Vikan


Vikan - 05.01.1984, Blaðsíða 47

Vikan - 05.01.1984, Blaðsíða 47
af framandi austrænu kryddi og heitu ryki, ilmur af sandalviö, frangi-pani og negul. Hljómur hlátraogtónlistarogtrumba. . . . í hinum enda bæjarins fóru þau í gegnum sóöalegt fátækrahverfi, ljóta þyrpingu hreysa úr ryöguöu blikki, bárujárni, molnandi moldarveggjum og rotnandi hálmþökum. Þaö gaf ungfrú Bates tilefni til aö halda fyrirlestur um dugleysi Austurlandabúa og óafsakanlega heimsku austur- lenskra kynþátta sem gagnrýndu milda blessun breskra yfirráða. Vegurinn lá yfir brú á illa þefj- andi læk og meðfram grunnri vík meö leöjubökkum þar sem niður- níddir skrokkar fomra dhowa lágu strandaðir handan við þaö sem flóðið náði. Og svo voru þau aftur komin inn á milli trjáa; skógar af kókospálmum, þétt rjóöur af mangótrjám og skipulegar negul- plantekrur. „Hvaö heldurðu að sé langt eftir þangað?” spurði Millicent Bates eirðarlaus. „Ég hefði haldiö að Tyson hefði vit á að búa nær flug- vellinum.” „Þaö var enginn flugvöllur fyrir hundraðárum,” sagði Dany. „Ha? 0 — ó, ég skil. Jæja, þetta er samt skolli gremjulegt. Mér er sama þó ég segi þér að ég gæti vel þegið sterkan tebolla. Við Gussie drekkum alltaf te klukkan ellefu og það er eitt af því sem ég sakna. En með þessu áframhaldi verður komið skrambi nálægt hádegis- verði um þær mundir sem við komum í þetta skuggahús Tysons. Skuggalega hús. ...” Millicent hnykkti höfðinu aftur og hló ákaflega að eigin fyndni. „Þessi var ekki sem verstur! Ég verð að muna eftir að segja Gussie hann. Og ég þori að veðja að hann er ekki heldur fjarri lagi! Af því að dæma sem maður hefur heyrt um Rory gamla Frost þykist ég vita að ýmislegt skuggalegt hafi gerst í þessu húsi. Og ég get trúað Tyson til margs! Hann mundi horfa á ömmu sína bútaða niður ef svo vildi til að hann þyrfti nákvæmar upplýsingar um krufn- ingu fyrir kafla í einhverri bókinni sinni. Allir af Frost-ættinni hafa verið harðjaxlar — eða þá klikk- aðir eins og Barclay gamli. Ég botna ekkert í hvernig Gussie. .. Jæja, þarna virðist það loks vera. Framhald í næsta blaði. HyaÖ gerur miöii liappdiætti SÍRS? Hann gefur þér gott tækifæri til að hreppa vinning allt upp í milljón — eða einn þeirra mörgu sem eru lægri en munar þó um. Og hver seldur miði á þátt í að gefa þúsundum betri tækifæri til að endurheimta heilsu sína og þrek. Öllum ágóðanum er varið til að byggJa UPP þá aðstöðu sem SÍBS hefur skapað til endurhæfingar og starfa við hæfi fólks sem hefur skert starfsþrek. . Happdrætti SÍBS 1 hagur þinn og heildarinnar URVAL BOK / BLAÐFORMI Geríst áskrífendur í sima 27022 1. tbl. Vikan 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.