Vikan - 05.01.1984, Síða 34
Tækni —
vísindi
Þróun á tæknisviöinu verður ör
og nokkrum mikilvægum áföng-
um náð á árinu. Eftirtektarverð-
ur árangur mun fást úr Sojus-
Saljút tilraun Sovétmanna og
lagður grundvöllur að mannaðri
vísindastöð sem endanlega verður
komið fyrir úti í geimnum. Sovét-
menn og Bandaríkjamenn eiga
þar saman hlut að máli.
Gerðar veröa tilraunir með raf-
magnsframleiðslu á nýstárlegan
hátt með því að beisla hreyfingu
jökla á noröurslóðum. íslendingar
munu fylgjast af athygli með
þessum tilraunum.
I sumum löndum mun blanda af
alkóhóli og bensíni leysa olíu af
hólmi í vaxandi mæli aö því er
tekur til farartækja.
I Bandaríkjunum verður farið
að selja tölvur sem tengja má
þjónustukerfi flugfélaga, bílaleiga
og annarra aöila sem tengjast
ferðamálum og samgöngum.
Þessar tölvur geta menn haft
heima hjá sér og fengiö um þær
hvers konar upplýsingar um
feröalög, hótel og því um líkt, gert
sér grein fyrir veröi og pantaö,
fengið staðfestingu á pöntuninni
og þess háttar.
Kjarnasamruni færist sífellt
nær því marki að verða vel nýt-
anlegur til meiriháttar orkufram-
leiðslu. Lögö verður áhersla á að
fullkomna vélmenni og „getu”
þeirra til að „þekkja” hluti og
svara mannsröddinni.
Uppgötvanir verða gerðar í
kortlagningu heilans og erfða-
fræðirannsóknir munu auðvelda
lækningu sjúkdóma sem orsaka
lömun. Einnig næst mikilsveröur
áfangi á sviði krabbameinslækn-
inga og krabbameinsvarna.
Vísindamenn veröa í árslok ekki
nema hársbreidd frá aö uppgötva
orsakir krabbameins og veldur
það byltingu í baráttunni við
þennan vágest. Einnig næst mik-
ilsverður áfangi í framleiðslu lyfs
við sykursýki.
Að lokum má geta þess að á
árinu 1984 sækist fólk eftir því í
ríkari mæli í vissum löndum að
verða djúpfryst þegar á dánarbeði
heldur en láta grafa sig eða
brenna eftir dauðann.
Fólk í fréttum —
úti í heimi...
Æðstu menn risaveldanna, sem
nú eru þar í forsvari, munu báðir
láta af störfum á árinu. Miklar
mannabreytingar eiga sér staö
samtímis í æðstu stööum hjá
báðum þessum þjóðum.
Henry Kissinger fær aftur stórt
hlutverk í stjórnmálunum en
Grómíkó veröur ekki eins í sviðs-
ljósinu og áður.
Frakklandsforseti á í vök að
verjast gegn fyrrum borgarstjóra
Parísar. — Övæntur atburður
verður til þess aö Arafat veröur
endanlega ýtt til hliðar sem helsta
málsvara PLO.
Lech Walesa hyggur á ferð til
Vesturlanda til að kynna málefni
Póllands og leita fjárhagsaðstoðar
en fær ekki fararleyfi.
Isabella Perón, fyrrum forseti
Argentínu, reisir við Perónista-
flokkinn í Argentínu. Hún verður
kölluð heim frá Spáni og veröur
aftur í sviðsljósinu í Argentínu.
Carrington, næsti framkvæmda-
stjóri NATO, kemur til íslands á
árinu í sambandi við mikilvæga
málaleitan viö íslendinga. Nixon,
fyrrum forseti Bandaríkjanna,
kemur heiminum á óvart með
yfirlýsingu sem tekin veröur
alvarlega í Kreml.
Leitað verður til Jamani, olíu-
málaráöherra Saudi-Arabíu,
varðandi sáttaumleitanir milli
stríðandi afla í Miðausturlöndum.
Rainier fursti í Mónakó giftist
aftur á árinu. Konuefnið er kona
sem blaðamenn Evrópu hafa lengi
leitað eftir viðtali viö. Mikið uppi-
stand verður innan konungsfjöl-
skyldu á Norðurlöndum.
Stjarna Billy Joel mun rísa
hærra á þessu ári en nokkru sinni
fyrr og nálgast vinsældir hans vin-
sældir Elvis Presley á sínum
tíma.
Auk Billy munu vinsælustu
söngvararnir verða Kenny Rogers
og Dolly Parton. Genesis grúppan
eykur vinsældir sínar út allt árið
— og strákarnir í Mezzoforte bók-
staflega „velta” Irlandi. Þeim
verður vel tekið í Japan og komast
þar á vinsældalista. Þeir eiga líka
r
eftir að láta til sín heyra í Banda-
ríkjunum.
.. . og hér heima
Mikið verður rætt um breyting-
ar innan ríkisstjórnarinnar —
hvort og hvenær hinn nýi for-
maður Sjálfstæðisflokksins taki
við ráðherraembætti.
I sviðsljósinu veröa þeir
Þorsteinn Pálsson, Albert Guð-
mundsson og Matthías Á.
Mathiesen, en þeir tveir síðast-
nefndu munu skipta um stóla — þó
ekki hvor við annan. Líklegt er að
Þorsteinn fái ráöherraembætti á
árinu.
Að slepptum stjórnmálunum
veröur útgerðin mikið í fréttum og
einstakir menn innan hennar, svo
og LIU með Kristján Ragnarsson í
broddi fylkingar. Kristján mun
gerast talsmaöur sjónarmiða
ríkisstjórnarinnar og eiga fullt í
fangi með að gegna sáttasemjara-
starfi í komandi viðræöum.
Aöalheiöur Bjarnfreðsdóttir
kemst einnig í þá aöstöðu að þurfa
að gegna eins konar sáttasemj-
arastarfi í umræðum um lág-
markslaun og við hvaö þau skuli
miðuð.
Ráðstöfun þingsæta á Alþingi
verður í fréttum í byrjun ársins og
verða margar yfirlýsingar gefnar
um málið.
Morgunblaðsritstjóri veröur
kosinn formaður nefndar á vegum
ríkisins. Þessi nefnd á eftir að
vinna þarft verk og viöurkennt.
Þarna er um að ræða einhvers
konar hjálparstarf.
Forstöðumenn hinna nýju
greiðslukorta hérlendis munu fá
sinn skerf af sviðsljósinu.
Samkeppni þessara tveggja fyrir-
tækja veröur geysihörö, strax á
fyrstu mánuðum ársins.
Vegna loðnuveiðanna verða
fiskifræðingar stöðugt í fréttum
strax eftir áramótin og munu þeir
ekki allir mæla fyrir sömu rökum.
Embættismaður hjá utanríkis-
ráðuneytinu stendur í ströngu
vegna samninga viö Bandaríkja-
menn um fiskveiðar okkar í
bandarískri landhelgi.
Mjög skeleggur maöur tekur viö
starfi þingfréttamanns hjá sjón-
varpinu en mun eiga í stímabraki
við stofnunina þegar til ákvörö-
unar kemur um val á útsendingar-
efni.
Miklar deilur rísa um sölu hluta-
bréfa ríkisins og kemur þar við
sögu mjög harðsnúinn aðili með
stóran hóp fólks að baki og fær því
framgengt sem hann vill gegn
vilja hins opinbera.
Forstjórar fyrirtækja munu
hvetja starfsfólk sitt til að stunda
heilsurækt eða orkubót, eins og
það er kallað, og munu staöir sem
bjóða upp á þannig aðstöðu fyllast
svo eftirspurn verður vart annað.
Seint á árinu kemur út samtals-
bók við frumherja í samgöngu-
málum Islendinga og veröur þar
margt að finna sem fólki kemur á
óvart. Þetta verður metsölubók.
Breyting veröur á forystu
Alþýðuflokksins og ritstjóraskipti
á Tímanum — og reyndar víðar í
blaðaheiminum.
Guðlaugur í Karnabæ kemur
fram meö nýmæli í verslun meö
tískufatnað og veröur fatnaður
nefndur eftir honum!
Vikan vill taka fram í lokin að
spá þessi er unnin eftir samtali við
völvuna sem sagt var frá í upphafi
og eftir miðum sem hún hafði
skrifað áöur en Vikan hafði sam-
band við hana. En völvan vissi af
því fyrirfram og hélt því ýmsu til
haga sem hún hefði ella látið fara
forgörðum, eftir því sem hún
sagði.
Rétt er einnig aö benda á að
spáin er unnin um mánaöamótin
nóvember/desember, svo vera
má að eitthvað af ofansögðu hafi
þegar ræst er spáin kemur fyrir
almennings sjónir.
34 Víkan 1. tbl.