Vikan - 05.01.1984, Qupperneq 39
töluðum við lítiö eftir þetta. Mér
er nákvæmlega sama hvaö það
veit eöa veit ekki, ekki leiðrétti ég
þetta gabb og við ákváðum fljót-
lega að flytja burt um leið og við
gætum losnað úr vinnu. Það gekk
mjög greiölega. Viö þurftum að
koma ýmsum praktískum málum
á hreint áöur en við fórum alfarin
burt. Ég lét manninn minn um
þetta, ég haföi ekki geö í mér til að
sjá neinn þarna framar.
Ég veit ekki hvort fólk gerir sér
grein fyrir aö svona lagað geti
skeð. Þetta er síst af öllu ofsagt
sem ég segi hér. Það má frekar
bæta 100% við allt sem ég segi,
svo algjör urðu umskiptin. Við
fluttum í skyndi í hjólhýsahverfi á
öðrum stað í landinu, þó viö
heföum vel ráð á aö búa betur. Við
fengum okkur ekki vinnu aftur
þarna, nema ég fór í íhlaupavinnu
einu sinni, aðallega til aö drepast
ekki úr leiðindum og þunglyndi.
Við vorum heppin að vera ekki
veik fyrir víni, ég er viss um að við
heföum orðið alkóhólistar á
þessum tíma ef við heföum haft
nokkra tilhneigingu í þá átt. Viö
höfðum að vísu alltaf haft vín um
hönd en þá aðallega í partíum og
okkar líf og yndi er dans. Viö
fórum samt lítið að dansa á þessu
tímabili eftir áfallið. Viö fórum
stundum í bíó en aöallega vorum
við að reyna að finna okkur
einhvern samastað í tilverunni
eins og sagt er. Við vissum
hreinlega ekkert hvar við ættum
heima eöa hvort við ættum yfir
höfuð nokkurs staðar heima. Hann
vildi helst að viö létum reyna á
Ástralíudrauminn en ég vildi það
alls ekki, mér fannst aö sama
sagan hlyti að endurtaka sig þar.
Ég hef heyrt aö það geti verið
svolítið einmanalegt í Ástralíu og
ég gat bara ekki hugsað mér að
fara þangaö. Ég veit ekkert hvað
er til í þessu. Við vildum ekki búa
áfram í þessu landi, þó fólk sé þar
sjálfsagt innbyrðis mjög ólíkt. Við
vildum komast burt og eignast
heimili en viö vissum ekki hvar.
Ég held aö það geti enginn skilið
þessa tilfinningu nema hafa reynt
hana.
Seinast ákváðum við að freista
gæfunnar aftur hér heima. Við
fluttum til Reykjavíkur, okkur
gekk illa að fá húsnæöi en betur að
fá vinnu og þetta bjargaðist allt
einhvern veginn af því við vorum
barnlaus. Þrátt fyrir þá lífs-
reynslu sem við höfðum gengiö í
gegnum úti, og litla trú á út-
landinu, þá var visst sjokk að
koma heim. Kuldinn og vindurinn,
öll veðráttan virtist fjandsamleg.
Umferðarmenningin fyrir neöan
allar hellur og allt svo stressaö og
vinnuþrælkað. Þaö lá viö að viö
legöum aftur í búferlaflutninga en
niðurstaðan varð samt sú að við
ákváöum að þrauka veturinn. Viö
höfðum selt allt okkar úti og
urðum að koma okkur fyrir upp á
nýtt. Við vildum ekkert sem
minnti á það sem við gátum varla
talað um. Eg hef engum sagt
þessa sögu fyrr.
Nú erum við búin aö vera hér
heima í mörg ár, við erum búin að
ná okkur eftir þetta og sætta okkur
við að fólk geti veriö svona
ómerkilegt. Við höfum hvort
annað og við höfum í seinni tíð
eignast kunningja, kannski vini.
Við lifum rólegu lífi og sláum svo
sannarlega ekki um okkur.
Annars held ég aö það sem gerðist
þarna úti geti varla gerst hér á
landi. Ég held að þó margt ljótt
megi segja um Islendinga og smá-
borgaraskapinn sem á þeim er
stundum sé þessi hugsunarháttur
þeim framandi. Eg hef lært að
meta margt hér heima, þó ég
viröist sjálfsagt bitur út í allt og
alla. Við förum stundum til þess
staðar sem ég er frá og það eru
ánægjulegar heimsóknir. Fólk
hefur sætt sig við okkur eins og við
erum þó við séum kannski
óvenjulegt par miöað við þennan
stað. Það er fallegt þar og mér
finnst líka fallegt hér í Reykjavík.
Við höfum reynt aö víkka okkur út
andlega meö því aö stunda hug-
rækt og fara á ýmis námskeið og
ég held að við séum búin að finna
okkur stað í tilverunni.
Það gæti svo sem alveg verið aö
við tækjum okkur einhvern tíma
upp aftur og freistuðum gæfunnar
á nýjum stað á nýjan leik. Við
erum bæöi mjög leitandi. En ég
held að við yrðum alltaf tor-
tryggin í garð þeirra sem við
umgengjumst í öðru landi eftir
þessa lífsreynslu.
Eflaust eru þetta fordómar að
einhverju ieyti en ég held ég segi
þessa sögu fyrst og fremst til að
vara aðra við sem fara að leita að
lífshamingjunni í öðru landi,
hugsunarhátturinn er ekki alls
staðar eins og fyrst þetta gat
gerst, nákvæmlega svona, hjá
okkur þá finnst mér rétt að fleiri
fái að vita það, bara svo þeir skilji
að ekki eru allir viðhlæjendur
vinir og lífsbaráttan erlendis er
stundum mjög harkaleg og
smjaður á miklu hærra stigi en
hér. Mér fannst áður nóg um fá-
læti íslendinga en ég vil það miklu
heldur en einhverja skælbrosandi
framan í mig sem eru horfnir um
leiö og þeir halda aö maður eigi
enga peninga lengur. Lægra held
ég sé ekki hægt að komast.
Framvegis mun Vikan birta sögur af lífinu og
tilverunni eins og fólkið segir þær sjálft.
Margar þessar sögur verða mjög persónu-
legar og snerta fleiri en sögumennina sjálfa.
Þær verða því ekki birtar undir nafni. Tilgang-
urinn er að gefa lesendum hlutdeild í lífsreynslu
annarra og oft er það svo að með því að kynnast
því sem gerist hjá öðrum finnur maðurinn að
hans vandamál er ekki þvílíkt einsdæmi sem
hann hélt.
Við eigum nú þegar nokkuð margar sögur en
tökum fúslega við fleiri. Veitt verður lOOO^króna
þóknun fyrir birta sögu. Þær má senda til
Vikunnar, pósthólf 533, 121 Reykjavík, eða hafa
samband við blaðamenn Vikunnar sem þá
hjálpa til við að koma sögunum ámMír
1. tbl. Vikan 39