
horfði glottandi á augun, sem
gláptu á hann úr hausnum sem lá
á gólfinu. „Ertu nú sannfærður,
fíflið þitt?”
„Allt í lagi, allt í lagi,” kraum-
aði í hausnum. „Ekki taka þetta
persónulega. Þú stendur sjálfsagt
við þitt. Ég vildi bara vita vissu
mína og þú getur varla láð mér
þaö. Og ef þú vildir nú vera svo
vænn að setja mig saman aftur —
og svo eru víst fáein göt á
mér. . . ”
„Því miður, væni. Ein ósk. Það
er hámarkið.”
„En þú getur ekki skilið svona
viðmig!”
„Því ekki það?” Oskveitandinn
terröi fram klærnar og benti á
dyrnar. „Farðu!” hvæsti hann og
spúði eldi og eimyrju fram á milli
samanbitinna tannanna. „Við
erum skildir aö skiptum! Ut með
þig!”
Akfeitur skrokkur öldungsins
kjagaði í átt til dyranna.
„Og taktu hausskrattann meö
þér!” öskraði óskveitandinn á
eftir honum.
„Hæ, er nokkur heima?”
kallaði glaöleg rödd niðri við dyrn-
ar. „Ég las á plötuna. Er þetta
rétt? Eru óskir til sölu hér? ’ ’
„Hér er ekkert til sölu. En þú
getur fengiö eina ósk ef þú nennir
aö hafa þig hingað upp. ”
Andartaki síöar gægöist gestur-
inn inn um dyragættina. Um leið
hvarf brosiö af vörum hans og
hláturinn þagnaði. „Hvert í heit-
asta,” sagðihann.
„Ég lagði mig,” tautaði ósk-
veitandinn. „Þú mátt líka fara við
svo búið.”
„Fyrirgefðu,” sagði gesturinn.
„Mér gekk ekkert illt til.” Hann
var snöggklipptur og hárið tekið að
grána. Það varð enn meira áber-
andi vegna þess hve brúnn hann
var á hörund. „Benson heiti ég,”
sagði hann og rétti hinum
klófingraða húsráöanda höndina.
Oskveitandinn lét sem hann sæi
þaö ekki. „Afsakaöu,” sagði hann.
„Við erum ekkert að vesenast í
smáatriðum hér. Berðu fram ósk
þína og gerðu þér ljóst að hún má
aðeins veraein.”
„Sjálfsagt. Það eru auðvitaö
peningar.”
„Já, ég skil. Og hvað mundi það
nú vera mikið sem þú óskar þér?”
Benson hló. „Eins mikiö og
hægt er,” sagði hann. „Ekki það
að ég sé neinn maurapúki. En
mig langar ekki að veröa að þræla
þetta stanslaust, nótt og nýtan
dag, og detta svo niður dauður af
hjartabilun um fertugt. Ég er ekki
nema þrjátíu og átta.”
„Slúður,” hreytti óskveitand-
inn út úr sér. „Ut meö óskina,
umbúðaiaust.”
„Ökei,” sagði Benson. „Ekkert
óheyrilegt. Bara þægilegt. Ætli
maður geti ekki lifað þokkalega
fyrir svona tvö þúsund dollara á
dag. Já, tvö þúsund dollara á dag
þaö sem ég á eftir ólifað. Hvernig
líst þéráþað?”
Oskveitandinn glennti upp
ginið og skyrpti móbrúnu umslagi
á gólfið.
„Gerðu svo vel,”sagði hann.
„Því miður get ég ekki staðið í
neinu smákjótli. Þú veröur að
taka við upphæðinni í einu lagi. ”
„Þaö var ekki verra,” sagði
Benson glaölega og hirti upp
umslagið. Hann þuklaði á því og
brosið þvarr.
„Heyrðu mig,” sagði hann,
„þetta hljóta að vera mistök eða
misskilningur. Þaö eru ekki nema
fjögur þúsund dollarar í umslag-
inu!”
En óskveitandinn haföi lygnt
aftur augunum.
„Þér hafið ekki tekiö rétt eftir.
Osk mín hljóðaði upp á tvö þúsund
dollara á dag, sem ég ætti ólifaða.
Þér megið ekki taka það sem
heimtufrekju en. ...”
Oskveitandinn var sofnaður.
Hann hraut lágt og hvæsandi.
Benson yppti öxlum, stakk
umslaginu á sig og gekk á
brott. Hann gekk hratt í áttina að
aðaljárnbrautarstöðinni. Hann
ætlaöi að ná í lestina klukkan 5.29.
En hann hægöi á sér þegar gamli
leiðindaverkurinn fyrir brjóstinu
sagði til sín. Hann gekk hægar og
hægar. Verkurinn var jafnvel enn
sárari og óþægilegri en fyrr. Hann
lagöi fram í vinstri handlegginn.
Benson náði lestinni sem fór
klukkan 5.59.
I. tbl. Vikan 27