Vikan - 05.01.1984, Side 28
Skotmark í
kjamorkustríðs-
æfíngum
Eyjaklasi í Kyrrahafinu hefur í mörg ár verið
notaður sem skotskífa fyrir leynilegar æfingar
Bandaríkjahers með kjamorkueldflaugar
Bandaríkin gera tilraunir með kjarnorkueldflaugar, með því að skjóta þeim frá
Vandenberg flugherstöðinni í Kaliforníu og síðan er fylgst með þeim þar til þær
lenda i Kvajalein lóninu í Kyrrahafi.
Kvajalein-eyjaklasinn í Kyrra-
hafinu, um það bil 3600 kílómetra
fyrir suðvestan Hawaii, er sann-
kölluö paradís í Suðurhöfum.
Fáir ferðamenn sækja til Kvaja-
lein-eyja. Á 11 af jjessum 97 smá-
eyjum úir nefnilega og grúir af
háþróuðum ratsjár- og sjónglerja-
búnaði. Algjör leynd hvOir yfir
þessari eftirlitsstöð, sem þjónar
mikilvægu tilraunahlutverki í
viðleitni Reagan-stjórnarinnar til
að bæta tæknina í kjarnorkuvíg-
búnaði Bandaríkjanna.
Eyjarskeggjar búa flestir í
Ebeye á stærstu eyjunni, sem
eyjaklasinn dregur nafn sitt af.
Þegar maður ferðast með göml-
um ryðkláf frá Ebeye til her-
stöðvarinnar á Kvajalein-eyju fær
maður einhverja hugmynd um
lífið þarna. Lagt er upp frá
nýtísku hafnarmannvirkjum, þar
sem mikið er um að vera — bátar,
kranar og staflar af vörugámum.
Meðfram ströndinni raða létt-
byggð einbýlishús sér niður að
sandinum. Golfleikarar lötra um
fyrsta flokks golfvöll og hjólreiða-
menn sniglast eftir götum undir
krónum pálmatrjánna.
En — þrátt fyrir þetta friösam-
lega yfirbragð er það staðreynd að
Kvajalein-eyjaklasinn er skot-
mark fyrir flugskeytaæfingar á
Kyrrahafinu. I þaö minnsta einu
sinni í mánuði tekst kjarnorkueld-
flaug á loft frá Vandenberg-flug-
herstöðinni á suðvesturströnd
Bandaríkjanna, sem er í um það
bil 6.500 kílómetra fjarlægð frá
Kvajalein. Eldflaugin þýtur upp
og út fyrir gufuhvolfið, þaðan sem
hún sendir óvopnaöa sprengju-
flaug aftur í átt til jarðar.
Sprengjuflaugin fer með 25.000
kílómetra hraöa á klukkustund og
steypist í Kvajalein-lónið með
gífurlegum gusugangi. Raunar
fara þessar sprengjuflaugar hratt
og lónið er risastórt þannig aö fáir
koma nokkum tíma auga á þær.
Kvajalein gegnir mikilvægu
hlutverki í svonefridri MX-áætlun
Bandaríkjamanna. MX-eldflaug-
arnar draga á milli heimsálfa og
bera fjöldann allan af sprengju-
flaugum. Á næstu þrem árum
verða gerðar tilraunir með flug-
hæfni og markhittni þessara eld-
flauga.
Upplýsingarnar frá Kvajalein
verða jafnt notaðar af herforingj-
um og stjómmálamönnum, til að
dæma um nákvæmni MX-eld-
flauganna. Allar umræður um
kjamorkuvopn, hvort sem um er
að ræða SALT-II viðræðumar um
takmörkun langdrægra vopna eöa
MX-flaugamar, miða við að eld-
flaug hitti skotmark í 9000 kíló-
metra fjarlægð og hæfi í helmingi
tilfella innan við 250 metra
frá skotmarki sem er 20 metrar í
þvermál. Það hefur aldrei verið
háð eiginlegt kjamorkustríð
þannig að þessar upplýsingar fást
við tilraunaflug sem lýst hefur
verið.
Eyjaklasinn þjónar líka því
hlutverki að prófa vopnakerfi sem
ætluð eru til vama í borgum og
herstöðvum. Um leið og eldflaug
stefnir í átt að eyjunum fer eld-
flaugavarnakerfið þar í gang og
tölvustýrð leitartæki fylgjast meö
flugi „árásarflaugarinnar”. Árið
1962 tókst í tilraunaflugi að skjóta
niður í fyrsta skipti aðvífandi eld-
flaug með gagneldflaug (ABM,
Antiballistic missile).
28 Vikan I. tbl.