Vikan - 05.01.1984, Síða 43
FRAMHALDSSAGA
Einhver í vélinni . . . Gussie
Bingham . . . Nei, það var í það
minnsta óhugsandi.
Nigel sagði fýlulega: „En kæra
frú Bingham, ég get ekki fengið
mig til að trúa að forlögin hafi
áhuga á fyrirbærum eins og að
láta kol detta á teppiö í setu-
stofunni þinni eða þoku sem
seinkaði lestinni þinni eða þá því
aö myndir í vegabréfum sýna
mann ævinlega svo óþægilega
ankannalegan að þú fannst þig
knúða til að hlæja að því meö vin-
konu þinni. Sjálfur hef ég meiri
áhuga á sálfræði og það er sann-
færing mín að þú skildir vegabréf-
iö eftir á píanóinu... ”
Dany stóð snöggt á fætur. Hún
kæröi sig ekki um að heyra meira
um vegabréf eða Airlane eða
nokkuð annað sem neyddi hana til
að hugsa um skelfilega og
hræðilega hluti og hún rétti Lash
samanbrotna kápuna sína og
sagöi stutt í spuna: „Ég kem
aftur eftir andartak. ’ ’
„Er allt í lagi?” spuröi Lash,
stóð hálfvegis á fætur til að hleypa
henni framhjá. „Þú ert svolítið
grænleit.”
„Nei. Þaö er allt í lagi meö mig,
þakka þérfyrir.”
Hún gekk hratt eftir ganginum
og forðaði sér inn á kvenna-
salernið, þar sem hún stóð og
borfði út um gluggann á breiðan
bláan himin og lítil letileg ský. En
hugsanir hennar höfðu fylgt henni
og hún gat ekki haft hemil á þeim.
Gussie Bingham. . . Millicent
Bates. . . Jembe. . . hr.
Honeywood. Morð í Market-
Lydon...
Dany gafst upp og settist aftur í
sæti sitt.
Örsmár drekafluguskuggi flug-
vélarinnar flögraði yfir leirugt,
grænt vatn, gróörarfen og pálma-
skóga. . . Mombasa. „Vinsamleg-
ast takið eftir. Skiltið sýnir
hvenær á að festa sætisólarnar.
Eftir fáeinar mínútur munum við
lenda... ”
Farþegarnir þrömmuöu skyldu-
ræknir út í miskunnarlausa birt-
una og salta sjávarangan og á
meðal þeirra tók Dany eftir
granna arabanum í hvítu jakka-
fötunum sem hún hafði séö Salim
Abeid tala svo æstan við í Nairobi
þá um morguninn.
Þaö leit út fyrir að fleiri í flug-
vélinni könnuðust við hann því
þegar Nigel Ponting kom auga á
hann yfirgaf hann frú Bingham og
hraðaði sér á eftir honum. Þeir
tókust í hendur og stóðu og töluðu
saman í nokkrar mínútur á heitri,
rykbundinni mölinni. Þegar Dany
gekk framhjá þeim heyrði hún að
einkaritari Tysons sagði: „Ég
vona innilega að þú hafir skemmt
þér dásamlega. Satt að segja er
Nairobi ekki að mínum smekk. En
það er auðvitað öðruvísi fyrir þig
— þú átt vini þar. Ég fór aftur á
móti upp í norðurhéruöin með
Bunny og. . . ” Orðin „unaðslega
blátt áfram” ofsóttu hana þegar
hún komst í skuggann af inngangi
flughafnarinnar.
Salim Abeid — „Jembe” —
tróðst framhjá henni, virtist langt
frá því að líöa vel og stefndi yfir í
hinn hluta salarins, þar sem hann
settist niður við lítið borð, pantaði
sér bolla af svörtu kaffi og tók að
lesa arabískt blaö sem hann hélt
um með höndum sem titruðu
greinilega.
Það var heitt og margt fólk í
biðsal flugstöðvarinnar og þar
sem Lash hafði skilið Dany eftir
eina síns liðs keypti hún tímarit af
handhófi við blaðasöluna og settist
tiltölulega afskekkt meö það
skammt frá súlu. En hún las það
ekki. Hún sat og horfði blindum
augum á prentaða síðuna og hlust-
aði annars hugar á kliðinn um-
hverfis sig þar til athygli hennar
beindist að stórri innrammaöri
auglýsingu fyrir innlent flugfélag.
Auglýsingin hékk á súlunni
svolítið til vinstri við hana.
Hún sá að auglýsingin var mál-
uð á spegil og í honum sá hún bláa
lokka Gussie Bingham speglast,
búöingsskálarhatt Millicent Bates
og blómum líkt andlit Amalfi
Gordon.
Amalfi, hugsaöi Dany, var ekki
upp á sitt besta þennan morgun.
Henni virtist vera heitt og hún
leit út fyrir að vera töluvert gröm.
Samræðurnar viö Eduardo di
Chiago, en myndarlegur valslíkur
vangasvipur hans var rétt grein-
anlegur yst í speglinum, virtust
vera leiöinlegar að hennar mati.
Hún svaraði honum með einsat-
kvæðisorðum og augnaráöið var
reikult. Aftur á móti leit frú
Bingham út fyrir að skemmta sér.
Hún var að hlæja aö einhverju sem
einhver hafði sagt og skyndilega
var tryllingsleg hugmyndin um aö
hún hefði kannski staðið í ein-
hverju sambandi við morðið á hr.
Honeywood orðin fullkomlega
fáránleg.
Ef til vill hafði þaö veriö
arabinn, Jembe, þegar allt kom
til alls. Eða þá að þaö var einhver
ókunnugur maður í flugvélinni frá
London sem hún hafði ekki veitt
neina athygli. Eða jafnvel
Sir Ambrose Yardley! Fullkominn
fáránleiki þessarar síðustu hug-
myndar kom Dany til að brosa
dauflega: hún var að leyfa
ímyndunaraflinu að hlaupa meö
sig í gönur! Og hvað sem öllu leið
hafði Sir Ambrose ekki verið í
Nairobi kvöldið áður. Það hlaut
að hafa verið einhver
ókunnugur. . .
Hópurinn í speglinum tvístrað-
ist og gekk burt og hún sá ekki
lengur spegilmynd neins sem hún
þekkti. Farþegar annarra flug-
véla komu og fóru aftur og hávað-
inn jókst um leið og þrengdist í
biðsalnum. Dany var komin með
óþolandi höfuðverk og sérhvert
hljóð í öllum gauraganginum jók
enn á óþægindi hennar: óvært
indverskt barn sem volaði með
niðurdrepandi þráa, brothljóöið
þegar bolli valt og gutlið í vökva
sem helltist niður, skrækt, fliss-
andi blaöur hóps af arabískum
matrónum og hávær hlátur ungra
plantekrumanna í kringum bar-
inn.
„Þú hefur aldrei sagt mér að þú
gætir lesið arabísku,” sagði Lash
fyrir aftan hana.
Dany hrökk ofboðslega við, beit
sig í tunguna og beindi í fyrsta
sinn augunum að blaöinu sem hún
hélt á, sá að þaö var í raun og veru
prentað með gjörsamlega fram-
andi letri.
Lash teygði sig yfir öxlina á
henni, tók tímaritið úr höndum
hennar, sneri því við og rétti henni
þaöaftur. Hannsagði: „Þúverður
að afsaka aö ég nefni það, ungfrú
Kitchell, en það er bókstaflega
ekkert jafnáberandi og einhver
sem þykist vera að lesa blaö sem
hann heldur á hvolfi. Og þessi
frakki vinur þinn, blaöasnápur-
inn, hefur verið að horfa á spegil-
mynd þína í spegilbrotinu þarna
meö töluverðum áhuga. Þetta er
leikur sem tveir geta leikið. Ef til
vill kann hann bara vel við rauð-
hært kvenfólk — en svo gæti hann
á hinn bóginn haft aðrar hug-
myndir.”
Dany sagði andstutt: „Larry
Dowling? Hvaða hugmyndir?
Hann — hann getur ekki vitað
neitt. Og hvað sem því líöur hefur
hann ekki áhuga á öðru en fólki
eins og Tyson. Og stjórnmálum.”
„Það er sem sýnist,” sagöi
Lash þurrlega. „Morð er alls
staðar fréttnæmt. Svo þú skalt
bara hætta aö hegða þér eins og þú
hafir heilt tonn af sekt á sam-
viskunni. Þaðsést.”
„Mér þykir það leitt,” sagði
Dany lágróma.
„Þetta er allt í lagi. Það verður
ekki mikið lengur. Viö erum
næstumkomin.”
„En ekki alveg,” sagði Dany
skjálfróma.
„Hvar er baráttuandinn?”
„Ég hef engan. — Ekki í svip-
inn.”
Lash sagöi: „Veslingurinn
litli.” En hann sagði það ekki
háðslega. Og svo kvakkaði
líkamslausa röddin aftur úr
hátalaranum og skarst í gegnum
þoku skvaldursins í þéttsetnum
biðsalnum.
„Farþegar með flugi núll þrír
fjórir til Tanga, Pemba, Zanzibar
og Dar-es-Salaam. . .”
Þau gengu út í glampandi
sólskinið og hafgolan söng í
kasúrínutrjánum og þyrlaöi heit-
um sandkornum á fótleggi þeirra.
Þau fengu sér sæti í flugvélinni
sem beið þeirra, festu sætis-
ólarnar samviskusamlega og
drápu í sígarettunum. Larry
Dowling, sem sat rétt fyrir aftan
Dany hinum megin við ganginn,
kallaði: „Hæ — flugfreyja! Það
vantar einn. Ekki loka. Sessu-
nautur minn er ekki kominn enn-
þá. Hr. Salim Abeid.”
Flugfreyjan brosti meö
umburðarlyndum svip kennslu-
konu sem sinnir treggáfuðum nýj-
um nemanda og sagöi blíðlega:
„Þakka þér fyrir, ég er með list-
ann. Þú þarft engar áhyggjur að
hafa. Hann kemur eftir andar-
tak.”
En fimm mínútur liðu og svo
tíu, og þó flugvélin titraði af
vélargný bærðist hún ekki og
farþegarnir geröust órólegir,
sneru sér viö og gægðust aftur að
opnun dyrum eða horföu áhyggju-
fulliráúrinsín.
„Hvað er það sem tefur okk-
ur?” spurði feitlaginn maður í
sæti fremst í vélinni. Hann reis á
fætur og horfði eftir ganginum,
rautt andlit hans var aö verða
fjólublátt af hneykslun. „Viö kom-
um of seint ef það heldur svona
áfram og ég er að fara á ráðstefnu
í Tanga klukkan 10.15. Heyrðu!
Flugfreyja — ungfrú.”
Flugfreyjan sneri sér við og
brosti björtu atvinnubrosi.
„Andartak, herra minn.” Hún
1. tbl. Vikan 43