Vikan - 05.01.1984, Side 58
Barna—Vikan
agan
af
enn:
llu
ollu
Texti og mynd: Anna
Einu sinni var kýr og hún hét Bullu-
kolla. Sumir sögðu aö hún væri frænka
hennar Búkollu, þið munið, úr ævintýr-
inu, en enginn vissi það með fullri
vissu. Þessi saga gerðist fyrir æva-
löngu, fyrr heilum sjö árum, sem er
alveg óskaplega langt eins og þið
vitið.
Stelpan á baaium hennar Bullukollu
var eitt sinn send til að sækja kýmar
alla leið upp að stíflu. Þegar hún kom
með kýmar til baka tók hún eftir því
að Bullukolla var horfin. Þetta var í
ágúst, klukkan orðin hræðilega margt
og tekið að skyggja. Samt sem áður
ákvað stelpan að reyna að finna Bullu-
kollu strax. Hún hélt af stað og gekk
yfir skurði og þjóðveginn alla leið upp
að stíflu. En hvergi var Bullukollu að
sjá. Þá heyrði hún kýrgrát inni í stífl-
unni. Þið haldið kannski að kýr geti
ekki grátið en það getur hún BuÚukolla
og það vissi stelpan alveg, þó hún þyrði
ekki að segja neinum það. Henni
fannst ekkert sniðugt að vera kölluð
asni og maður er alltaf kallaður asni ef
maður segir eitthvað sniðugt, nema
maður sé stærri, sterkari, feitari og
frekari en allir hinir. Og það var
stelpan ekki.
„Bullukolla mín,” hrópaði hún inn í
stífluna. „Elsku, hjartans Bullukolla
mín, ertuþarna?”
„Já,” snökti Bullukolla. „Stíflu-
skessan tók mig og segist ætla að nota
mig í uppfyllingu. Hún segist vera orð-
in hundleið á að tína grjót í stífluna
sína. Grjót sé allt of þungt að bera og
það kunni ekki að ganga eins og kým-
ar.”
„Elsku, góða Bullukolla,” sagði
stelpan þá. „Vertu róleg, ég skal
bjarga þér.”
„Gott,” snökti Bullukolla.
Aumingja stelpan sagði þetta bara
til að hugga Bullukollu. Hún hafði ekki
hugmynd um hvemig hún ætti að
bjarga heilli kú úr stíflu.
„Er skessan þama inni?” spurði
stelpan.
„Nei,” volaði Bullukolla.
Stelpan kveikti á vasaljósinu sínu og
beindi því inn að stíflunni.
„Sérðuljós?”
„Ha?” sagði Bullukolla.
„Sérðu ljós?” sagði stelpan aftur.
„Nei,” sagöi Bullukolla. Stelpan
varð mjög glöð. Hún vissi að Bullu-
kolla var svo mikil bullukolla að hún
sagði hérumbil alltaf vitlaust til.
„Reyndu að troða þér í áttina að
ljósinu,” sagði stelpan við Bullukollu
og andartaki síðar stóð kýrin ljóslif-
andi í geislanum frá vasaljósinu.
En þá heyrðust ægilegir dynkir fyrir
ofan stífluna.
„Skessan,” sagði stelpan. „Komdu,
Bullukolla, við verðum að reyna að
komast heim strax.” Að svo mæltu
ruku þær af stað.
Þær hlupu niður að þjóðvegi en
skessan kom æðandi á eftir þeim.
Skessan var miklu stórstígari en lítil
stelpa og kýr svo hún var alveg á hæl-
unum á þeim þegar þær sluppu yfir
þjóðveginn rétt áður en löng lest vöm-
bíla kom æðandi. Skessan varð að
nema staðar meðan vörubílamir óku
framhjá og á meðan gátu stelpan og
Bullukolla forðað sér niður eftir tún-
inu. En þær vissu að brátt næði
skessan þeim svo þær hröðuðu sér yfir
túnið.
Þung skref skessunnar heyrðust á
túninu og Bullukolla og stelpan flýttu
sér yfir Stóraskurð, tóku svo brúna af
og fleygðu henni í skurðinn. Þær von-
uðu að skessan væri ekki svo stór að
hún kæmist yfir skuröinn þegar brúin
væri farin. Og það var rétt. En skessan
58 Vikan l. tbl.